Fleiri Evrópuríki auka eftirlit á landamærum

calais_innflytjendur.jpg
Auglýsing

Bretar hyggjast ætla að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur komist yfir Ermasund með því að setja upp sérstakt öryggissvæði í frönsku borginni Calais þar sem flutningabílar geta stöðvað án þess að eiga hættu á að fólk fari um borð. Þetta tilkynnti Theresa May, innanríkisráðherra Breta, í breska þinginu í dag.

Flutningabílum frá meginlandi Evrópu á leið til Bretlands er lang flestum ekið um borð í ferju í Calais og þaðan silgt til Dover í Bretlandi. Á meðan bílstjórar flutningabílanna bíða eftir að komast um borð hafa ólöglegir innflytjendur freistað þess að komast í gáma eða í farangursrými flutningabílanna.

Talið er að um 3.000 manns haldi sig í Calais og reyni daglega að komast yfir Ermasund með þessum hætti. Vandinn hefur aukist undanfarnar vikur á meðan verkfall franskra ferjustarfsmanna stendur en það hefur tafið ferðir flutningabílanna enn frekar.

Auglýsing

Öryggissvæðið, sem fjármagnað verður af breskum stjórnvöldum en undir eftirliti franskra yfirvalda, mun geta annað 230 flutningabílum eða jafn mörgum og annars myndu skapa fjögurra kílómetra langa röð á þjóðvegunum. Vonast er til þess að svæðið verði opnað fyrir 1. desember.

„Þetta mun auka öryggi flutningabíla og ökumanna þeirra; koma þeim af þjóðvegunum þar sem ólöglegir innflytjendur reyna sífellt að komast um borð,“ sagði May í breska þinginu. Hún sagði einnig að yfirvöld hefðu komið í veg fyrir 8.000 tilraunir innflytjenda til að komast til Bretlands síðustu þrjár vikur.

Straumur ólöglegra innflytjenda hefur 60-faldast á þremur árum


HUNGARY TEMPORARY BORDER CLOSURE Ungverjar hófu í dag að reisa girðingu á landamærum sínum við Serbíu. Þannig á stöðva straum ólöglegra innflytjenda.

 

Til að reyna að mæta sama vandamáli og Bretar hafa Ungverjar lokað landamærum sínum að Serbíu til að koma í veg fyrir straum innflytjenda þaðan. Í gær hófust Ungverjar handa við að reisa fjögurra metra háa girðingu á landamærunum til að varna því að innflytjendur komist á milli landanna.

Í sameiginlegri yfirlýsingu frá innanríkis- og varnarmálaráðuneyti Ungverjalands segir að daglega komist að meðaltali þúsund manns ólöglega yfir landamærin. „Ólöglegir innflytjendur eru því orðnir að alvarlegu vandamáli og það er mikilvægt að koma böndum á þetta.“

Fjöldi innflytjenda í Ungverjalandi á síðasta ári var meiri en í nokkru öðru Evrópulandi, fyrir utan Svþjóð, eða 43.000 manns. Árið 2012 var fjöldi innflytjenda aðeins 2.000 manns. 95 prósent þeirra sem komu í fyrra komu yfir landamærin frá Serbíu.

Landamæri Ungverjalands og Serbíu eru um 175 kílómetra löng en girðing verður fyrst reist á þeim stöðum þar sem auðveldast er að komast yfir. Á vef breska dagblaðsins The Guardian er greint frá því að þegar hafi um 80.000 innflytjendur og flóttafólk komist yfir landamærin á þessu ári, um 80 prósent þeirra frá Sýrlandi, Írak og Afganistan.

Ungverjaland er aðili Evrópusambandinu (ESB) og þar af leiðandi hluti af Schengen-sáttmálanum um ytri landamæri Evrópu. Þannig er vegabréfaeftirlit fellt niður á landamærum aðildarríkja að Schengen-svæðinu. Ísland er til dæmis aðili að því.

Landamærin við Serbíu eru dæmi um ytri landamæri Evrópu, þar sem Serbía er hvorki hluti af Evrópusambandinu eða Schengen. Komist fólk yfir landamærin þar getur það ferðast um nær öll ríki Evrópu án þess að framvísa skilríkjum.

Evrópuríki hefja landamæraeftirlit á ný


Fundur utanríkisráðherra Danmerkur og Þýskalands Kristian Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, hitti Frank-Walter Steinmeier, kollega sinn í Þýskalandi, og kynnti honum áform um aukið landamæraeftirlit. (Mynd: Utanríkisráðuneyti Þýskalands)

Danir hyggjast setja upp einskonar landamæraeftirlit á landamærum sínum við Þýskaland. Kjarninn greindi frá því á dögunum að Kristian Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, hafi kynnt þýskum kollega sínum á fundi þeirra Berlín að landamæraeftirlit verði endurvakið.

Landamæraeftirlitið mun að sögn utanríkisráðuneytis Danmerkur miða að því að hamla för ólöglegra innflytjenda og smyglara. Því verði ekki sett upp landamærahlið heldur sérstakar eftirlitsstöðvar reistar í nágrenni landamæranna.

Danmörk er, rétt eins og Þýskaland, aðili að ESB og þar af leiðandi Schengen-sáttmálanum um ytri landamæri Evrópu. Danir segjast ætla að framkvæma eftirlitið innan þeirra reglna sem sáttmálinn kveður á um.

Bretar og Írar ákváðu að taka ekki þátt í samstarfinu um ytri landamæri Evrópu þegar það var gert að hluta Evrópulöggjafarinnar í Amsterdamsáttmála ESB árið 1999.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None