Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands sæmdi í dag, þjóðhátíðardaginn 17. júní, fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.
Á meðal þeirra var fyrrverandi seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, en hann var sæmdur fyrir störf í opinbera þágu.
Auglýsing
Þeir sem hlutu fálkaorðuna í dag voru:
- Dagný Kristjánsdóttir fyrrverandi prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir kennslu og rannsóknir á bókmenntum íslenskra kvenna og barnabókmenntum
- Edda Jónsdóttir myndlistarmaður og galleristi, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu um kynningu og miðlun á íslenskri myndlist
- Egill Eðvarðsson kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvöðlastörf í dagskrárgerð fyrir sjónvarp og framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar
- Felix Valsson svæfinga- og gjörgæslulæknir, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir forystu við innleiðingu nýrrar tækni á sviði lækninga og framlag til björgunarstarfa
- Jón Kristinn Cortez tónlistarkennari og kórstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til kóratónlistar og forystu um útgáfu sönglaga eftir íslensk tónskáld
- Lára Stefánsdóttir skólameistari, Ólafsfirði, riddarakross fyrir frumkvæði og nýsköpun á vettvangi framhaldsskóla
- Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri og fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag til íslensks atvinnulífs og opinberrar umræðu
- Már Guðmundsson hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu
- Ólafur Flóvenz jarðeðlisfræðingur og fyrrverandi forstjóri Íslenskra orkurannsókna, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu á vettvangi rannsókna á íslenskum orkuauðlindum
- Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur og formaður Fuglaverndar, Reykjavík, riddarakross fyrir rannsóknir á íslenskum fuglum, ekki síst fálka og rjúpu, og miðlun þekkingar á því sviði
- Páll Halldórsson flugstjóri, Selfossi, riddarakross fyrir framlag til björgunar mannslífa og brautryðjandastörf á vettvangi landgræðslu
- Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til að efla vitund um matarsóun, betri nýtingu og umhverfismál
- Rósa Björg Jónsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir sjálfboðastörf í þágu Móðurmáls, samtaka um tvítyngi, við skráningu og miðlun barnabóka á öðrum tungumálum en íslensku
- Þorbjörg Helgadóttir fyrrverandi orðabókarritstjóri við Árnasafn í Kaupmannahöfn, Nørre Broby í Danmörku, riddarakross fyrir framlag til íslenskra fræða