Gagnrýni stofnana „vakið nokkra undrun“ hjá Heidelberg

Hver verður loftslagsávinningur þess að mylja niður íslenskt fjall, vinna efnið í verksmiðju í Þorlákshöfn og senda það með skipi á markað í Evrópu? Það fer eftir því hver er til svars: Framkvæmdaaðilar eða eftirlitsstofnanir.

Heidelberg Materials hefur fengið úthlutað 55 þúsund fermetra lóð við höfnina í Þorlákshöfn. Þar hyggst fyrirtækið reisa stóra verksmiðju með 40-50 metra háum sílóum.
Heidelberg Materials hefur fengið úthlutað 55 þúsund fermetra lóð við höfnina í Þorlákshöfn. Þar hyggst fyrirtækið reisa stóra verksmiðju með 40-50 metra háum sílóum.
Auglýsing

Einn helsti drif­kraftur þessa verk­efnis er að afla efnis í sem­ent sem kemur í stað hins kolefn­is­freka sem­entsk­lin­kers.“

Til­gangur efn­is­tök­unnar í [Litla-]Sand­felli er að nýta meiri­hluta efn­is­ins sem stað­göngu­efni flug­ösku í sem­ents­fram­leiðslu.“

Verði ekki af námunni „munu sem­ents­fram­leið­endur þurfa að finna annað efni í stað flug­ösku“ og tak­ist ekki að finna það „þarf að nota sem­entsk­lin­ker með þeirri gríð­ar­miklu koldí­oxíð­losun sem því fylg­ir. Hnatt­ræn áhrif á lofts­lag gætu því reynst mjög nei­kvæð.

Móberg úr Litla-Sand­fell mun koma í stað sem­entsk­lin­kers og árlega minnka kolefn­islosun vegna steypu­fram­leiðslu um 663 millj­ónir kíló CO2 ígilda. Það er því mat fram­kvæmda­að­ila að heild­ar­á­hrif fram­kvæmd­ar­innar á lofts­lag séu veru­lega jákvæð.“

Þessu er öllu saman haldið fram í umhverf­is­mats­skýrslu Eden Mining, fyr­ir­tækis í eigu tveggja Íslend­inga, sem áformar að moka Litla-Sand­felli í Þrengslum upp á vöru­bíla og flytja það til verk­smiðju sem þýski sem­ents­ris­inn Heidel­berg Mater­i­als hyggst reisa í Þor­láks­höfn. Skýrslan, sem er nú til með­ferðar hjá sér­fræð­ingum Skipu­lags­stofn­un­ar, er unnin af verk­fræði­stof­unni Eflu.

Auglýsing

Stofn­anir sem gefið hafa umsögn sína við skýrsl­una setja spurn­ing­ar­merki við full­yrð­ingar sem í henni er að finna. Þær segja að fram­setn­ing á lofts­lags­á­vinn­ingi sé „rugl­ings­leg“ og „óm­ark­viss“ og að útreikn­ingur á kolefn­islosun sé „því marki brennd­ur“ að í raun muni fram­kvæmdin ekki draga úr losun heldur við­halda árangri sem þegar hafi náð­st, þ.e. að draga úr losun með notkun flug­ösku í stað klin­kers „en þó með nýjum umhverf­is­á­hrifum sem áður voru ekki fyrir hend­i,“ segir Umhverf­is­stofnun m.a. í umsögn sinni.

Stofn­unin spyr hvort ekki megi finna annan stað­gengil flug­ösku en íslenska móbergið enda sé vinnsla þess ekki í anda hringrás­ar­hag­kerf­is­ins. Bent er m.a. á efni sem mynd­ast við brennslu heim­il­issorps eða timb­urs sem í dag er urð­að.

