Fyrstu herþotur Rússa eru komnar til Sýrlands til að berjast með stjórnarher landsins gegn uppreisnarmönnum Íslamska ríkisins (Islamic State) og fleiri uppreisnarhópum í landinu. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal, og er Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagður hafa rætt beint við rússnesk yfirvöld til þess að fá upplýsingar um hvað Rússar, undir forystu Vladímir Pútíns forseta, hygðust gera og hvernig þeirra áform væru um hernað.
Engar slíkar upplýsingar hafa komið fram opinberlega, að öðru leyti en að rússnesk stjórnvöld hafa sagt að nauðsynlegt sé að bæla niður öfgamenn sem hrakið hafa hundruð þúsund á flótta frá heimilum sínum að undanförnu, en samtals er að talið að um níu milljónir manna í Sýrlandi séu á flótta, af um 22 milljóna heildaríbúafjölda.
Bandaríkjamenn hafa stigið varlega til jarðar hvað hernaðaríhlutun varðar í Sýrlandi, og hafa ítrekað sat stjórn Assad forseta ekki treystandi til þess að beita herafli. Hann hiki ekki við að beita því gegn óbreyttum borgurum.
#UPDATE Four Russian fighter jets deployed in Syria, Pentagon says http://t.co/beo81gsc8R
— Agence France-Presse (@AFP) September 18, 2015