Hið undarlega mál á norska sveitabænum

Mál sem kom upp í sveitarfélaginu Gran í Noregi í vikunni veldur yfirvöldum miklum áhyggjum. „Martröð,“ segir yfirlæknirinn en fólk sem umgekkst karl er lést úr COVID-19 neitar að aðstoða við smitrakningu. Það segist ekki trúa því að kórónuveiran sé til.

Það er kyrrlátt og fagurt um að litast í Gran.
Það er kyrrlátt og fagurt um að litast í Gran.
Auglýsing

„Þetta er martröð sótt­varn­ar­yf­ir­valda. Þetta er and­staðan sem breiðir smitin út og er ekki sam­vinnu­þýð.“

Það er yfir­lækn­ir­inn í sveit­ar­fé­lag­inu Gran sem lætur þessi orð falla í sam­tali við hér­aðs­frétta­blaðið Hadeland. Þar var hann að tala um þá óvenju­legu og hættu­legu stöðu sem upp hefur komið í kjöl­far and­láts sex­tugs karl­manns á þriðju­dag. Eftir and­látið var hann greindur með COVID-19 en hafði, að því er næst verður kom­ist, verið með ein­kenni í tvær vik­ur. Á því tíma­bili bauð hann fólki í tvígang heim til sín. Yfir­lækn­ir­inn segir málið verða kært til lög­reglu.

Það gerir hann ekki síst vegna þess að hann hefur gengið á veggi í smitrakn­ingu í kringum mann­inn. Sömu sögu er að segja úr nágranna­sveit­ar­fé­lag­inu Javneker. Fólk hefur gefið smitrakn­ing­arteym­inu vís­vit­andi rangar upp­lýs­ing­ar. „Við höfum ekki náð að fá upp­lýs­ingar um hver var í sam­skiptum við hvern og þær upp­lýs­ingar sem við höfum fengið eru rang­ar,“ segir Marthe Berg­li, yfir­læknir í Jevna­ker. Hún segir ástæð­una vera þá að um sé að ræða fólk sem telji kór­ónu­veiruna ein­fald­lega ekki til.

Auglýsing

Yfir­völd í Gran hafa brugðið á það ráð að birta til­kynn­ingu á heima­síðu sveit­ar­fé­lags­ins þar sem allir sem sóttu heim­ili hins sýkta vik­una fyrir páska eru beðnir að fara í skim­un. Þau segj­ast vita að þar hafi fólk safn­ast saman í tvígang en vita ekki hversu margir voru þar.

Allar sam­komur eru bann­aðar í sveit­ar­fé­lag­inu en að því er fram kemur í frétt norska rík­is­sjón­varps­inser talið að um 20 manns hafi komið saman í hvert sinn. Á vef­síðu sem hinn látni hélt úti kemur fram að hann hafi haldið nokkrar sam­komur á bónda­býli sínu og þar kemur einnig fram að yfir­skrift einnar þeirra í mars­mán­uði hafi verið Don­ald Trump. Þann 12. mars, ári eftir að til fyrstu sam­komu­tak­mark­ana var gripið í Nor­egi, var yfir­skrift sam­komu „vald­níðsla“.

Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna var umræðuefnið á einni samkomunni á bóndabænum. Mynd: EPA

Frá því um miðjan febr­úar hefur smitum farið hratt fjölg­andi sem og inn­lögnum á sjúkra­hús og gjör­gæslu­deildir þeirra í Nor­egi. Í dag eru 298 manns á sjúkra­húsi og 61 í önd­un­ar­vél. Hið breska afbrigði veirunnar er nú nær það eina sem grein­ist í land­inu. 256 ný smit greindust í gær í höf­uð­borg­inni Ósló, nokkuð fleiri en að með­al­tali dag­ana á und­an. Mjög breyti­legt er milli hverfa hver útbreiðslan er.

Smitrakn­ing á Íslandi hefur almennt gengið vel en á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í gær sagði Jóhann Skúla­son, yfir­maður smitrakn­ing­arteym­is­ins, að dæmi væru um að fólk gæfi ekki nægar eða réttar upp­lýs­ing­ar. Hann sagð­ist telja að í ein­hverjum til­vikum hefði verið hægt að koma í veg fyrir smit ef upp­lýs­ing­arnar sem fólk gaf hefðu verið betri. „Þá hefðum við geta gripið fyrr inn í. Við höfum séð það að það skiptir alveg gríð­ar­lega miklu máli.“ Hann ítrek­aði að árang­ur­inn hér á landi mætti rekja til sam­taka­máttar allra og hvatti hann alla til að vinna áfram með yfir­völdum í þeim efn­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent