Fresta breytingum á skipulagi vegna vindorkuvers „því þetta er gríðarlega stór ákvörðun“

Sveitarstjórn Norðurþings hefur ákveðið að fresta frekari vinnu við breytingu á aðalskipulagi þar til umhverfismati fyrirhugaðs vindorkuvers á Melrakkasléttu verður lokið að fullu. Gert í samræmi við vilja íbúa, segir forseti sveitarstjórnar.

svæðið sem átti samkvæmt tillögu að breyta úr landbúnaðarsvæði í iðnaðarsvæði á aðalskipulagi.
svæðið sem átti samkvæmt tillögu að breyta úr landbúnaðarsvæði í iðnaðarsvæði á aðalskipulagi.
Auglýsing

Ekki verður gerð breyt­ing á aðal­skipu­lagi Norð­ur­þings vegna áform­aðs vind­orku­vers á Mel­rakka­sléttu fyrr en umhverf­is­mati þess verður að fullu lok­ið. Þetta var sam­þykkt sam­hljóða á síð­asta fundi sveit­ar­stjórn­ar. „Það voru allir sam­mála um að ef meiri­hluti íbúa á svæð­inu vildi bíða og fá umhverf­is­mat myndum við gera það,“ segir Kol­brún Ada Gunn­ars­dótt­ir, full­trúi V-lista (lista VG og óháðra) og for­seti sveit­ar­stjórnar Norð­ur­þings, í sam­tali við Kjarn­ann. Sú afstaða hafi komið fram á íbúa­fundi hverf­is­ráðs Kópa­skers nýver­ið.

A­da, eins og hún er oft­ast köll­uð, er sjálf þeirrar skoð­unar að vind­orku­ver á Mel­rakka­sléttu sé ekki góður kostur fyrir svæð­ið. Frekar ætti að berj­ast fyrir því að styrkja inn­viði fyrir raf­orku­flutn­inga í sveit­ar­fé­lag­inu. „Mér hugn­ast ekki þessi stað­setn­ing. Að setja þarna 43 vind­myll­ur, sem fara í ein­hverja 200 til 300 metra hæð, finnst mér bara galið.“ Mik­il­vægt sé hins vegar að íbúar hafi öll þau gögn sem þurfi til að taka afstöðu og þau muni m.a. fást er umhverf­is­á­hrif fram­kvæmd­ar­innar verða met­in.

Unnið hefur verið að hug­myndum á breyt­ingum aðal­skipu­lags sveit­ar­fé­lags­ins vegna vind­orku­vers­ins á Mel­rakka­sléttu í nokkra mán­uði. Til­laga að skipu­lags- og mats­lýs­ingu var kynnt um síð­ustu ára­mót og drög að til­lög­unni að sjálfri breyt­ing­unni svo aug­lýst og hún kynnt á fundi á Kópa­skeri 14. júní.

Auglýsing

Þeir sem sáu um þá kynn­ingu voru full­trúar fram­kvæmda­að­il­ans, Qair Iceland ehf., auk ráð­gjafa frá Eflu en sú verk­fræði­stofa vann bæði til­lögu að mats­á­ætlun orku­vers­ins fyrir fyr­ir­tækið og til­lögu að aðal­skipu­lags­breyt­ing­unni.

Sam­kvæmt til­lög­unni átti að breyta 33 fer­kíló­metrum lands á Mel­rakka­sléttu úr land­bún­að­ar­svæði í iðn­að­ar­svæði svo þar yrði hægt að reisa um 40 vind­myllur sem hver yrði um 200 metrar á hæð.

Skipu­lags­stofnun setti sautján skil­yrði

Ákvörðun Skipu­lags­stofn­unar um mats­á­ætlun Qair Iceland vegna hins fyr­ir­hug­aða vind­orku­vers, lá fyrir í byrjun júlí. Stofn­unin féllst á áætl­un­ina, sem er eitt skrefið í umhverf­is­mats­ferl­inu, en með skil­yrðum sem sett voru fram í sautján lið­um. Bent var m.a. á að fram þurfi að fara mat á áhrifum á óbyggð víð­erni þar sem hið fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæði ein­kenn­ist af víð­feðmu flat­lendi og sjá­ist því víða að. Þá leggur stofn­unin á það sér­staka áherslu að í frum­mats­skýrslu, sem er næsta skref í mati á umhverf­is­á­hrif­um, verði við nálgun og fram­setn­ingu mats á áhrifum á fugla fylgt bestu starfsvenjum og að rann­sóknir á þeim þurfi að standa í að minnsta kosti tvö ár.

Í öllu þessu ferli kom fram hörð gagn­rýni frá ýmsum aðil­um, m.a. íbúum á svæð­inu. Á það var m.a. bent að í núver­andi aðal­skipu­lagi Norð­ur­þings stend­ur: „Forð­ast skal að raska ósnortnum víð­ernum í Norð­ur­þingi með því að reisa þar mann­virki eða ann­ars gæta þess að þau valdi sem minnstu raski og sjón­meng­un.“

Þá stendur í sátt­mála meiri­hluta Norð­ur­þings 2018-2022: „Tryggja að ekki verði ráð­ist í verk­efni innan Norð­ur­þings sem útheimti nýja virkj­un­ar­kosti á við­kvæmum ósnortnum svæðum í Þing­eyj­ar­sýsl­u­m.“

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir.

