Fyrrverandi ritstjórar Fréttablaðsins og DV, þær Kristín Þorsteinsdóttir og Lilja Katrín Gunnarsdóttir, eru í hópi alls 34 umsækjenda um auglýsta stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins, en umsóknarfresturinn rann út þann 25. maí.
Nokkrir núverandi og fyrrverandi blaðamenn eru einnig á listanum yfir umsækjendur, sem og kynningarfulltrúar, upplýsingafulltrúar og markaðsstjórar fyrirtækja og stofnana. Einnig má nefna að á meðal umsækjenda er Helga Guðrún Jónasdóttir, sem bauð sig nýlega fram í formannskjöri VR nýlega gegn Ragnari Þór Ingólfssyni.
Hafliði Helgason, sem gegnt hefur starfinu frá því snemma árs 2018, er á förum úr dómsmálaráðuneytinu. Er hann var ráðinn inn þurfti að auglýsa starfið tvisvar sinnum. Í seinna skiptið var gerð krafa um að umsækjendur hefðu hæfni til að koma fram fyrir hönd ráðuneytisins og hæfni í að miðla upplýsingum, sem ekki hafði verið gerð í fyrra skiptið.
Umsækjendur um starfið:
- Arnaldur Sigurðarson, Frístundaráðgjafi
- Atli Dungal Sigurðsson, Stundakennari
- Auðunn Arnórsson, Stundakennari
- Ásta Huld Iðunnardóttir, umönnun
- Ásta V. Borgfjörð Aðalsteinsdóttir, Flugfreyja
- Benedikt Bóas Hinriksson, Blaðamaður
- Benedikt Kristjánsson, Kerfisstjóri
- Eygló Hallgrímsdóttir, Deildarstóri
- Eyrún Viktorsdóttir, Lögfræðingur
- Fjalar Sigurðarson, Markaðsstjóri
- Freyja Ingadóttir, Ritstjóri
- Haraldur Líndal Haraldsson, Ráðgjafi
- Heiðrún Kristmundsdóttir, Aðalþjálfari mfl kvk
- Helga Guðrún Jónasdóttir, Ráðgjafi og verkefnastjóri
- Hildur Hafsteinsdóttir, Verkefnastjóri - Máltækniáætlun fyrir íslensku
- Hjalti Sigurjón Andrason, Upplýsingafulltrúi
- Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, Research Fellow
- Ionut-Ciprian Diaconu, housekeeper
- Jenný Kristín Sigurðardóttir, fjölmiðlafræðingur
- Jóhanna M Thorlacius , vefritstjóri
- Kalina Petrova Lovcheva, Móttökufulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir, Sérfræðingur
- Kristín Þorsteinsdóttir, Ritstjóri
- Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Ritstjóri
- Magnús Sigurjónsson, Kennari og fulltrúi
- Óli Jón Jónsson, kynningarfulltrúi
- Ólöf Sara Gregory, lögfræðingur
- Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir, Sérfræðingur á fjármálasviði
- Sigrún Ýr Hjörleifsdóttir, PR & Marketing Manager
- Sigurður Ólafur Kjartansson, Kröfuvakt
- Svanhildur Dóra Björgvinsdóttir, leikskólakennari
- Svanhildur Eiríksdóttir, Ritstjóri Faxa
- Sveinn Ólafur Melsted, Blaðamaður
- Örn Arnarson, Sérfræðingur