­Sem­ent er fínmalað vökva­bindi­efni og einn af aðal­þáttum þess er sem­ents­gjall, svo­kall­aður klin­ker. Klin­ker­inn er búinn til með því að bræða saman kalk­stein og leir og í umhverf­is­mats­skýrslu Eden Mining segir að við fram­leiðslu á einu tonni af klin­ker losni 842 kíló af koltví­sýr­ingi. Til að minnka notkun á klin­ker, og þar með minnka los­un, hefur notkun íauka, einkum flug­ösku úr kola­verum, auk­ist mik­ið.

Á fundi í Þor­láks­höfn í síð­ustu viku, þar sem móbergs­vinnsla Heidel­berg Mater­i­als var kynnt, sagði Þor­steinn Víglunds­son, for­stjóri Horn­steins og tals­maður þýska sem­ents­risans, að með því að nota móberg sem íblönd­un­ar­efni í sem­ent megi spara um 20 pró­sent af kolefn­is­spori fram­leiðsl­unnar í dag, eða með­al­tali um 700-750 kíló CO2 á hvert tonn af sem­enti.

Eden Mining áætlar að ef leyfi fáist fyrir námu­vinnsl­unni verði hægt að vinna 800 þús­und til milljón tonn af móbergi á ári í þrjá­tíu ár. Að þeim tíma liðnum væri Litla-Sand­fell, sem mynd­að­ist undir jökli í lok síð­ustu ísald­ar, horfið af yfir­borði jarð­ar. Að minnsta kosti í sinni nátt­úru­legu mynd.

Bæði

En fáist þessi leyfi, hvort yrði íslenska móbergið stað­geng­ill fyrir flug­ösku eða sem­entsk­lin­ker?

„Það er gert ráð fyrir hvoru tveggja til lengri tíma lit­ið, það er að ann­ars vegar komi móbergið í stað þeirrar flug­ösku sem notuð er í dag en jafn­framt er gert ráð fyrir að móbergið komi að hluta í stað þess sem­ents­gjalls sem notað er í dag,“ segir Þor­steinn í svari við þess­ari fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Próf­anir sýni að hægt væri að auka nokkuð íblöndun móbergs á móti sem­entsk­lin­ker í sem­enti sam­an­borið við flug­ösk­una.

Þorsteinn Víglundsson.

Hann seg­ist hafa séð gagn­rýni ýmissa stofn­ana varð­andi þessa fram­setn­ingu „og hún hefur vakið nokkra undrun hjá okk­ur,“ segir Þor­steinn og segir ástæður þess eft­ir­far­andi:

„Í fyrsta lagi er alveg ljóst að fram­boð flug­ösku er nú þegar orðið af mjög skornum skammti vegna minnk­andi vægis kola í raf­orku­fram­leiðslu. Sú þróun er mjög jákvæð og gert er ráð fyrir að hún haldi áfram og að kola­orku­ver í Evr­ópu heyri sög­unni til innan ekki langs tíma.

Full­yrð­ingar ýmissa stofn­ana um gnótt fram­boð flug­ösku koma okkur mjög á óvart enda end­ur­speglar verð­þróun og sú stað­reynd að farið er að flytja flug­ösku mun lengri vega­lengdir en áður til að mæta þörf sem­ents­iðn­aðar í þeim efn­um.

Auk þess verður að hafa í huga að ekki er hægt að nota alla ösku sem fellur til í orku- eða málm­fram­leiðslu inn í sem­ent vegna efna­eig­in­leika og spilli­efna sem er að finna í hluta henn­ar. Það væri enda sér­kenni­legt að flestir sem­ents­fram­leið­endur í Evr­ópu væru að leggja höf­uð­á­herslu á þróun nýrra íauka í sem­ent í stað flug­ösku, með til­heyr­andi kostn­aði, ef nægt fram­boð væri af henni til langrar fram­tíð­ar.

Finn­ist ekki aðrir kostir mun kolefn­is­spor sem­ents­fram­leiðslu því aukast á nýjan leik þegar flug­ösku nýtur ekki lengur við.“

Í öðru lagi segir Þor­steinn það vera mat Heidel­berg að til lengri tíma upp­fylli flugaska ekki við­mið um sjálf­bæra lausn þar sem notkun hennar styðji við notkun kola til brennslu „sem seint verður talin sjálf­bær lausn“.

