Fleiri Evrópuríki auka eftirlit á landamærum

calais_innflytjendur.jpg
Auglýsing

Bretar hyggj­ast ætla að koma í veg fyrir að ólög­legir inn­flytj­endur kom­ist yfir Erma­sund með því að setja upp sér­stakt örygg­is­svæði í frönsku borg­inni Calais þar sem flutn­inga­bílar geta stöðvað án þess að eiga hættu á að fólk fari um borð. Þetta til­kynnti Ther­esa May, inn­an­rík­is­ráð­herra Breta, í breska þing­inu í dag.

Flutn­inga­bílum frá meg­in­landi Evr­ópu á leið til Bret­lands er lang flestum ekið um borð í ferju í Calais og þaðan silgt til Dover í Bret­landi. Á meðan bíl­stjórar flutn­inga­bíl­anna bíða eftir að kom­ast um borð hafa ólög­legir inn­flytj­endur freistað þess að kom­ast í gáma eða í far­ang­urs­rými flutn­inga­bíl­anna.

Talið er að um 3.000 manns haldi sig í Calais og reyni dag­lega að kom­ast yfir Erma­sund með þessum hætti. Vand­inn hefur auk­ist und­an­farnar vikur á meðan verk­fall franskra ferju­starfs­manna stendur en það hefur tafið ferðir flutn­inga­bíl­anna enn frek­ar.

Auglýsing

Örygg­is­svæð­ið, sem fjár­magnað verður af breskum stjórn­völdum en undir eft­ir­liti franskra yfir­valda, mun geta annað 230 flutn­inga­bílum eða jafn mörgum og ann­ars myndu skapa fjög­urra kíló­metra langa röð á þjóð­veg­un­um. Von­ast er til þess að svæðið verði opnað fyrir 1. des­em­ber.

„Þetta mun auka öryggi flutn­inga­bíla og öku­manna þeirra; koma þeim af þjóð­veg­unum þar sem ólög­legir inn­flytj­endur reyna sífellt að kom­ast um borð,“ sagði May í breska þing­inu. Hún sagði einnig að yfir­völd hefðu komið í veg fyrir 8.000 til­raunir inn­flytj­enda til að kom­ast til Bret­lands síð­ustu þrjár vik­ur.

Straumur ólög­legra inn­flytj­enda hefur 60-fald­ast á þremur árumHUNGARY TEMPORARY BORDER CLOSURE Ung­verjar hófu í dag að reisa girð­ingu á landa­mærum sínum við Serbíu. Þannig á stöðva straum ólög­legra inn­flytj­enda.

 

Til að reyna að mæta sama vanda­máli og Bretar hafa Ung­verjar lokað landa­mærum sínum að Serbíu til að koma í veg fyrir straum inn­flytj­enda það­an. Í gær hófust Ung­verjar handa við að reisa ­fjög­urra metra háa girð­ingu á landa­mær­unum til að varna því að inn­flytj­endur kom­ist á milli land­anna.

Í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu frá inn­an­rík­is- og varn­ar­mála­ráðu­neyti Ung­verja­lands segir að dag­lega kom­ist að með­al­tali þús­und manns ólög­lega yfir landa­mær­in. „Ólög­legir inn­flytj­endur eru því orðnir að alvar­legu vanda­máli og það er mik­il­vægt að koma böndum á þetta.“

Fjöldi inn­flytj­enda í Ung­verja­landi á síð­asta ári var meiri en í nokkru öðru Evr­ópu­landi, fyrir utan Svþjóð, eða 43.000 manns. Árið 2012 var fjöldi inn­flytj­enda aðeins 2.000 manns. 95 pró­sent þeirra sem komu í fyrra komu yfir landa­mærin frá Serbíu.

Landa­mæri Ung­verja­lands og Serbíu eru um 175 kíló­metra löng en girð­ing verður fyrst reist á þeim stöðum þar sem auð­veld­ast er að kom­ast yfir. Á vef breska dag­blaðs­ins The Guar­dian er greint frá því að þegar hafi um 80.000 inn­flytj­endur og flótta­fólk kom­ist yfir landa­mærin á þessu ári, um 80 pró­sent þeirra frá Sýr­landi, Írak og Afganist­an.

Ung­verja­land er aðili Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) og þar af leið­andi hluti af Schen­gen-sátt­mál­anum um ytri landa­mæri Evr­ópu. Þannig er vega­bréfa­eft­ir­lit fellt niður á landa­mærum aðild­ar­ríkja að Schen­gen-­svæð­inu. Ísland er til dæmis aðili að því.

Landa­mærin við Serbíu eru dæmi um ytri landa­mæri Evr­ópu, þar sem Serbía er hvorki hluti af Evr­ópu­sam­band­inu eða Schengen. Kom­ist fólk yfir landa­mærin þar getur það ferð­ast um nær öll ríki Evr­ópu án þess að fram­vísa skil­ríkj­um.

Evr­ópu­ríki hefja landamæra­eft­ir­lit á nýFundur utanríkisráðherra Danmerkur og Þýskalands Krist­ian Jen­sen, utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur, hitti Frank-Walter Stein­meier, kollega sinn í Þýska­landi, og kynnti honum áform um aukið landamæra­eft­ir­lit. (Mynd: Utan­rík­is­ráðu­neyti Þýska­lands)

Danir hyggj­ast setja upp eins­konar landamæra­eft­ir­lit á landa­mærum sínum við Þýska­land. Kjarn­inn greindi frá því á dög­unum að Krist­ian Jen­sen, utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur, hafi kynnt þýskum kollega sínum á fundi þeirra Berlín að landamæra­eft­ir­lit verði end­ur­vak­ið.

Landamæra­eft­ir­litið mun að sögn utan­rík­is­ráðu­neytis Dan­merkur miða að því að hamla för ólög­legra inn­flytj­enda og smygl­ara. Því verði ekki sett upp landamæra­hlið heldur sér­stakar eft­ir­lits­stöðvar reistar í nágrenni landamær­anna.

Dan­mörk er, rétt eins og Þýska­land, aðili að ESB og þar af leið­andi Schen­gen-sátt­mál­anum um ytri landa­mæri Evr­ópu. Danir segj­ast ætla að fram­kvæma eft­ir­litið innan þeirra reglna sem sátt­mál­inn kveður á um.

Bretar og Írar ákváðu að taka ekki þátt í sam­starf­inu um ytri landa­mæri Evr­ópu þegar það var gert að hluta Evr­ópu­lög­gjaf­ar­innar í Am­ster­d­amsátt­mála ESB árið 1999.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None