Obama fagnar kjarnorkusamkomulagi en repúblikanar og Ísraelar mótmæla

h_51882662-1.jpg
Auglýsing

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti fagnar sam­komu­lagi um kjarn­orku­á­ætlun Írans, sem til­kynnt var um í morg­un­. Hann segir að það væri óábyrgð að sam­þykkja ekki sam­komu­lag­ið, þótt hann myndi fagna hraust­legum umræðum í þing­inu. Hann sagði að með sam­komu­lag­inu væri búið að koma í veg fyrir dreif­ingu vopna á svæð­inu og sam­komu­lagið stæð­ist allar kröfur sem Banda­ríkin hefðu gert. Nú væri búið að loka fyrir allar leiðir Írana til að búa til kjarn­orku­vopn.

 

Hann minnti þing­menn á að sam­komu­lag af þessu tagi gerðu menn ekki við vina­þjóð­ir. Ekki væri hægt að stroka út sög­una, en það væri hægt að gera breyt­ing­ar. „Þessi samn­ingur býður okkur tæki­færi til að fara í nýja átt, við ættum að grípa þetta tæki­færi,“ sagði hann að lok­um.

Auglýsing

John Kerry utan­rík­is­ráð­herra hefur tekið í sama streng. Hann segir að skref hafi verið stigið í átt frá átökum og mögu­leik­anum á fjölgun kjarn­orku­vopna. Hann segir þó jafn­framt að ef Íran stendur ekki við sam­komu­lagið verð­i refsi­að­gerðir Banda­ríkj­anna, Evr­ópu­sam­bands­ins og Sam­ein­uðu þjóð­anna inn­leiddar strax aft­ur.

Repúblikanar í Banda­ríkj­unum hafa hins vegar verið dug­legir við að gagn­rýna sam­komu­lagið í dag, og sýna þar með fram á að Obama mun eiga í erf­ið­leikum með að koma sam­komu­lag­inu í gegnum þing­ið, þar sem Repúblikanar eru í meiri­hluta. Mike Hucka­bee, sem er einn þeirra er vilja verða for­seta­fram­bjóð­andi Repúblikana­flokks­ins, segir stjórn­völd í Banda­ríkj­unum eiga að skamm­ast sín fyrir að sam­þykkja samn­ing sem muni styrkja ill stjórn­völd í Íran í því að „stroka Ísr­ael út af kort­in­u“. Sem for­seti myndi hann standa með Ísr­ael og skoða alla kosti í boði til að koma hryðju­verka­stjórn­völdum í Íran frá völd­um, þar með talið hern­að­ar­í­hlut­un.

Benja­min Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, hélt blaða­manna­fund um sam­komu­lagið fyrir skömmu. Þar kom fram að Ísr­ael væri óbundið af sam­komu­lag­inu sem var gert í morg­un. Heim­ur­inn sé hættu­legri staður eftir sam­komu­lag­ið, og Ísra­els­menn hafi fullan rétt til að verja sig fyrir Íran. „Íran heldur áfram að sækj­ast eftir eyð­ingu okk­ar,“ sagði hann.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None