Íbúar stjálbýlla svæða í Kenía munu þurfa á neyðaraðstoð að halda á næstu sex mánuðum ef sama munstur í veðurfari þar heldur áfram. Íbúar landsins segjast ekki hafa séð regndropa í fjóra mánuði. Alþjóðlegur dagur vatnsins var haldinn á sunnudaginn til að minna á vandann sem steðjar að íbúum þurra svæða í heiminum.
Hér að neðan má sjá valdar myndir frá fréttnæmum atburðum af erlendum vettvangi undanfarna daga.
Soyuz-geimfar Rússa var reist á skotpalli í Kasakstan í morgun. Flaugin mun rísa frá jörðu, ef allt gengur að óskum, 28. mars með þrjá geimfara innanborðs. Það eru Scott Kelly frá NASA, Mikhail Kornienko og Gennady Padalka frá rússnesku geimferðastofnuninni. Þeir ferðast til Alþjóðageimstöðvarinnar og skilja Kelly og Kornienko eftir til að búa í geimstöðinni þar til í mars 2016.
Virkni eldfjallsins Villarrica í Chile hefur ekki verið meiri síðan það fór að bæra á sér í byrjun síðasta mánaðar. Þar hófst svo eldgos 3. mars. Flytja þurfti hátt í 4.000 manns í nálægum byggðum á brott af öryggisástæðum. (Mynd: EPA)
Ungur drengur sækir vatn í litla laug í annars þurrum árfarvegi í suðaustur Kenía á sunnudaginn þegar alþjóðlegur dagur vatnsins var haldinn. Íbúar þurra svæða í Kenía og víðar hafa þurft að eiga við verulega lélega regntíð undanfarið ár. Stjórnvöld í Kenía segja að 1,6 milljónir manna sjái fram á alvarlegan fæðuskort að þar þurfi neyðaraðstoð innan sex mánaða. Íbúar Matinyani-héraðs í Kenía segjast ekki hafa séð regndropa í fjóara mánuði. Þúsundir Keníubúa þurfa aukinn heldur að ganga tugi kílómetra til að komast í drykkjarhæft vatn. (Mynd: EPA)
Áströlsk þyrla lendir á herskipi eftir hjálparleiðangur til Vanuatu þar sem fellibylurinn Pam fór yfir á dögunum og skyldi mörg þorp eyjanna í rúst. Ástralir veittu eyjaskeggjum strax aðstoð um miðjan þennan mánuð og sigldu herskipinu HMAS Tobruk til eyjanna hlöðnu af nauðsynjavörum.
Drengurinn Samuel stendur hér með föður sínum Phillip í rústum heimilis þeirra í Port Villa, höfuðborg Vanuatu, eftir að fellibylurinn Pam gekk yfir eyjarnar. Veðrið hvarf af veðursjám 22. mars en hafði þá lagt fjölmörg þorp í rúst á eyjum í sunnanverðu Kyrrahafi. Hamfarirnar eru taldar vera þær verstu í sögu Vanuatu.