„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“

Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.

Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
Auglýsing

Frönsk stjórn­völd bera „ríka“ ábyrgð í því að koma ekki í veg fyrir „fyr­ir­sjá­an­legt“ þjóð­ar­morð í Rúanda. Frakkar leyndu auk þess fjölda skjala og vitn­is­burða tengdum voða­verk­inu. Um 800 þús­und manns voru drepnir í þessu smáa afríska ríki árið 1994.

Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar rúandskra stjórn­valda um hlut­verk Frakka fyr­ir, á meðan og eftir að dráps­aldan gekk yfir. Skýrslan var unnin með vilja og vit­und Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seta og er skref í við­leitni hans til að bæta sam­skipti ríkj­anna tveggja.

Í skýrsl­unni segir ein­fald­lega að Frakkar hafi „ekk­ert gert“ til að stöðva blóð­baðið sem stóð hvað hæst í apríl og maí árið 1994. Eftir voða­verkin hafi Frakkar svo reynt að hylma yfir þátt sinn í atburð­unum og meira að segja boðið sumum sem fóru fyrir drápslið­inu vernd.

Auglýsing

Skýrslan var kynnt form­lega fyrir rík­is­stjórn Rúanda í gær. Nið­ur­staða hennar er að Francois Mitt­errand, þáver­andi for­seti Frakk­lands, sem og stjórn hans, hafi haft vit­neskju um hvað var í upp­sigl­ingu en hélt engu að síður áfram að styðja for­seta Rúanda, Juvenal Habya­rim­ana, og rík­is­stjórn hans. „Franska rík­is­stjórnin var hvorki blind né með­vit­und­ar­laus,“ skrifa höf­undar skýrsl­unn­ar. Hún hafi vitað hvað var í upp­sigl­inu.

Minningarathöfn sem haldin var árið 2019, aldarfjórðungi eftir að þjóðarmorðið var framið. Mynd: EPA

Frönsk rann­sókn­ar­nefnd sem Macron setti á fót skil­aði skýrslu um sama mál í síð­asta mán­uði og ein helsta nið­ur­staða hennar var sú að stjórn­völd hefður verið „blind“ á það sem var í gangi en hafi svo brugð­ist of hægt við, ekki náð yfir­sýn á hvað var að ger­ast í Rúanda og verið sein til aðgerða. Nið­ur­staða þeirrar skýrslu var enn­fremur sú að Frakkar hefðu með þeim hætti borið „gríð­ar­mikla ábyrgð“ með því að hafa ekki brugð­ist við þeirri gjá sem hafði mynd­ast í land­inu sem leiddi að lokum til drápa öfga­manna af þjóð­ar­broti Hútúa á Tútsum sem og Hút­úum sem reyndu að vernda þá.

Þó að nið­ur­stöður skýrsln­anna tveggja greini á um ákveðna þætti er talið að þær geti orðið grunnur að þeirri vinnu sem framundan er til að bæta sam­skipti Frakk­lands og Rúanda. Utan­rík­is­ráð­herra Rúanda hefur sagt land sitt „til­bú­ið“ til að stofna til „nýs sam­bands“ við Frakk­land og ef afsök­un­ar­beiðni yrði sett fram væri það af hinu góða.

„Það mik­il­væg­asta er kannski það að þetta ferli, grein­ing þess­ara tveggja rann­sókn­ar­nefnda á sögu­legum stað­reyndum sem þær fengu aðgang að, getur orðið til þess að við komumst að gagn­kvæmum skiln­ingi á for­tíð­inn­i,“ sagði ráð­herrann, Vincent Biruta. „Þaðan getum við svo byggt upp sterkt sam­band.“

Bein fórnarlamba þjóðarmorðsins á safni í Kigali þar sem saga voðaverkanna er sögð. Mynd: EPA

Banda­ríska lög­fræði­stofan Levy Firestone Muse, leiddi vinnu rúönd­sku rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Til verks­ins fékkst aðgangur að marg­vís­legum gögnum frá opin­berum aðilum sem og frá sam­tök­um, stofn­unum og ein­stak­lingum sem urðu vitni að atburða­rásinni. Um 250 vitni komu fyrir nefnd­ina á þeim tæp­lega fjórum árum sem hún starf­aði.

