Fríir ársreikningar rýrir tekjur Skattsins um næstum 55 milljónir á ári

Árið 2017 sagði ríkisskattstjóri að ef aðgengi að ársreikningum yrði gert gjaldfrjálst myndi það kippa fótunum undan rekstri stofnunarinnar. Nú liggur fyrir hvað það kostar en ekki hver á að borga.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræddi málið á ríkisstjórnarfundi í gær.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræddi málið á ríkisstjórnarfundi í gær.
Auglýsing

Tekju­missir Skatts­ins vegna þess að aðgengi að árs­reikn­ingum félaga varð gjald­frjálst um síð­ustu ára­mót er áætlað 54,5 millj­ónir króna á ári. Þetta kemur fram í svari atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið en það var rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær­morgun þar sem Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ráð­herra mála­flokks­ins, gerði grein fyrir tekju­miss­in­um. Hvernig þessu tekju­tapi verður mætt er nú til skoð­unar á milli ráðu­neyta. 

Í febr­úar í fyrra voru kynnt drög að frum­varpi í sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem í fólst meðal ann­ars að árs­­reikn­ingar og sam­­stæð­u­­reikn­ingar allra félaga sem skila árs­­reikn­ingi sínum til árs­­reikn­inga­­skrár yrðu aðgeng­i­­legir almenn­ingi og fjöl­miðlum að kostn­að­­ar­­lausu á opin­beru vef­­svæði. Frum­varpið var svo sam­þykkt 29. júní 2020. Mark­mið breyt­ing­anna var að auka traust á og tryggja gagn­sæi í upp­lýs­inga­gjöf fyr­ir­tækja sem almennt má telja að séu þjóð­hags­lega mik­il­væg og varða hags­muni almenn­ings. Einnig tengd­ist frum­varpið aðgerðum á sviði kenni­tölu­flakks.

Auglýsing
Frá byrjun árs 2021 hafa árs­reikn­ingar félaga svo verið aðgengi­legir án end­ur­gjalds á heima­síðu Skatts­ins. Hægt er að nálg­­ast alla árs­­reikn­inga í fyr­ir­tækja­­skrá Skatts­ins ­með því að smella á körfu við hlið­ina á árs­­reikn­ingi val­ins félags­. Sú breyt­ing hefur leitt til þess að Credit­info, stærsta einka­fyr­ir­tækið á þeim mark­aði sem seldi upp­lýs­ingar úr árs­reikn­inga­skrá, hætti að rukka fyrir skönnuð frum­rit af árs­reikn­ingum í febr­úar 2021. 

Töldu gjald­frjálsan aðgang kippa fót­unum undan rekstr­inum

Frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar frá því í fyrra var ekki það fyrsta sem lagt hefur verið fram í þeim til­gangi að veita gjald­frjálst aðgengi að árs­reikn­ing­um. Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, flutti frum­varp um afnám gjald­­­töku fyrir aðgang að árs­­­reikn­ingum í sept­­­em­ber árið 2017 og svo aftur í des­em­ber sama ár. Það frum­varp fór í fyrstu umræðu í efna­hags- og við­­­skipta­­­nefnd sem kall­aði eftir umsögnum um mál­ið, en rataði svo aldrei það­­­an. 

Credit­info mót­mælti þá frum­varp­inu í umsögn og sagði að upp­lýs­ingar úr árs­reikn­ingum væru fyrst og fremst nýttar af atvinn­u­líf­inu. Því væri eðli­­­legt að fólk og fyr­ir­tæki greiði fyrir þær í stað þess að „al­­­mannafé verði nýtt til að standa straum af kostn­aði við rekstur skránna.“

Emb­ætti rík­­­is­skatt­­­stjóra, sem nú er hluti af Skatt­in­um, skrif­aði einnig umsögn um frum­varpið og sagði það kippa fótum undan rekstri þess. Enn fremur líkti emb­ættið afnámi gjald­tök­unnar við það að gera aðgang að söfnum lands­ins ókeyp­­­is.

Rík­­­­is­skatt­­­­stjóri sagði í umsögn sinni að ef fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar næðu fram að ganga þá væri æski­­­­legt að veitt yrði heim­ild til að setja reglu­­­­gerð um afmörkun þeirra upp­­­­lýs­inga sem veita ætti gjald­frjálst aðgengi að og fram­­­­kvæmd hins raf­­­­ræna aðgeng­­­­is. „Hvort heldur átt er við ein­stakar upp­­­­flett­ingar almenn­ings eða aðgang fyr­ir­tækja að gagna­grunnum eða afritun ein­stakra skráa vegna úrvinnslu upp­­­­lýs­inga.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent