Geimferðir, vatnsskortur og hamfarir - myndir

vatn_kenia.jpg
Auglýsing

Íbúar stjál­býlla svæða í Kenía munu þurfa á neyð­ar­að­stoð að halda á næstu sex mán­uðum ef sama munstur í veð­ur­fari þar heldur áfram. Íbúar lands­ins segj­ast ekki hafa séð regn­dropa í fjóra mán­uði. Alþjóð­legur dagur vatns­ins var hald­inn á sunnu­dag­inn til að minna á vand­ann sem steðjar að íbúum þurra svæða í heim­in­um.

Hér að neðan má sjá valdar myndir frá frétt­næmum atburðum af erlendum vett­vangi und­an­farna daga.

epaselect KAZAKHSTAN SPACE MISSION Soyuz-­geim­far Rússa var reist á skot­palli í Kasakstan í morg­un. Flaugin mun rísa frá jörðu, ef allt gengur að óskum, 28. mars með þrjá geim­fara inn­an­borðs. Það eru Scott Kelly frá NASA, Mik­hail Korni­enko og Gennady Padalka frá rúss­nesku geim­ferða­stofn­un­inni. Þeir ferð­ast til Alþjóða­geim­stöðv­ar­innar og skilja Kelly og Korni­enko eftir til að búa í geim­stöð­inni þar til í mars 2016.

Auglýsing

epaselect CHILE VOLCANO Virkni eld­fjalls­ins Vill­arrica í Chile hefur ekki verið meiri síðan það fór að bæra á sér í byrjun síð­asta mán­að­ar. Þar hófst svo eld­gos 3. mars. Flytja þurfti hátt í 4.000 manns í nálægum byggðum á brott af örygg­is­á­stæð­um. (Mynd: EPA)

 

Kenya marks the World Water Day 2015 Ungur drengur sækir vatn í litla laug í ann­ars þurrum árfar­vegi í suð­austur Kenía á sunnu­dag­inn þegar alþjóð­legur dagur vatns­ins var hald­inn. Íbúar þurra svæða í Kenía og víðar hafa þurft að eiga við veru­lega lélega regn­tíð und­an­farið ár. Stjórn­völd í Kenía segja að 1,6 millj­ónir manna sjái fram á alvar­legan fæðu­skort að þar þurfi neyð­ar­að­stoð innan sex mán­aða. Íbúar Mat­inyan­i-hér­aðs í Kenía segj­ast ekki hafa séð regn­dropa í fjó­ara mán­uði. Þús­undir Ken­íu­búa þurfa auk­inn heldur að ganga tugi kíló­metra til að kom­ast í drykkj­ar­hæft vatn. (Mynd: EPA)

 

AT SEA VANUATU AUSTRALIA CYCLONE PAM AID Áströlsk þyrla lendir á her­skipi eftir hjálp­ar­leið­angur til Vanu­atu þar sem felli­byl­ur­inn Pam fór yfir á dög­unum og skyldi mörg þorp eyj­anna í rúst. Ástr­alir veittu eyja­skeggjum strax aðstoð um miðjan þennan mánuð og sigldu her­skip­inu HMAS Tobruk til eyj­anna hlöðnu af nauð­synja­vör­u­m.

 

VANUATU CYCLONE PAM AFTERMATH Dreng­ur­inn Samuel stendur hér með föður sínum Phillip í rústum heim­ilis þeirra í Port Villa, höf­uð­borg Vanu­atu, eftir að felli­byl­ur­inn Pam gekk yfir eyj­arn­ar. Veðrið hvarf af veð­ursjám 22. mars en hafði þá lagt fjöl­mörg þorp í rúst á eyjum í sunn­an­verðu Kyrra­hafi. Ham­far­irnar eru taldar vera þær verstu í sögu Vanu­at­u.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Allt að tólf mánaða bið eftir sálfræðiviðtali fyrir börn
Mik­ill munur er á biðtíma eftir tíma með sálfræðing eftir lands­hlut­um. Á Suðurlandi getur biðin eftir tíma verið allt að tíu mánuðir en hjá geðheilsuteymum höfuðborgarsvæðisins er ekki bið eftir sálfræðiþjónustu.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Hraðhleðslustöðvum fjölgar um 40 prósent
Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið. Ísland er í öðru sæti í heiminum hvað varðar hlutfall rafbíla og tengiltvinnbíla af fjölda nýskráðra bifreiða.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Róbert Wessman
Róbert Wessman stækkar hlut sinn í Sýn
Félög sem Róbert Wessman fer með yfirráð yfir eiga nú 7,64 prósent hlut í fjar­skipta- og fjöl­miðla­fé­laginu Sýn.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Miðflokkurinn birti þessa mynd á meðan að málþófið stóð yfir.
Málþóf Miðflokksins og annað annríki kostaði 40 milljónir
Málþóf í vor gerði það að verkum að yfirvinna starfsmanna Alþingis í tengslum við þingsalinn var tvöfalt meiri en vanalega. Álagið var álíka mikið hjá þeim sem starfa á nefndarsviði. Afleiðingin var óvæntur kostnaður upp á tugi milljóna.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None