Samningafundi ríkisins og SFR, sjúkraliða og lögreglumanna, sem hófst fyrir hádegi í dag, lauk seinni partinn án niðurstöðu, en talsverður skriður er nú á viðræður, samkvæmt heimildum Kjarnans. Enn eru ræddar hugmyndir sem samninganefnd ríkisins lagði fram 14. október, auk krafna stéttarfélaganna. Nýr fundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara í fyrramálið, og á að freista þess að binda á enda á víðtækar verkfallsaðgerðir sem hófust á miðnætti.
Verkfallsaðgerðirnar eru víðtækar, eins og sjá má hér að neðan, en upplýsingarnar um þær eru fengnar af vef SFR.
Á eftirtöldum dögum skal vinnustöðvun ná til allra félagsmanna SFR sem starfa hjá ríkinu.
Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 15.október til miðnættis föstudagsins 16. október 2015 (2 sólarhringar).
Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 19.október til miðnættis þriðjudaginn 20. október 2015 (2 sólarhringar).
Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 29.október til miðnættis föstudagsins 30. október 2015 (2 sólarhringar).
Frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 2. nóvember til miðnættis þriðjudaginn 3. nóvember 2015 (2 sólarhringar).
Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 12. nóvember til miðnættis föstudagsins 13. nóvember 2015 (2 sólarhringar).
Frá og með miðnætti aðfaranótt fimmtudagsins 15. október 2015 hefst ótímabundin vinnustöðvun hjá eftirtöldum stofnunum:
Landspítalinn (LSH)
Ríkisskattstjóri
Sýslumaðurinn á Aursturlandi
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Tollstjórinn