Fríir ársreikningar rýrir tekjur Skattsins um næstum 55 milljónir á ári

Árið 2017 sagði ríkisskattstjóri að ef aðgengi að ársreikningum yrði gert gjaldfrjálst myndi það kippa fótunum undan rekstri stofnunarinnar. Nú liggur fyrir hvað það kostar en ekki hver á að borga.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræddi málið á ríkisstjórnarfundi í gær.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræddi málið á ríkisstjórnarfundi í gær.
Auglýsing

Tekju­missir Skatts­ins vegna þess að aðgengi að árs­reikn­ingum félaga varð gjald­frjálst um síð­ustu ára­mót er áætlað 54,5 millj­ónir króna á ári. Þetta kemur fram í svari atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið en það var rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær­morgun þar sem Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ráð­herra mála­flokks­ins, gerði grein fyrir tekju­miss­in­um. Hvernig þessu tekju­tapi verður mætt er nú til skoð­unar á milli ráðu­neyta. 

Í febr­úar í fyrra voru kynnt drög að frum­varpi í sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem í fólst meðal ann­ars að árs­­reikn­ingar og sam­­stæð­u­­reikn­ingar allra félaga sem skila árs­­reikn­ingi sínum til árs­­reikn­inga­­skrár yrðu aðgeng­i­­legir almenn­ingi og fjöl­miðlum að kostn­að­­ar­­lausu á opin­beru vef­­svæði. Frum­varpið var svo sam­þykkt 29. júní 2020. Mark­mið breyt­ing­anna var að auka traust á og tryggja gagn­sæi í upp­lýs­inga­gjöf fyr­ir­tækja sem almennt má telja að séu þjóð­hags­lega mik­il­væg og varða hags­muni almenn­ings. Einnig tengd­ist frum­varpið aðgerðum á sviði kenni­tölu­flakks.

Auglýsing
Frá byrjun árs 2021 hafa árs­reikn­ingar félaga svo verið aðgengi­legir án end­ur­gjalds á heima­síðu Skatts­ins. Hægt er að nálg­­ast alla árs­­reikn­inga í fyr­ir­tækja­­skrá Skatts­ins ­með því að smella á körfu við hlið­ina á árs­­reikn­ingi val­ins félags­. Sú breyt­ing hefur leitt til þess að Credit­info, stærsta einka­fyr­ir­tækið á þeim mark­aði sem seldi upp­lýs­ingar úr árs­reikn­inga­skrá, hætti að rukka fyrir skönnuð frum­rit af árs­reikn­ingum í febr­úar 2021. 

Töldu gjald­frjálsan aðgang kippa fót­unum undan rekstr­inum

Frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar frá því í fyrra var ekki það fyrsta sem lagt hefur verið fram í þeim til­gangi að veita gjald­frjálst aðgengi að árs­reikn­ing­um. Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, flutti frum­varp um afnám gjald­­­töku fyrir aðgang að árs­­­reikn­ingum í sept­­­em­ber árið 2017 og svo aftur í des­em­ber sama ár. Það frum­varp fór í fyrstu umræðu í efna­hags- og við­­­skipta­­­nefnd sem kall­aði eftir umsögnum um mál­ið, en rataði svo aldrei það­­­an. 

Credit­info mót­mælti þá frum­varp­inu í umsögn og sagði að upp­lýs­ingar úr árs­reikn­ingum væru fyrst og fremst nýttar af atvinn­u­líf­inu. Því væri eðli­­­legt að fólk og fyr­ir­tæki greiði fyrir þær í stað þess að „al­­­mannafé verði nýtt til að standa straum af kostn­aði við rekstur skránna.“

Emb­ætti rík­­­is­skatt­­­stjóra, sem nú er hluti af Skatt­in­um, skrif­aði einnig umsögn um frum­varpið og sagði það kippa fótum undan rekstri þess. Enn fremur líkti emb­ættið afnámi gjald­tök­unnar við það að gera aðgang að söfnum lands­ins ókeyp­­­is.

Rík­­­­is­skatt­­­­stjóri sagði í umsögn sinni að ef fyr­ir­hug­aðar laga­breyt­ingar næðu fram að ganga þá væri æski­­­­legt að veitt yrði heim­ild til að setja reglu­­­­gerð um afmörkun þeirra upp­­­­lýs­inga sem veita ætti gjald­frjálst aðgengi að og fram­­­­kvæmd hins raf­­­­ræna aðgeng­­­­is. „Hvort heldur átt er við ein­stakar upp­­­­flett­ingar almenn­ings eða aðgang fyr­ir­tækja að gagna­grunnum eða afritun ein­stakra skráa vegna úrvinnslu upp­­­­lýs­inga.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent