Hið undarlega mál á norska sveitabænum

Mál sem kom upp í sveitarfélaginu Gran í Noregi í vikunni veldur yfirvöldum miklum áhyggjum. „Martröð,“ segir yfirlæknirinn en fólk sem umgekkst karl er lést úr COVID-19 neitar að aðstoða við smitrakningu. Það segist ekki trúa því að kórónuveiran sé til.

Það er kyrrlátt og fagurt um að litast í Gran.
Það er kyrrlátt og fagurt um að litast í Gran.
Auglýsing

„Þetta er martröð sóttvarnaryfirvalda. Þetta er andstaðan sem breiðir smitin út og er ekki samvinnuþýð.“

Það er yfirlæknirinn í sveitarfélaginu Gran sem lætur þessi orð falla í samtali við héraðsfréttablaðið Hadeland. Þar var hann að tala um þá óvenjulegu og hættulegu stöðu sem upp hefur komið í kjölfar andláts sextugs karlmanns á þriðjudag. Eftir andlátið var hann greindur með COVID-19 en hafði, að því er næst verður komist, verið með einkenni í tvær vikur. Á því tímabili bauð hann fólki í tvígang heim til sín. Yfirlæknirinn segir málið verða kært til lögreglu.

Það gerir hann ekki síst vegna þess að hann hefur gengið á veggi í smitrakningu í kringum manninn. Sömu sögu er að segja úr nágrannasveitarfélaginu Javneker. Fólk hefur gefið smitrakningarteyminu vísvitandi rangar upplýsingar. „Við höfum ekki náð að fá upplýsingar um hver var í samskiptum við hvern og þær upplýsingar sem við höfum fengið eru rangar,“ segir Marthe Bergli, yfirlæknir í Jevnaker. Hún segir ástæðuna vera þá að um sé að ræða fólk sem telji kórónuveiruna einfaldlega ekki til.

Auglýsing

Yfirvöld í Gran hafa brugðið á það ráð að birta tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem allir sem sóttu heimili hins sýkta vikuna fyrir páska eru beðnir að fara í skimun. Þau segjast vita að þar hafi fólk safnast saman í tvígang en vita ekki hversu margir voru þar.

Allar samkomur eru bannaðar í sveitarfélaginu en að því er fram kemur í frétt norska ríkissjónvarpsinser talið að um 20 manns hafi komið saman í hvert sinn. Á vefsíðu sem hinn látni hélt úti kemur fram að hann hafi haldið nokkrar samkomur á bóndabýli sínu og þar kemur einnig fram að yfirskrift einnar þeirra í marsmánuði hafi verið Donald Trump. Þann 12. mars, ári eftir að til fyrstu samkomutakmarkana var gripið í Noregi, var yfirskrift samkomu „valdníðsla“.

Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna var umræðuefnið á einni samkomunni á bóndabænum. Mynd: EPA

Frá því um miðjan febrúar hefur smitum farið hratt fjölgandi sem og innlögnum á sjúkrahús og gjörgæsludeildir þeirra í Noregi. Í dag eru 298 manns á sjúkrahúsi og 61 í öndunarvél. Hið breska afbrigði veirunnar er nú nær það eina sem greinist í landinu. 256 ný smit greindust í gær í höfuðborginni Ósló, nokkuð fleiri en að meðaltali dagana á undan. Mjög breytilegt er milli hverfa hver útbreiðslan er.

Smitrakning á Íslandi hefur almennt gengið vel en á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær sagði Jóhann Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymisins, að dæmi væru um að fólk gæfi ekki nægar eða réttar upplýsingar. Hann sagðist telja að í einhverjum tilvikum hefði verið hægt að koma í veg fyrir smit ef upplýsingarnar sem fólk gaf hefðu verið betri. „Þá hefðum við geta gripið fyrr inn í. Við höfum séð það að það skiptir alveg gríðarlega miklu máli.“ Hann ítrekaði að árangurinn hér á landi mætti rekja til samtakamáttar allra og hvatti hann alla til að vinna áfram með yfirvöldum í þeim efnum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent