Obama fagnar kjarnorkusamkomulagi en repúblikanar og Ísraelar mótmæla

h_51882662-1.jpg
Auglýsing

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti fagnar sam­komu­lagi um kjarn­orku­á­ætlun Írans, sem til­kynnt var um í morg­un­. Hann segir að það væri óábyrgð að sam­þykkja ekki sam­komu­lag­ið, þótt hann myndi fagna hraust­legum umræðum í þing­inu. Hann sagði að með sam­komu­lag­inu væri búið að koma í veg fyrir dreif­ingu vopna á svæð­inu og sam­komu­lagið stæð­ist allar kröfur sem Banda­ríkin hefðu gert. Nú væri búið að loka fyrir allar leiðir Írana til að búa til kjarn­orku­vopn.

 

Hann minnti þing­menn á að sam­komu­lag af þessu tagi gerðu menn ekki við vina­þjóð­ir. Ekki væri hægt að stroka út sög­una, en það væri hægt að gera breyt­ing­ar. „Þessi samn­ingur býður okkur tæki­færi til að fara í nýja átt, við ættum að grípa þetta tæki­færi,“ sagði hann að lok­um.

Auglýsing

John Kerry utan­rík­is­ráð­herra hefur tekið í sama streng. Hann segir að skref hafi verið stigið í átt frá átökum og mögu­leik­anum á fjölgun kjarn­orku­vopna. Hann segir þó jafn­framt að ef Íran stendur ekki við sam­komu­lagið verð­i refsi­að­gerðir Banda­ríkj­anna, Evr­ópu­sam­bands­ins og Sam­ein­uðu þjóð­anna inn­leiddar strax aft­ur.

Repúblikanar í Banda­ríkj­unum hafa hins vegar verið dug­legir við að gagn­rýna sam­komu­lagið í dag, og sýna þar með fram á að Obama mun eiga í erf­ið­leikum með að koma sam­komu­lag­inu í gegnum þing­ið, þar sem Repúblikanar eru í meiri­hluta. Mike Hucka­bee, sem er einn þeirra er vilja verða for­seta­fram­bjóð­andi Repúblikana­flokks­ins, segir stjórn­völd í Banda­ríkj­unum eiga að skamm­ast sín fyrir að sam­þykkja samn­ing sem muni styrkja ill stjórn­völd í Íran í því að „stroka Ísr­ael út af kort­in­u“. Sem for­seti myndi hann standa með Ísr­ael og skoða alla kosti í boði til að koma hryðju­verka­stjórn­völdum í Íran frá völd­um, þar með talið hern­að­ar­í­hlut­un.

Benja­min Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, hélt blaða­manna­fund um sam­komu­lagið fyrir skömmu. Þar kom fram að Ísr­ael væri óbundið af sam­komu­lag­inu sem var gert í morg­un. Heim­ur­inn sé hættu­legri staður eftir sam­komu­lag­ið, og Ísra­els­menn hafi fullan rétt til að verja sig fyrir Íran. „Íran heldur áfram að sækj­ast eftir eyð­ingu okk­ar,“ sagði hann.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None