Ada ákvað í kjöl­far gagn­rýn­innar að leggja fram til­lögu á fundi byggð­ar­ráðs Norð­ur­þings um að fallið yrði frá breyt­ingum á aðal­skipu­lagi þar til umhverf­is­mati yrði að fullu lok­ið. Hún hvatti einnig til þess að vilji íbúa til hins áform­aða vind­orku­vers yrði kann­að­ur.

„Að breyta aðal­skipu­lagi svæðis úr land­bún­að­ar­landi í iðn­að­ar­svæði til orku­nýt­ingar til að rúma vind­orku­ver á mjög stórum skala er ekki létt­væg aug­lýs­ing eða kynn­ing heldur stefnu­mark­andi ákvörðun sveit­ar­fé­lags,“ skrif­aði Ada m.a. í grein­ar­gerð með til­lögu sinni sem tekin var fyrir í byrjun júlí. Hún benti á að fjórtán umsagnir og athuga­semdir hefðu borist „og engin þeirra jákvæð“. Þá benti hún einnig á að „í besta falli“ væru áhöld um það hvernig þessar fram­kvæmdir ættu að nýt­ast sveit­ar­fé­lag­inu og nær­sam­fé­lag­inu. „Ekk­ert liggur fyrir um það hvernig orkan verði nýtt og enn­fremur ekk­ert sem tryggir að orkan verði nýtt á nær­svæð­inu. Sam­fé­lags­á­bati er því óljós, burt­séð frá umhverf­is­á­hrifum öll­u­m.“

Byggð­ar­ráðið frestaði afgreiðslu á til­lögu Ödu þar til í ágúst en sam­þykkti á seinni fundi sínum í júlí að við­horf íbúa í nágrenni hins fyr­ir­hug­aða vind­orku­vers yrði kann­að.

Sýnileiki vindorkuversins sem kennt er við Hnotastein. Myndin er úr tillögu að matsáætlun.

„Þegar þetta var kynnt fyrst fyrir okkur þá var alltaf talað um að þetta væri í sam­vinnu við land­eig­endur þannig að maður vildi ekki stíga á tærnar á mönnum á meðan þetta var í rann­sókn­arfasa,“ segir Ada við Kjarn­ann um for­sögu máls­ins. Þegar hún hins vegar hafi séð allar þær nei­kvæðu umsagnir og athuga­semdir sem bár­ust vegna til­lög­unnar og heyrt í mörgum sem voru ósáttir ákvað hún að skoða málið bet­ur. Þá tók hún m.a. eftir því að fram­kvæmda­að­ili var búinn að fjölga vind­myll­unum úr 33 í 43. Hún lagði því fram til­lögu um að fresta aðal­skipu­lags­breyt­ing­unni. „Því þetta er gríð­ar­lega stór ákvörð­un. Að fara að breyta aðal­skipu­lagi án þess að vita nákvæm­lega hvaða áhrif það myndi hafa á svæð­ið.“

Hún spurð­ist fyrir um hvort að frestun aðal­skipu­lags­breyt­ingar þar til umhverf­is­mati yrði lokið myndi hægja veru­lega á öllu ferl­inu og fékk þau svör að svo væri ekki. „Þannig að ég gat ekki séð að okkur lægi svo lífið á að breyta aðal­skipu­lagi. Því það er mjög stórt skref og ætti að mínu mati þá alltaf að vera síð­asti punktur í ferli.“

Skiptar skoð­anir en allir sam­mála um frestun breyt­inga

Á fundi hverf­is­ráðs Kópa­skers sem hald­inn var 18. ágúst mættu margir sem búa í nágrenni hins fyr­ir­hug­aða fram­kvæmda­svæð­is. „Þar komu fram ýmsar athuga­semd­ir,“ segir Ada. „Það eru ekki allir á móti þessu en allir voru sam­mála um að það væri gott að fá fyrst nið­ur­stöðu umhverf­is­mats.“

Funduð þið eða þú fyrir þrýst­ingi frá fram­kvæmda­að­ila að fara í þessar aðal­skipu­lags­breyt­ingar áður en umhverf­is­mats­ferl­inu væri lok­ið?

„Nei, kannski ekki hægt að segja það, ekki þannig. Það kemur nátt­úru­lega upp þetta um að halda ferl­inu gang­andi. Og eðli­lega vilja þeir keyra þetta allt í gegn sem hrað­ast af því að þetta er nátt­úr­lega þeirra fjár­fest­ing.“

Ada segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að hætta við íbúa­könn­un­ina. Krist­ján Þór Magn­ús­son, sveit­ar­stjóri Norð­ur­þings, segir í skrif­legu svari til Kjarn­ans að eftir „afar góðan íbúa­fund á Kópa­skeri“ reikni hann með að aflað verði frek­ari upp­lýs­inga um hina fyr­ir­huguð fram­kvæmd áður en könn­unin fari fram.

„Ég held að margir eigi erfitt með að taka afstöðu án þess að hafa frek­ari gögn í hönd­un­um,“ segir Ada. „Ég myndi segja að þegar umhverf­is­mati lýkur sé hægt að halda kynn­ingu, svara spurn­ingum og svo væri svo hægt að kanna við­horf­ið, þá yrði fólk komið með gögn í hend­urnar til að mynda sér skoð­un.“

Ada tók fyrr á árinu við starfi skóla­stjóra Borg­ar­hóls­skóla sem er ein stærsta stofnun sveit­ar­fé­lags­ins Norð­ur­þings. Hún tók því þá ákvörðun að hætta í sveit­ar­stjórn, þó að hún muni áfram sitja í nefndum fyrir hönd V-lista. Aldey Trausta­dóttir kemur inn í sveit­ar­stjórn í hennar stað og verður for­seti henn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent