Fyrsta mynd af gosinu var birt á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands klukkan 23:04 í kvöld. Hún var tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Syðri endi gostungunnar er um 2,6 kílómetra frá Suðurstrandarvegi. Miðað við fyrstu upplýsingar er sprungan um 500 m löng, samkvæmt stöðuuppfærslu Veðurstofunnar.
Hér er hægt að sjá myndband af gosinu:
Nýtt myndskeið af eldgosinu í Geldingardal, tekið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. #Eldgos #Reykjanes pic.twitter.com/GAVzPKYxnT
— Icelandic Meteorological Office - IMO (@Vedurstofan) March 19, 2021
Eldgosið er við Fagradalsfjall. Gosið var staðfest í gegnum vefmyndavélar og gervitunglamyndir. Lítill órói sást á mælum í aðdraganda þess en fyrsta tilkynning barst Veðurstofunni klukkan 21.40.
Kortið hér að neðan sýnir líklega staðsetningu gossins miðað við nýjustu upplýsingar. Upptökin eru rétt austan Fagradalsfjalls samkvæmt mati Veðurstofunnar, líklega í Geldingadal.