Á árunum fyrir þjóð­ar­morðið „vopn­uðu, ráð­lögðu, þjálf­uðu og vernd­uðu frönsk yfir­völd rúönd­sku rík­is­stjórn­ina,“ segir enn­fremur í nýju skýrsl­unni. Frakkar hafi haft sína eigin hags­muni að leið­ar­ljósi. Í apríl og maí árið 1994, er morða­ldan reis sem hæst, gerðu frönsk yfir­völd „ekk­ert til að stöðva“ blóð­bað­ið.

Það var ekki fyrr en í lok júní þetta sama ár sem hern­að­ar­banda­lag undir for­ystu Frakka hóf aðgerðir en þá höfðu fjöl­margir Tútsar þegar týnt lífi. Hins vegar er ekk­ert sem bendir til þess, að mati skýrslu­höf­unda, að franskir emb­ætt­is­menn hafi bein­línis komið að dráp­un­um. Er þetta sam­hljóða þeirri nið­ur­stöðu sem fékkst í frönsku skýrsl­unni.

Íbúar Rúanda eru um 12 millj­ónir tals­ins. Líkt og mest­öll Afr­íka varð land­svæðið bit­bein Evr­ópu­ríkja á öldum áður. Innan landamæra þess end­uðu svo margar þjóðir sem áttu jafn­vel fátt sam­eig­in­legt að menn­ingu, siðum og hátt­um. Þjóð­verjar hertóku það í lok nítj­ándu aldar og bættu því við svæði sem þeir köll­uðu Þýsku-Aust­ur-Afr­íku. Belgar gerðu svo inn­rás árið 1916 á meðan fyrri heims­styrj­öld­inni stóð og réðu þar ríkjum allt til árs­ins 1962.

Föt fórnarlamba þjóðarmorðsins hluti af sýningu til minningar um fólkið. Mynd: EPA

Ástæðan fyrir því að Frakkar dróg­ust inn í mál­efni lands­ins á tíunda ára­tug síð­ustu aldar er sú að frönsk stjórn­völd höfðu mikil tengsl við rík­is­stjórn Juvénal Habya­rim­ana for­seta, sem var Húti, og studdu hana opin­ber­lega í bar­átt­unni gegn stjórn­mála­öflum leiddum af Tútsum sem höfðu í áraraðir verið und­ir­ok­aðir og áreittir og flúið land í umvörp­um. Þeir sendu einnig her­lið til Rúanda til að þjálfa inn­lenda her­menn, m.a. ung­liða­hreyf­ing­ar, í tengslum við frið­ar­gæslu­verk­efni Sam­ein­uðu þjóð­anna.

27 ár eru liðin frá þjóð­ar­morð­inu. Á þeim tíma hafa frönsk stjórn­völd leynt hlut­verki sínu og hag­rætt sann­leik­anum sem og verndað þá sem stóðu fyrir morð­un­um, segir í rúönd­sku skýrsl­unni. Þannig hafi Frakkar ekki beitt sér fyrir því að réttað yrði yfir söku­dólg­un­um. Þrír rúandskir rík­is­borg­arar hafa til þessa dags verið sak­felldir í Frakk­landi fyrir þátt­töku sína í þjóð­ar­morð­inu. Í maí á síð­asta ári var Félicien Kab­uga, sá sem lengi hefur verið grun­aður um að hafa fjár­magnað kaup öfga­mann­anna á sveðjum og öðrum vopnum til drápanna, hand­tek­inn. Þá var prestur sem grun­aður er um aðild að voða­verk­unum hand­tek­inn í París í síð­ustu viku. Hann neitar sök.

Rúöndsk stjórn­völd hafa ítrekað beðið um að frönsk hern­að­ar­gögn, sem leynd hvílir á, verði gerð opin­ber í tengslum við rann­sókn­ina á þjóð­ar­morð­inu. Sam­kvæmt frönskum lögum er hægt að halda slíkum upp­lýs­ingum frá almenn­ingi ára­tugum saman en hluti gagn­anna var lát­inn af hendi í rann­sókn­inni nú. Þetta segja skýrslu­höf­undar vekja vonir um fram­hald­ið. Macron for­seti til­kynnti svo í byrjun apríl að leynd yrði aflétt af skjölum skrif­stofu for­seta og for­sæt­is­ráð­herra lands­ins er tengj­ast Rúanda á ára­bil­inu 1990-1994.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent