Fríir ársreikningar rýrir tekjur Skattsins um næstum 55 milljónir á ári

Árið 2017 sagði ríkisskattstjóri að ef aðgengi að ársreikningum yrði gert gjaldfrjálst myndi það kippa fótunum undan rekstri stofnunarinnar. Nú liggur fyrir hvað það kostar en ekki hver á að borga.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræddi málið á ríkisstjórnarfundi í gær.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræddi málið á ríkisstjórnarfundi í gær.
Auglýsing

Tekju­missir Skatts­ins vegna þess að aðgengi að árs­reikn­ingum félaga varð gjald­frjálst um síð­ustu ára­mót er áætlað 54,5 millj­ónir króna á ári. Þetta kemur fram í svari atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið en það var rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær­morgun þar sem Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ráð­herra mála­flokks­ins, gerði grein fyrir tekju­miss­in­um. Hvernig þessu tekju­tapi verður mætt er nú til skoð­unar á milli ráðu­neyta. 

Í febr­úar í fyrra voru kynnt drög að frum­varpi í sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem í fólst meðal ann­ars að árs­­reikn­ingar og sam­­stæð­u­­reikn­ingar allra félaga sem skila árs­­reikn­ingi sínum til árs­­reikn­inga­­skrár yrðu aðgeng­i­­legir almenn­ingi og fjöl­miðlum að kostn­að­­ar­­lausu á opin­beru vef­­svæði. Frum­varpið var svo sam­þykkt 29. júní 2020. Mark­mið breyt­ing­anna var að auka traust á og tryggja gagn­sæi í upp­lýs­inga­gjöf fyr­ir­tækja sem almennt má telja að séu þjóð­hags­lega mik­il­væg og varða hags­muni almenn­ings. Einnig tengd­ist frum­varpið aðgerðum á sviði kenni­tölu­flakks.

Auglýsing
Frá byrjun árs 2021 hafa árs­reikn­ingar félaga svo verið aðgengi­legir án end­ur­gjalds á heima­síðu Skatts­ins. Hægt er að nálg­­ast alla árs­­reikn­inga í fyr­ir­tækja­­skrá Skatts­ins ­með því að smella á körfu við hlið­ina á árs­­reikn­ingi val­ins félags­. Sú breyt­ing hefur leitt til þess að Credit­info, stærsta einka­fyr­ir­tækið á þeim mark­aði sem seldi upp­lýs­ingar úr árs­reikn­inga­skrá, hætti að rukka fyrir skönnuð frum­rit af árs­reikn­ingum í febr­úar 2021. 

Töldu gjald­frjálsan aðgang kippa fót­unum undan rekstr­inum

Frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar frá því í fyrra var ekki það fyrsta sem lagt hefur verið fram í þeim til­gangi að veita gjald­frjálst aðgengi að árs­reikn­ing­um. Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, flutti frum­varp um afnám gjald­­­töku fyrir aðgang að árs­­­reikn­ingum í sept­­­em­ber árið 2017 og svo aftur í des­em­ber sama ár. Það frum­varp fór í fyrstu umræðu í efna­hags- og við­­­skipta­­­nefnd sem kall­aði eftir umsögnum um mál­ið, en rataði svo aldrei það­­­an. 

Credit­info mót­mælti þá frum­varp­inu í umsögn og sagði að upp­lýs­ingar úr árs­reikn­ingum væru fyrst og fremst nýttar af atvinn­u­líf­inu. Því væri eðli­­­legt að fólk og fyr­ir­tæki greiði fyrir þær í stað þess að „al­­­mannafé verði nýtt til að standa straum af kostn­aði við rekstur skránna.“

Emb­ætti rík­­­is­skatt­­­stjóra, sem nú er hluti af Skatt­in­um, skrif­aði einnig umsögn um frum­varpið og sagði það kippa fótum undan rekstri þess. Enn fremur líkti emb­ættið afnámi gjald­tök­unnar við það að gera aðgang að söfnum lands­ins ókeyp­­­is.

Rík­­­­is­skatt­­­­stjóri sagði í umsögn sinni að ef fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar næðu fram að ganga þá væri æski­­­­legt að veitt yrði heim­ild til að setja reglu­­­­gerð um afmörkun þeirra upp­­­­lýs­inga sem veita ætti gjald­frjálst aðgengi að og fram­­­­kvæmd hins raf­­­­ræna aðgeng­­­­is. „Hvort heldur átt er við ein­stakar upp­­­­flett­ingar almenn­ings eða aðgang fyr­ir­tækja að gagna­grunnum eða afritun ein­stakra skráa vegna úrvinnslu upp­­­­lýs­inga.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent