Hið undarlega mál á norska sveitabænum

Mál sem kom upp í sveitarfélaginu Gran í Noregi í vikunni veldur yfirvöldum miklum áhyggjum. „Martröð,“ segir yfirlæknirinn en fólk sem umgekkst karl er lést úr COVID-19 neitar að aðstoða við smitrakningu. Það segist ekki trúa því að kórónuveiran sé til.

Það er kyrrlátt og fagurt um að litast í Gran.
Það er kyrrlátt og fagurt um að litast í Gran.
Auglýsing

„Þetta er martröð sóttvarnaryfirvalda. Þetta er andstaðan sem breiðir smitin út og er ekki samvinnuþýð.“

Það er yfirlæknirinn í sveitarfélaginu Gran sem lætur þessi orð falla í samtali við héraðsfréttablaðið Hadeland. Þar var hann að tala um þá óvenjulegu og hættulegu stöðu sem upp hefur komið í kjölfar andláts sextugs karlmanns á þriðjudag. Eftir andlátið var hann greindur með COVID-19 en hafði, að því er næst verður komist, verið með einkenni í tvær vikur. Á því tímabili bauð hann fólki í tvígang heim til sín. Yfirlæknirinn segir málið verða kært til lögreglu.

Það gerir hann ekki síst vegna þess að hann hefur gengið á veggi í smitrakningu í kringum manninn. Sömu sögu er að segja úr nágrannasveitarfélaginu Javneker. Fólk hefur gefið smitrakningarteyminu vísvitandi rangar upplýsingar. „Við höfum ekki náð að fá upplýsingar um hver var í samskiptum við hvern og þær upplýsingar sem við höfum fengið eru rangar,“ segir Marthe Bergli, yfirlæknir í Jevnaker. Hún segir ástæðuna vera þá að um sé að ræða fólk sem telji kórónuveiruna einfaldlega ekki til.

Auglýsing

Yfirvöld í Gran hafa brugðið á það ráð að birta tilkynningu á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem allir sem sóttu heimili hins sýkta vikuna fyrir páska eru beðnir að fara í skimun. Þau segjast vita að þar hafi fólk safnast saman í tvígang en vita ekki hversu margir voru þar.

Allar samkomur eru bannaðar í sveitarfélaginu en að því er fram kemur í frétt norska ríkissjónvarpsinser talið að um 20 manns hafi komið saman í hvert sinn. Á vefsíðu sem hinn látni hélt úti kemur fram að hann hafi haldið nokkrar samkomur á bóndabýli sínu og þar kemur einnig fram að yfirskrift einnar þeirra í marsmánuði hafi verið Donald Trump. Þann 12. mars, ári eftir að til fyrstu samkomutakmarkana var gripið í Noregi, var yfirskrift samkomu „valdníðsla“.

Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna var umræðuefnið á einni samkomunni á bóndabænum. Mynd: EPA

Frá því um miðjan febrúar hefur smitum farið hratt fjölgandi sem og innlögnum á sjúkrahús og gjörgæsludeildir þeirra í Noregi. Í dag eru 298 manns á sjúkrahúsi og 61 í öndunarvél. Hið breska afbrigði veirunnar er nú nær það eina sem greinist í landinu. 256 ný smit greindust í gær í höfuðborginni Ósló, nokkuð fleiri en að meðaltali dagana á undan. Mjög breytilegt er milli hverfa hver útbreiðslan er.

Smitrakning á Íslandi hefur almennt gengið vel en á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær sagði Jóhann Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymisins, að dæmi væru um að fólk gæfi ekki nægar eða réttar upplýsingar. Hann sagðist telja að í einhverjum tilvikum hefði verið hægt að koma í veg fyrir smit ef upplýsingarnar sem fólk gaf hefðu verið betri. „Þá hefðum við geta gripið fyrr inn í. Við höfum séð það að það skiptir alveg gríðarlega miklu máli.“ Hann ítrekaði að árangurinn hér á landi mætti rekja til samtakamáttar allra og hvatti hann alla til að vinna áfram með yfirvöldum í þeim efnum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent