Geimfar hefur aldrei komist nærri Plútó og í dag þegar New Horizons-könnunarfarið flaug nærri þessari ystu plánetu Sólkerfisins í dag. Það þótti einnig gleðiefni í morgun að stærstu iðnríki heims næðu samkomulagi við Íran um kjarnorkuáætlun þeirra.
Eldgos á Jövu í Indónesíu heldur hins vegar áfram að gera fólki lífið leitt á eyjunni en Raung-fjall hefur nú gosið síðan í júní. Í Jemen þarf fólk enn að grafa ástvini sína sem farist hafa í loftárásum Sádí-Araba og bandamanna þeirra.
Raun-fjall spúir ösku og hrauni upp í loftið á eyjunni Jövu í Indónesíu. Yfirvöld á Jövu hafa þegar þurft að loka fjórum flugvöllum vegna eldgossins sem staðið hefur síðan 24. júní. Nú hefur viðvörunarstigi verið lyft á næst hæsta stig. (Mynd: EPA)
Palestínumenn eyða tíma á Gaza-strönd í Ramadan-mánuði. Þá fasta múslimar á meðan sólin skín. Á kvöldin eru haldnar veislur fram á nótt, Guð lofaður og lesið úr Kóraninum í faðmi fjölskyldu og vina.
Íranir hafa komist að samkomulagi við stærslu iðnveldi heims að hægja á og minnka umfang kjarnorkuáætlunar sinnar gegn því að viðskiptaþvingunum verði létt af landinu. Hér sjást Federica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, og Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, kjósa um málið í Austurríki í morgun.
Jarðarför 24 fórnarlamba loftárása Sádí-Araba og bandamanna þeirra var gerð í Sana'a í Jemen í dag. Fólkið féll í árás sem gerð var í gær en samkvæmt fregnum jemenskra fjölmiðla létust að minnsta kosti 30 manns og 45 aðrir særðust.
Annette Tombaugh-Sitze, dóttir Clyde Tombaugh sem uppgvötaði Plútó fyrstur allra árið 1930, fagnaði í höfuðstöðvum leiðangurs New Horizons-könnunarfarsins fram hjá þessari ystu plánetu Sólkerfisins. Þetta er fyrsti geimleiðangur mannkyns til Plútó og Kuiper-beltisins yst í Sólkerfinu.