Fleiri Evrópuríki auka eftirlit á landamærum

calais_innflytjendur.jpg
Auglýsing

Bretar hyggj­ast ætla að koma í veg fyrir að ólög­legir inn­flytj­endur kom­ist yfir Erma­sund með því að setja upp sér­stakt örygg­is­svæði í frönsku borg­inni Calais þar sem flutn­inga­bílar geta stöðvað án þess að eiga hættu á að fólk fari um borð. Þetta til­kynnti Ther­esa May, inn­an­rík­is­ráð­herra Breta, í breska þing­inu í dag.

Flutn­inga­bílum frá meg­in­landi Evr­ópu á leið til Bret­lands er lang flestum ekið um borð í ferju í Calais og þaðan silgt til Dover í Bret­landi. Á meðan bíl­stjórar flutn­inga­bíl­anna bíða eftir að kom­ast um borð hafa ólög­legir inn­flytj­endur freistað þess að kom­ast í gáma eða í far­ang­urs­rými flutn­inga­bíl­anna.

Talið er að um 3.000 manns haldi sig í Calais og reyni dag­lega að kom­ast yfir Erma­sund með þessum hætti. Vand­inn hefur auk­ist und­an­farnar vikur á meðan verk­fall franskra ferju­starfs­manna stendur en það hefur tafið ferðir flutn­inga­bíl­anna enn frek­ar.

Auglýsing

Örygg­is­svæð­ið, sem fjár­magnað verður af breskum stjórn­völdum en undir eft­ir­liti franskra yfir­valda, mun geta annað 230 flutn­inga­bílum eða jafn mörgum og ann­ars myndu skapa fjög­urra kíló­metra langa röð á þjóð­veg­un­um. Von­ast er til þess að svæðið verði opnað fyrir 1. des­em­ber.

„Þetta mun auka öryggi flutn­inga­bíla og öku­manna þeirra; koma þeim af þjóð­veg­unum þar sem ólög­legir inn­flytj­endur reyna sífellt að kom­ast um borð,“ sagði May í breska þing­inu. Hún sagði einnig að yfir­völd hefðu komið í veg fyrir 8.000 til­raunir inn­flytj­enda til að kom­ast til Bret­lands síð­ustu þrjár vik­ur.

Straumur ólög­legra inn­flytj­enda hefur 60-fald­ast á þremur árumHUNGARY TEMPORARY BORDER CLOSURE Ung­verjar hófu í dag að reisa girð­ingu á landa­mærum sínum við Serbíu. Þannig á stöðva straum ólög­legra inn­flytj­enda.

 

Til að reyna að mæta sama vanda­máli og Bretar hafa Ung­verjar lokað landa­mærum sínum að Serbíu til að koma í veg fyrir straum inn­flytj­enda það­an. Í gær hófust Ung­verjar handa við að reisa ­fjög­urra metra háa girð­ingu á landa­mær­unum til að varna því að inn­flytj­endur kom­ist á milli land­anna.

Í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu frá inn­an­rík­is- og varn­ar­mála­ráðu­neyti Ung­verja­lands segir að dag­lega kom­ist að með­al­tali þús­und manns ólög­lega yfir landa­mær­in. „Ólög­legir inn­flytj­endur eru því orðnir að alvar­legu vanda­máli og það er mik­il­vægt að koma böndum á þetta.“

Fjöldi inn­flytj­enda í Ung­verja­landi á síð­asta ári var meiri en í nokkru öðru Evr­ópu­landi, fyrir utan Svþjóð, eða 43.000 manns. Árið 2012 var fjöldi inn­flytj­enda aðeins 2.000 manns. 95 pró­sent þeirra sem komu í fyrra komu yfir landa­mærin frá Serbíu.

Landa­mæri Ung­verja­lands og Serbíu eru um 175 kíló­metra löng en girð­ing verður fyrst reist á þeim stöðum þar sem auð­veld­ast er að kom­ast yfir. Á vef breska dag­blaðs­ins The Guar­dian er greint frá því að þegar hafi um 80.000 inn­flytj­endur og flótta­fólk kom­ist yfir landa­mærin á þessu ári, um 80 pró­sent þeirra frá Sýr­landi, Írak og Afganist­an.

Ung­verja­land er aðili Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) og þar af leið­andi hluti af Schen­gen-sátt­mál­anum um ytri landa­mæri Evr­ópu. Þannig er vega­bréfa­eft­ir­lit fellt niður á landa­mærum aðild­ar­ríkja að Schen­gen-­svæð­inu. Ísland er til dæmis aðili að því.

Landa­mærin við Serbíu eru dæmi um ytri landa­mæri Evr­ópu, þar sem Serbía er hvorki hluti af Evr­ópu­sam­band­inu eða Schengen. Kom­ist fólk yfir landa­mærin þar getur það ferð­ast um nær öll ríki Evr­ópu án þess að fram­vísa skil­ríkj­um.

Evr­ópu­ríki hefja landamæra­eft­ir­lit á nýFundur utanríkisráðherra Danmerkur og Þýskalands Krist­ian Jen­sen, utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur, hitti Frank-Walter Stein­meier, kollega sinn í Þýska­landi, og kynnti honum áform um aukið landamæra­eft­ir­lit. (Mynd: Utan­rík­is­ráðu­neyti Þýska­lands)

Danir hyggj­ast setja upp eins­konar landamæra­eft­ir­lit á landa­mærum sínum við Þýska­land. Kjarn­inn greindi frá því á dög­unum að Krist­ian Jen­sen, utan­rík­is­ráð­herra Dan­merk­ur, hafi kynnt þýskum kollega sínum á fundi þeirra Berlín að landamæra­eft­ir­lit verði end­ur­vak­ið.

Landamæra­eft­ir­litið mun að sögn utan­rík­is­ráðu­neytis Dan­merkur miða að því að hamla för ólög­legra inn­flytj­enda og smygl­ara. Því verði ekki sett upp landamæra­hlið heldur sér­stakar eft­ir­lits­stöðvar reistar í nágrenni landamær­anna.

Dan­mörk er, rétt eins og Þýska­land, aðili að ESB og þar af leið­andi Schen­gen-sátt­mál­anum um ytri landa­mæri Evr­ópu. Danir segj­ast ætla að fram­kvæma eft­ir­litið innan þeirra reglna sem sátt­mál­inn kveður á um.

Bretar og Írar ákváðu að taka ekki þátt í sam­starf­inu um ytri landa­mæri Evr­ópu þegar það var gert að hluta Evr­ópu­lög­gjaf­ar­innar í Am­ster­d­amsátt­mála ESB árið 1999.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
Kjarninn 28. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög
Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.
Kjarninn 28. október 2020
Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.
Kjarninn 28. október 2020
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None