Kín­verjar eru risar í fram­leiðslu klin­kers

Kína er það land í heim­inum sem fram­leiðir lang­mest af sem­entsk­lin­ker eða um 2.000 millj­ónir tonna á ári. Eitt­hvað af honum er unnið innan Evr­ópu­sam­bands­ins og umtals­vert magn er svo unnið í Tyrk­landi.

Móbergsmyndanir í Litla-Sandfelli. Móberg er fágætt á heimsvísu en algengt á Íslandi. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Ef Litla-Sand­fell verður ekki mulið og flutt úr landi, með til­heyr­andi umhverf­is­á­hrifum hér, m.a. frá umferð flutn­inga­bíla, sliti á vegum og óneit­an­legri stór­breyttri ásýnd lands, „munu sem­ents­fram­leið­endur þurfa að finna annað efni til að koma í stað flug­ösk­unnar „þegar kola­verum Evr­ópu verður lokað á næstu árum og ára­tug­um, segir í umhverf­is­mats­skýrslu Eden Mining. Tak­ist það ekki þurfi að nota sem­entsk­lin­ker „með þeirri gríð­ar­miklu koldí­oxíð­losun sem því fylgir,“ segir enn­fremur í skýrsl­unni. Þar er því svo einnig haldið fram að auk þess þyrfti að ráð­ast í frek­ari námu­gröft í Evr­ópu til að ná í kalk­stein­inn sem þarf til að búa til klin­ker­inn „eða flytja inn sem­entsk­lin­ker frá löndum utan EES-­svæð­is­ins sem eru ekki með­limir í evr­ópska ETS við­skipta­kerf­inu með kolefn­isk­vóta, t.d. Tyrk­land­i“.

Því nú fer að líða að því að los­un­ar­heim­ildir sem sem­ents­fram­leið­endur hafa hingað til fengið ókeypis muni að kosta sitt. Með því að vinna íslenskt móberg, sem er nátt­úru­lega brennt eftir eld­gos undir jökli og þarf því ekki að brenna í verk­smiðju líkt og sem­entsk­lin­ker­inn, má spara fleira en koldí­oxíð.

Auglýsing

„Lofts­lags­á­vinn­ingur sem ætlað er að koma fram í öðru landi [get­ur] ekki talist rök­stuðn­ingur fyrir umtals­verðum umhverf­is­á­hrifum á Íslandi nema þá að fyrir liggi alþjóð­legir samn­ing­ar, bendir Umhverf­is­stofnun á í umsögn sinni um mats­skýrslu Eden Mining.

Sér­stök sjón­ar­mið

„Þetta eru nokkuð sér­stök sjón­ar­mið í bar­átt­unni gegn hlýnun jarðar sem hingað til hefur verið tal­inn hnatt­rænn vandi sem krefj­ist hnatt­rænna lausn­a,“ segir Þor­steinn, tals­maður Heidel­berg, við Kjarn­ann. „Þannig má nefna sem dæmi að orku­skipti okkar í sam­göngum eru veru­lega háð náma­vinnslu af ýmsu tagi sem þarf til fram­leiðslu á raf­hlöðum í bif­reið­ar, áli til að létta þær sömu bif­reiðar og auka drægni raf­bíla og svo mætti áfram telja.“

Þau umhverf­is­á­hrif verði til í öðrum löndum en minnkun los­unar komi fram íslenska lofts­lags­bók­hald­inu. „Það ætti því að liggja í augum uppi að vanda­málið verður ekki leyst ein­angrað í hverju landi fyrir sig heldur þvert á móti með auknu alþjóð­legu sam­starfi þar sem þjóðir leggja það af mörkum sem þær hafa tök á. Hvort heldur sem það fram­lag er til lækk­unar á eigin kolefn­is­spori eða kolefn­is­spori ann­arra landa.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent