Geimferðir, vatnsskortur og hamfarir - myndir

vatn_kenia.jpg
Auglýsing

Íbúar stjál­býlla svæða í Kenía munu þurfa á neyð­ar­að­stoð að halda á næstu sex mán­uðum ef sama munstur í veð­ur­fari þar heldur áfram. Íbúar lands­ins segj­ast ekki hafa séð regn­dropa í fjóra mán­uði. Alþjóð­legur dagur vatns­ins var hald­inn á sunnu­dag­inn til að minna á vand­ann sem steðjar að íbúum þurra svæða í heim­in­um.

Hér að neðan má sjá valdar myndir frá frétt­næmum atburðum af erlendum vett­vangi und­an­farna daga.

epaselect KAZAKHSTAN SPACE MISSION Soyuz-­geim­far Rússa var reist á skot­palli í Kasakstan í morg­un. Flaugin mun rísa frá jörðu, ef allt gengur að óskum, 28. mars með þrjá geim­fara inn­an­borðs. Það eru Scott Kelly frá NASA, Mik­hail Korni­enko og Gennady Padalka frá rúss­nesku geim­ferða­stofn­un­inni. Þeir ferð­ast til Alþjóða­geim­stöðv­ar­innar og skilja Kelly og Korni­enko eftir til að búa í geim­stöð­inni þar til í mars 2016.

Auglýsing

epaselect CHILE VOLCANO Virkni eld­fjalls­ins Vill­arrica í Chile hefur ekki verið meiri síðan það fór að bæra á sér í byrjun síð­asta mán­að­ar. Þar hófst svo eld­gos 3. mars. Flytja þurfti hátt í 4.000 manns í nálægum byggðum á brott af örygg­is­á­stæð­um. (Mynd: EPA)

 

Kenya marks the World Water Day 2015 Ungur drengur sækir vatn í litla laug í ann­ars þurrum árfar­vegi í suð­austur Kenía á sunnu­dag­inn þegar alþjóð­legur dagur vatns­ins var hald­inn. Íbúar þurra svæða í Kenía og víðar hafa þurft að eiga við veru­lega lélega regn­tíð und­an­farið ár. Stjórn­völd í Kenía segja að 1,6 millj­ónir manna sjái fram á alvar­legan fæðu­skort að þar þurfi neyð­ar­að­stoð innan sex mán­aða. Íbúar Mat­inyan­i-hér­aðs í Kenía segj­ast ekki hafa séð regn­dropa í fjó­ara mán­uði. Þús­undir Ken­íu­búa þurfa auk­inn heldur að ganga tugi kíló­metra til að kom­ast í drykkj­ar­hæft vatn. (Mynd: EPA)

 

AT SEA VANUATU AUSTRALIA CYCLONE PAM AID Áströlsk þyrla lendir á her­skipi eftir hjálp­ar­leið­angur til Vanu­atu þar sem felli­byl­ur­inn Pam fór yfir á dög­unum og skyldi mörg þorp eyj­anna í rúst. Ástr­alir veittu eyja­skeggjum strax aðstoð um miðjan þennan mánuð og sigldu her­skip­inu HMAS Tobruk til eyj­anna hlöðnu af nauð­synja­vör­u­m.

 

VANUATU CYCLONE PAM AFTERMATH Dreng­ur­inn Samuel stendur hér með föður sínum Phillip í rústum heim­ilis þeirra í Port Villa, höf­uð­borg Vanu­atu, eftir að felli­byl­ur­inn Pam gekk yfir eyj­arn­ar. Veðrið hvarf af veð­ursjám 22. mars en hafði þá lagt fjöl­mörg þorp í rúst á eyjum í sunn­an­verðu Kyrra­hafi. Ham­far­irnar eru taldar vera þær verstu í sögu Vanu­at­u.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None