Fleiri Evrópuríki auka eftirlit á landamærum

calais_innflytjendur.jpg
Auglýsing

Bretar hyggj­ast ætla að koma í veg fyrir að ólög­legir inn­flytj­endur kom­ist yfir Erma­sund með því að setja upp sér­stakt örygg­is­svæði í frönsku borg­inni Calais þar sem flutn­inga­bílar geta stöðvað án þess að eiga hættu á að fólk fari um borð. Þetta til­kynnti Ther­esa May, inn­an­rík­is­ráð­herra Breta, í breska þing­inu í dag.

Flutn­inga­bílum frá meg­in­landi Evr­ópu á leið til Bret­lands er lang flestum ekið um borð í ferju í Calais og þaðan silgt til Dover í Bret­landi. Á meðan bíl­stjórar flutn­inga­bíl­anna bíða eftir að kom­ast um borð hafa ólög­legir inn­flytj­endur freistað þess að kom­ast í gáma eða í far­ang­urs­rými flutn­inga­bíl­anna.

Talið er að um 3.000 manns haldi sig í Calais og reyni dag­lega að kom­ast yfir Erma­sund með þessum hætti. Vand­inn hefur auk­ist und­an­farnar vikur á meðan verk­fall franskra ferju­starfs­manna stendur en það hefur tafið ferðir flutn­inga­bíl­anna enn frek­ar.

Auglýsing

Örygg­is­svæð­ið, sem fjár­magnað verður af breskum stjórn­völdum en undir eft­ir­liti franskra yfir­valda, mun geta annað 230 flutn­inga­bílum eða jafn mörgum og ann­ars myndu skapa fjög­urra kíló­metra langa röð á þjóð­veg­un­um. Von­ast er til þess að svæðið verði opnað fyrir 1. des­em­ber.

„Þetta mun auka öryggi flutn­inga­bíla og öku­manna þeirra; koma þeim af þjóð­veg­unum þar sem ólög­legir inn­flytj­endur reyna sífellt að kom­ast um borð,“ sagði May í breska þing­inu. Hún sagði einnig að yfir­völd hefðu komið í veg fyrir 8.000 til­raunir inn­flytj­enda til að kom­ast til Bret­lands síð­ustu þrjár vik­ur.

Straumur ólög­legra inn­flytj­enda hefur 60-fald­ast á þremur árumHUNGARY TEMPORARY BORDER CLOSURE Ung­verjar hófu í dag að reisa girð­ingu á landa­mærum sínum við Serbíu. Þannig á stöðva straum ólög­legra inn­flytj­enda.

 

Til að reyna að mæta sama vanda­máli og Bretar hafa Ung­verjar lokað landa­mærum sínum að Serbíu til að koma í veg fyrir straum inn­flytj­enda það­an. Í gær hófust Ung­verjar handa við að reisa ­fjög­urra metra háa girð­ingu á landa­mær­unum til að varna því að inn­flytj­endur kom­ist á milli land­anna.

Í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu frá inn­an­rík­is- og varn­ar­mála­ráðu­neyti Ung­verja­lands segir að dag­lega kom­ist að með­al­tali þús­und manns ólög­lega yfir landa­mær­in. „Ólög­legir inn­flytj­endur eru því orðnir að alvar­legu vanda­máli og það er mik­il­vægt að koma böndum á þetta.“

Fjöldi inn­flytj­enda í Ung­verja­landi á síð­asta ári var meiri en í nokkru öðru Evr­ópu­landi, fyrir utan Svþjóð, eða 43.000 manns. Árið 2012 var fjöldi inn­flytj­enda aðeins 2.000 manns. 95 pró­sent þeirra sem komu í fyrra komu yfir landa­mærin frá Serbíu.

Landa­mæri Ung­verja­lands og Serbíu eru um 175 kíló­metra löng en girð­ing verður fyrst reist á þeim stöðum þar sem auð­veld­ast er að kom­ast yfir. Á vef breska dag­blaðs­ins The Guar­dian er greint frá því að þegar hafi um 80.000 inn­flytj­endur og flótta­fólk kom­ist yfir landa­mærin á þessu ári, um 80 pró­sent þeirra frá Sýr­landi, Írak og Afganist­an.

Ung­verja­land er aðili Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) og þar af leið­andi hluti af Schen­gen-sátt­mál­anum um ytri landa­mæri Evr­ópu. Þannig er vega­bréfa­eft­ir­lit fellt niður á landa­mærum aðild­ar­ríkja að Schen­gen-­svæð­inu. Ísland er til dæmis aðili að því.

Landa­mærin við Serbíu eru dæmi um ytri landa­mæri Evr­ópu, þar sem Serbía er hvorki hluti af Evr­ópu­sam­band­inu eða Schengen. Kom­ist fólk yfir landa­mærin þar getur það ferð­ast um nær öll ríki Evr­ópu án þess að fram­vísa skil­ríkj­um.

Evr­ópu­ríki hefja landamæra­eft­ir­lit á nýFundur utanríkisráðherra Danmerkur og Þýskalands Krist­ian Jen­sen, utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur, hitti Frank-Walter Stein­meier, kollega sinn í Þýska­landi, og kynnti honum áform um aukið landamæra­eft­ir­lit. (Mynd: Utan­rík­is­ráðu­neyti Þýska­lands)

Danir hyggj­ast setja upp eins­konar landamæra­eft­ir­lit á landa­mærum sínum við Þýska­land. Kjarn­inn greindi frá því á dög­unum að Krist­ian Jen­sen, utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur, hafi kynnt þýskum kollega sínum á fundi þeirra Berlín að landamæra­eft­ir­lit verði end­ur­vak­ið.

Landamæra­eft­ir­litið mun að sögn utan­rík­is­ráðu­neytis Dan­merkur miða að því að hamla för ólög­legra inn­flytj­enda og smygl­ara. Því verði ekki sett upp landamæra­hlið heldur sér­stakar eft­ir­lits­stöðvar reistar í nágrenni landamær­anna.

Dan­mörk er, rétt eins og Þýska­land, aðili að ESB og þar af leið­andi Schen­gen-sátt­mál­anum um ytri landa­mæri Evr­ópu. Danir segj­ast ætla að fram­kvæma eft­ir­litið innan þeirra reglna sem sátt­mál­inn kveður á um.

Bretar og Írar ákváðu að taka ekki þátt í sam­starf­inu um ytri landa­mæri Evr­ópu þegar það var gert að hluta Evr­ópu­lög­gjaf­ar­innar í Am­ster­d­amsátt­mála ESB árið 1999.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None