Viðreisn horfir til Evrópu og telur stöðugleika fylgja nýjum gjaldmiðli

Í nýsamþykktri stjórnmálaályktun Viðreisnar kemur fram að flokkurinn vilji að hluti kvótans verði boðinn upp á hverju ári og að réttur til veiða verði bundinn í 20 til 30 ára leigusamningum. Sem fyrr vill flokkurinn taka upp evru.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar í púlti á landsþingi flokksins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar í púlti á landsþingi flokksins.
Auglýsing

Áhersla er lögð á jafn­rétti, efna­hags­legt jafn­vægi og alþjóð­lega sam­vinnu í stjórn­mála­á­lyktun Við­reisnar. Líkt og áður stefnir flokk­ur­inn að aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, að und­an­geng­inni þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, en evran er fyr­ir­ferð­ar­mikil í kosn­inga­á­herslum flokks­ins sem settar eru fram í stjórn­mála­á­lykt­un­inni.

Lands­þing Við­reisnar var haldið um helg­ina þar sem mál­efna­vinna og breyt­ingar á sam­þykktum fór fram.

Auglýsing

Evru geti fylgt stöð­ug­leiki í efna­hags­málum

Sem fyrr berst Við­reisn fyrir því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið að und­an­geng­inni þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Flokk­ur­inn vill binda gengi krón­unnar við evru með samn­ingi við Seðla­banka Evr­ópu sem yrði þá fyrsta skrefið að upp­töku gjald­mið­ils­ins. Í álykt­un­inni upp­taka evru sögð geta aukið stöð­ug­leika og lækkað kostnað heim­ila og fyr­ir­tækja. „Þannig mun draga veru­lega úr verð­bólgu, erf­iðum geng­is­sveiflum og vextir hald­ast lág­ir. Kostn­aður heim­ila og fyr­ir­tækja lækk­ar. Stöð­ug­leiki eykst og fjár­hags­legar skuld­bind­ingar verða skýr­ari.“

Í ræðu sinni á lands­þingi sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður flokks­ins það verða fyrsta verk flokks­ins, fái hann til umboð til þess, „að semja um gagn­kvæmar geng­is­varnir og tengja krón­una við Evru. Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verð­bólgu, miklu hærri vexti á hús­næð­is­lánum eða dýr­ari mat­ar­körfu en þekk­ist í nágranna­lönd­um.“

Nýr gjald­mið­ill auð­veldi sam­keppni

Í álykt­un­inni segir enn fremur að nýr gjald­mið­ill muni breyta skil­yrðum fyrir nýsköpun og upp­bygg­ingu þekk­ing­ar­iðn­aðar sem og gera sam­keppni mögu­lega á mörk­uðum „sem flökt­andi króna hindrar í dag“, líkt og í banka­starf­semi og trygg­ing­um.

Evran kemur einnig við sögu í þeim kafla álykt­un­ar­innar sem snýr að atvinnu­líf­inu. „Stöð­ugur gjald­mið­ill og virk þátt­taka í alþjóð­legu við­skipta­lífi eru grunn­for­sendur fyrir sterk­ari stöðu heim­il­anna, efna­hags­legum fram­förum, auk­inni fram­leiðni í atvinnu­líf­inu og var­an­legri aukn­ingu kaup­mátt­ar.“

Þar segir einnig að sam­keppni á öllum sviðum við­skipta leiði til betri lífs­kjara almenn­ings og að ein­fald­ara reglu­verk sé í þágu almanna­hags­muna. Þá geti fjöl­breytt atvinnu­líf um land allt sem byggi á nýsköpun og tækni orðið und­ir­staða útflutn­ings.

Hluti kvót­ans verði boð­inn upp á mark­aði á hverju ári

Í sjáv­ar­út­vegs­málum vill Við­reisn að réttur til veiða verði með tíma­bundnum leigu­samn­ingum til 20 til 30 ára í senn. Á hverju ári verði hluti kvót­ans boð­inn upp á mark­aði og í fyll­ingu tím­ans verði allar veiði­heim­ildir bundnar slíkum samn­ing­um.

Með þessu fáist „sann­gjarnt gjald til þjóð­ar­innar og meiri arð­semi í grein­inni án þess að koll­varpa kerf­in­u,“ segir í álykt­un­inni. Fyr­ir­komu­lagið skapi vissu til lengri tíma hjá þeim sem stunda veiðar auk þess sem tæki­færi til nýlið­unar í sjáv­ar­út­vegi muni aukast.

Vilja bland­aða leið í heil­brigð­is­kerf­inu

Flokk­ur­inn vill standa vörð um einka­rekstur í heil­brigð­is­kerf­inu en í ályktun sinni hafnar hann aðför núver­andi rík­is­stjórnar að sjálf­stætt starf­andi stofum og sér­fræð­ing­um,“ en flokk­ur­inn telur bland­aða leið vera besta. Sú aðför hafi leitt af sér biðlista og auk­inn kostn­að, ekki síst fyrir íbúa lands­byggð­ar­inn­ar.

Í álykt­un­inni segir að heil­brigð­is­þjón­usta eigi að standa öllum til boða óháð efna­hag og að áhersla skuli lögð á þjón­ust­una frekar en rekstr­ar­form þeirra sem hana veita.

Þar segir einnig að fjár­munum hins opin­bera verði að verja skyn­sam­lega. Því skuli ráð­stafa eftir grein­ingu á þörf og kostn­að­ar­mati. Land­spít­ali eigi aftur á móti að fá nauð­syn­legt fé til þess að „geta risið undir þeim kröfum sem gerðar eru til hans“.

Þá er það sagt ótækt að sótt­varna­að­gerðir séu óhóf­lega íþyngj­andi vegna fjár­skorts heil­brigð­is­kerf­is­ins og að létta þurfi á tak­mörk­unum með auknu aðgengi að hrað­próf­um.

Þau borgi sem menga

Til þess að takast á við stöð­una sem upp er í komin í lofts­lags- og umhverf­is­málum vill Við­reisn „hvetj­andi grænt kerfi þannig að það borgi sig að vera umhverf­is­væn og að þau borgi sem menga,“ eins og það er orðað í álykt­un­inni.

Þar segir einnig að stærstu áskor­anir sam­tím­ans séu vegna alvar­legrar stöðu í þessum mála­flokki. Því krefj­ast almanna­hags­munir þess að næstu rík­is­stjórnir setji bar­átt­una við lofts­lags­vána í for­gang.

Í ræðu sinni á lands­þingi sagði Þor­gerður Katrín að kom­ist flokk­ur­inn í rík­is­stjórn muni hann leggja áherslu á að ný aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum inni­haldi tíma­sett mark­mið fyrir hvert ár, „svo hægt verði að sjá til þess að staðið sé við stóru orð­in.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent