Grikkir þurfa að ráðast í gríðarlegar breytingar og niðurskurð strax

h_52051797-1.jpg
Auglýsing

Grikkir munu gera breyt­ingar á virð­is­auka­skatt­kerf­inu, öðrum skatt­stofnum og á líf­eyr­is­kerf­in­u strax í dag og á morg­un. Þeir munu einnig ráð­ast í nið­ur­skurð­ar­að­gerðir fyrir mið­viku­dag­inn.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu um sam­komu­lagið sem gert var milli Grikkja og hinna evru­ríkj­anna í morg­un. Aðeins þegar þeir hafa lokið við laga­setn­ingu munu þjóð­þing hinna ríkj­anna koma saman til að sam­þykkja neyð­ar­lán. Aðgerð­irnar eru sagðar nauð­syn­legar til þess að byggja upp traust á milli samn­ings­að­il­anna.

Þá kemur fram í yfir­lýs­ing­unni að Grikkir þurfi að gera enn meiri breyt­ingar en kveðið er á um í til­lögum þeirra sjálfra. Þeir þurfi að setja fram tíma­töflu um breyt­ing­arnar með skýrum og mæl­an­legum mark­mið­um.

Auglýsing

Grikkir þurfa að ráð­ast í „metn­að­ar­full­ar“ breyt­ingar á líf­eyr­is­kerf­inu fyrir sept­em­ber­lok. Þeir þurfa einnig að ráð­ast í miklar umbætur á hag­kerf­inu. Meðal þess sem tekið er fram í skjal­inu er að þeir þurfi að hafa versl­anir opnar á sunnu­dög­um, þeir þurfi að breyta reglum um eign­ar­hald á apó­tek­um, mjólk­ur­búðum og bak­ar­íum, auk þess sem þeir þurfa að gera ferju­sigl­ingar frjáls­ar. Þeir þurfa að einka­væða raf­orku­flutn­ings­kerfið og gera breyt­ingar á kjara­samn­ingum og við­ræð­um. Þá þurfa þeir að breyta fjár­mála­kerf­inu og koma í veg fyrir afskipti stjórn­mála­manna, sér­stak­lega af ráðn­ing­um.

Þá verða eignir gríska rík­is­ins settar í sjóð sem mun hafa umsjón með einka­væð­ingu. Féð sem fæst verður notað til þess að borga nýju neyð­ar­lánin til baka og grynnka á öðrum skuld­um. Áætlað er að 50 millj­arðar evra fáist, helm­ingur fari í borgun skulda og hinn helm­ing­ur­inn verði not­aður í fjár­fest­ing­ar. Grikkir munu sjálfir hafa umsjón með sjóðn­um, sem er eitt fárra atriða sem Grikkir fengu fram­gengt í sam­komu­lag­inu, en upp­haf­lega átti sjóð­ur­inn að vera stað­settur í Lúx­em­borg. Einnig þurfa Grikkir að birta fyrstu til­lögur sínar að miklum umbótum á stjórn­kerf­inu fyrir 20. júlí. Þeir eiga að minnka kostnað við stjórn­kerfið og styrkja emb­ætt­is­manna­kerfi.

Grikkir skuld­binda sig til þess að ráð­færa sig við Seðla­banka Evr­ópu, fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn um öll laga­frum­vörp sem tengj­ast þessum mál­um. Þetta þurfa þeir að gera áður en stjórn­völd fara með frum­vörpin fyrir þingið eða fyrir þjóð­ina.

Þeir skuld­binda sig líka til þess að end­ur­skoða öll lög sem þeir hafa sam­þykkt sem fara gegn síð­asta sam­komu­lagi, sem var tíma­bundið frá febr­úar síð­ast­liðn­um. Und­an­tekn­ingin eru lög sem sam­þykkt voru í mars og eiga að tryggja fátækum Grikkjum ókeypis raf­magn og mat. Þetta gæti þýtt að þeir þurfi til dæmis að reka aftur skúr­inga­fólk sem var ráðið aftur á dramat­ískan hátt.

Ef allt gengur eftir eiga Grikkir að fá tíu millj­arða evra strax til þess að gera grískum bönkum kleift að opna á ný.

Þá er í yfir­lýs­ing­unni fjallað um það að efa­semdir séu um sjálf­bærni skuld­anna, en úti­lokað er jafn­framt að ráð­ist verði í stór­fellda nið­ur­fell­ingu skulda. Hins vegar verði tekið til skoð­unar að lengja tíma­bil þar sem þeir þurfi ekki að borga til baka, og þar með lengja í lán­um.

Að lokum kemur svo fram í yfir­lýs­ing­unni að ef öll skil­yrði yfir­lýs­ing­ar­innar verða upp­fyllt muni verða ráð­ist í aðgerðir til að örva hag­vöxt og skapa störf á næstu þremur til fimm árum. Þetta verður gert með því að veita 35 millj­örðum evra í ýmsar fjár­fest­ing­ar. Þá verður lagt til að millj­arður evra fari strax til Grikk­lands til að örva fjár­fest­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None