Hinsegin fólk í Úganda hafði hægt um sig í Gaypride-göngu þar í landi um helgina. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Úganda og refsing getur verið lífstíðar fangelsi. Stjórnvöld í Úganda hafa meira að segja viljað láta dauðadóm vera refsingu fyrir samkynhneigð.
Hinsegin fólk hafði því allan vara á þegar þau fóru í gönguna í bænum Entebbe við Viktoríuvatn, suðvestan við höfuðborgina Kampala. Um það bil 400 manns báru grímur eða huldu andlit sín til þess að þekkjast ekki.
Félagsleg andstaða gegn samfélagi hinsegin fólks hefur aukist í Afríkulandinu undanfarin ár og hefur Yoweri Museveni, forseti landsins, hefur meira að segja hvatt fólk til að tilkynna „grunsamlegar“ samkynhneigðar kenndir.
Lögregla hefur hins vegar minnkað árásir sínar á heimili samkynhneigðra og útburður samkynhneigðra íbúa á heimilum þar sem margir hinsegin hafast við hefur minnkað. „Við erum ánægð með að stjórnvöld átti sig á að það eru brýnni mál en kynhneigð fólks,“ sagði Kasha Jacqueline, ein þeirra sem tók þátt í göngunni. „En baráttan heldur áfram.“
Fyrsti þáttur Stephen Fry um samkynhneigð í heiminum.
https://youtu.be/IMPl25oraVc
Fry heimsækir meðal annars Úganda þar sem hann ræðir við ráðherra þar í landi og prest.