Obama fagnar kjarnorkusamkomulagi en repúblikanar og Ísraelar mótmæla

h_51882662-1.jpg
Auglýsing

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti fagnar sam­komu­lagi um kjarn­orku­á­ætlun Írans, sem til­kynnt var um í morg­un­. Hann segir að það væri óábyrgð að sam­þykkja ekki sam­komu­lag­ið, þótt hann myndi fagna hraust­legum umræðum í þing­inu. Hann sagði að með sam­komu­lag­inu væri búið að koma í veg fyrir dreif­ingu vopna á svæð­inu og sam­komu­lagið stæð­ist allar kröfur sem Banda­ríkin hefðu gert. Nú væri búið að loka fyrir allar leiðir Írana til að búa til kjarn­orku­vopn.

 

Hann minnti þing­menn á að sam­komu­lag af þessu tagi gerðu menn ekki við vina­þjóð­ir. Ekki væri hægt að stroka út sög­una, en það væri hægt að gera breyt­ing­ar. „Þessi samn­ingur býður okkur tæki­færi til að fara í nýja átt, við ættum að grípa þetta tæki­færi,“ sagði hann að lok­um.

Auglýsing

John Kerry utan­rík­is­ráð­herra hefur tekið í sama streng. Hann segir að skref hafi verið stigið í átt frá átökum og mögu­leik­anum á fjölgun kjarn­orku­vopna. Hann segir þó jafn­framt að ef Íran stendur ekki við sam­komu­lagið verð­i refsi­að­gerðir Banda­ríkj­anna, Evr­ópu­sam­bands­ins og Sam­ein­uðu þjóð­anna inn­leiddar strax aft­ur.

Repúblikanar í Banda­ríkj­unum hafa hins vegar verið dug­legir við að gagn­rýna sam­komu­lagið í dag, og sýna þar með fram á að Obama mun eiga í erf­ið­leikum með að koma sam­komu­lag­inu í gegnum þing­ið, þar sem Repúblikanar eru í meiri­hluta. Mike Hucka­bee, sem er einn þeirra er vilja verða for­seta­fram­bjóð­andi Repúblikana­flokks­ins, segir stjórn­völd í Banda­ríkj­unum eiga að skamm­ast sín fyrir að sam­þykkja samn­ing sem muni styrkja ill stjórn­völd í Íran í því að „stroka Ísr­ael út af kort­in­u“. Sem for­seti myndi hann standa með Ísr­ael og skoða alla kosti í boði til að koma hryðju­verka­stjórn­völdum í Íran frá völd­um, þar með talið hern­að­ar­í­hlut­un.

Benja­min Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, hélt blaða­manna­fund um sam­komu­lagið fyrir skömmu. Þar kom fram að Ísr­ael væri óbundið af sam­komu­lag­inu sem var gert í morg­un. Heim­ur­inn sé hættu­legri staður eftir sam­komu­lag­ið, og Ísra­els­menn hafi fullan rétt til að verja sig fyrir Íran. „Íran heldur áfram að sækj­ast eftir eyð­ingu okk­ar,“ sagði hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None