Frekari þrengingar yfirvofandi

Við breskum stjórnvöldum blasir það gríðarstóra verkefni að ráðast í aðgerðir til aðstoðar heimilum. Hinir efnaminni gætu þurft að greiða um helming af ráðstöfunartekjum sínum í hita og rafmagn í vetur.

Það stefnir í kaldan vetur hjá þúsundum Breta.
Það stefnir í kaldan vetur hjá þúsundum Breta.
Auglýsing

Efna­minni fjöl­skyldur í Bret­landi gætu þurft að greiða um 47 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekjum sínum í hita og raf­magn miðað við þær gríð­ar­miklu verð­hækk­anir sem orðið hafa að und­an­förnu. Að auki hefur ýmiss önnur nauð­synja­vara hækkað í verði, m.a. mat­væli. Erf­iður vetur er framundan hjá mörg­um, jafn­vel þótt stjórn­völd grípi með ein­hverjum hætti inn í, líkt og þau áforma. Nokkur bið­staða er í þeim efnum þar sem nýr for­sæt­is­ráð­herra verður val­inn á allra næstu dög­um.

Auglýsing

Sam­tök sem gefa mat segja aðsókn í þjón­ustu þeirra sjaldan hafa verið meiri og að með þessu áfram­haldi geti þau engan veg­inn staðið undir eft­ir­spurn­inni. Tals­menn þeirra ótt­ast að fátækt eigi eftir að aukast mikið á næstu vikum og mán­uð­um. Flest sam­tak­anna segja að ef áfram haldi sem horfi muni þau þurfa að vísa fólki frá á kom­andi vikum og minnka þá skammta sem hverjum og einum er úthlut­að. Það er ekki aðeins eft­ir­spurnin sem hefur auk­ist heldur hefur fram­boð á mat­væl­um, sem fyr­ir­tæki, stofn­anir og ein­stak­lingar gefa, dreg­ist saman að und­an­förnu.

Mat­væla­verð hefur hækkað nokkuð skarpt í Bret­landi að und­an­förnu. Ferskvara hefur hækkað um 10,5 pró­sent á einu ári, sem er mesta verð­hækkun síðan hru­nárið 2008. Og áfram er spáð verð­hækk­unum og meiri verð­bólgu, jafn­vel þeirri mestu frá árinu 1975.

Stríðið í Úkra­ínu er helsta ástæða þess að vöru­verð, og ekki síst orku­verð, hefur hækkað síð­ustu vikur og mán­uði. Evr­ópu­búar eru mjög háðir gasi frá Rúss­landi og bæði hefur hægt á streymi þess til álf­unnar og verð á því hækkað skarpt. Raf­magns­reikn­ing­ur­inn í Bret­landi er tólf sinnum hærri nú en áður en orku­krísan skall á. Og hús­næð­is­lánin hafa líka hækkað vegna verð­bólg­unn­ar.

Mun Pútín stela jól­un­um?

Orku­kreppa eins og sú sem vofir yfir bitn­ar, eins og aðrar krepp­ur, verst á fólki sem hefur þegar lítið á milli hand­anna. Í þeim hópi eru m.a. sjúkir og aldr­að­ir, þeir hinnir sömu og eiga einna mest undir því komið að geta kynt híbýli sín eftir þörfum yfir kalda vetr­ar­mán­uð­ina.

Eftir tvö ár af ein­angrun og skringi­leg­heitum eftir heims­far­aldur COVID-19 von­uð­ust allri eftir betri tíð. En nú er útlit fyrir að kveikt verði á færri jóla­ljósum til að spara raf­magn og nokkur óvissa er um umfang jóla­ver­tíð­ar­innar í versl­un­um. Kann­anir sýna að margir Bretar eru þegar farnir að draga úr útgjöldum sín­um.

Allir bíða nú eftir svari við stóru spurn­ing­unni: Hvert verður útspil stjórn­valda til að létta undir með fólki, sér­stak­lega því efna­m­inna. Ljóst er að án inn­grips þeirra mun orku­kostn­aður halda áfram að hækka enda engin lausn á stríð­inu í Úkra­ínu í sjón­máli. Og á meðan það geisar þykir ljóst að verð á gasi mun halda áfram að hækka – verði það rúss­neska í boði yfir höf­uð.

Orkuverð er þegar orðið svimandi hátt í Bretlandi og enn frekari verðhækkanna er að vænta. Mynd: EPA

Á því sögu­lega heita sumri sem nú er að baki í Evr­ópu voru tæki til loft­kæl­ingar keyrð sem aldrei fyrr. Eft­ir­spurn eftir jarð­efna­elds­neyti á vet­urna hefur auk­ist ár frá ári og gasverð hefur haft til­hneig­ingu til að hækka í verði á þeim árs­tíma. Ekki er útlit fyrir að breyt­ing verði þar á. Skýr­ingin er sú að kynd­ing er oftar en ekki knúin með slíkum orku­gjöfum í Bret­landi og víðar í Evr­ópu.

Um 40 pró­sent af öllu gasi sem notað er í Evr­ópu er flutt inn frá Rúss­landi. Sömu­leiðis er um 46 pró­sent af kolum sem notuð eru í álf­unni flutt inn þaðan og 27 pró­sent af allri olíu. Veru­lega hefur dregið úr gas­flæð­inu frá Rúss­landi til Evr­ópu­ríkja síð­ustu mán­uði. En þeim mun meira af því er nú flutt til Kína. Gas­flutn­ingar með gasleiðslu frá Síberíu til Kína hafa auk­ist um 61 pró­sent frá því í fyrra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent