Grikkir þurfa að ráðast í gríðarlegar breytingar og niðurskurð strax

h_52051797-1.jpg
Auglýsing

Grikkir munu gera breyt­ingar á virð­is­auka­skatt­kerf­inu, öðrum skatt­stofnum og á líf­eyr­is­kerf­in­u strax í dag og á morg­un. Þeir munu einnig ráð­ast í nið­ur­skurð­ar­að­gerðir fyrir mið­viku­dag­inn.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu um sam­komu­lagið sem gert var milli Grikkja og hinna evru­ríkj­anna í morg­un. Aðeins þegar þeir hafa lokið við laga­setn­ingu munu þjóð­þing hinna ríkj­anna koma saman til að sam­þykkja neyð­ar­lán. Aðgerð­irnar eru sagðar nauð­syn­legar til þess að byggja upp traust á milli samn­ings­að­il­anna.

Þá kemur fram í yfir­lýs­ing­unni að Grikkir þurfi að gera enn meiri breyt­ingar en kveðið er á um í til­lögum þeirra sjálfra. Þeir þurfi að setja fram tíma­töflu um breyt­ing­arnar með skýrum og mæl­an­legum mark­mið­um.

Auglýsing

Grikkir þurfa að ráð­ast í „metn­að­ar­full­ar“ breyt­ingar á líf­eyr­is­kerf­inu fyrir sept­em­ber­lok. Þeir þurfa einnig að ráð­ast í miklar umbætur á hag­kerf­inu. Meðal þess sem tekið er fram í skjal­inu er að þeir þurfi að hafa versl­anir opnar á sunnu­dög­um, þeir þurfi að breyta reglum um eign­ar­hald á apó­tek­um, mjólk­ur­búðum og bak­ar­íum, auk þess sem þeir þurfa að gera ferju­sigl­ingar frjáls­ar. Þeir þurfa að einka­væða raf­orku­flutn­ings­kerfið og gera breyt­ingar á kjara­samn­ingum og við­ræð­um. Þá þurfa þeir að breyta fjár­mála­kerf­inu og koma í veg fyrir afskipti stjórn­mála­manna, sér­stak­lega af ráðn­ing­um.

Þá verða eignir gríska rík­is­ins settar í sjóð sem mun hafa umsjón með einka­væð­ingu. Féð sem fæst verður notað til þess að borga nýju neyð­ar­lánin til baka og grynnka á öðrum skuld­um. Áætlað er að 50 millj­arðar evra fáist, helm­ingur fari í borgun skulda og hinn helm­ing­ur­inn verði not­aður í fjár­fest­ing­ar. Grikkir munu sjálfir hafa umsjón með sjóðn­um, sem er eitt fárra atriða sem Grikkir fengu fram­gengt í sam­komu­lag­inu, en upp­haf­lega átti sjóð­ur­inn að vera stað­settur í Lúx­em­borg. Einnig þurfa Grikkir að birta fyrstu til­lögur sínar að miklum umbótum á stjórn­kerf­inu fyrir 20. júlí. Þeir eiga að minnka kostnað við stjórn­kerfið og styrkja emb­ætt­is­manna­kerfi.

Grikkir skuld­binda sig til þess að ráð­færa sig við Seðla­banka Evr­ópu, fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn um öll laga­frum­vörp sem tengj­ast þessum mál­um. Þetta þurfa þeir að gera áður en stjórn­völd fara með frum­vörpin fyrir þingið eða fyrir þjóð­ina.

Þeir skuld­binda sig líka til þess að end­ur­skoða öll lög sem þeir hafa sam­þykkt sem fara gegn síð­asta sam­komu­lagi, sem var tíma­bundið frá febr­úar síð­ast­liðn­um. Und­an­tekn­ingin eru lög sem sam­þykkt voru í mars og eiga að tryggja fátækum Grikkjum ókeypis raf­magn og mat. Þetta gæti þýtt að þeir þurfi til dæmis að reka aftur skúr­inga­fólk sem var ráðið aftur á dramat­ískan hátt.

Ef allt gengur eftir eiga Grikkir að fá tíu millj­arða evra strax til þess að gera grískum bönkum kleift að opna á ný.

Þá er í yfir­lýs­ing­unni fjallað um það að efa­semdir séu um sjálf­bærni skuld­anna, en úti­lokað er jafn­framt að ráð­ist verði í stór­fellda nið­ur­fell­ingu skulda. Hins vegar verði tekið til skoð­unar að lengja tíma­bil þar sem þeir þurfi ekki að borga til baka, og þar með lengja í lán­um.

Að lokum kemur svo fram í yfir­lýs­ing­unni að ef öll skil­yrði yfir­lýs­ing­ar­innar verða upp­fyllt muni verða ráð­ist í aðgerðir til að örva hag­vöxt og skapa störf á næstu þremur til fimm árum. Þetta verður gert með því að veita 35 millj­örðum evra í ýmsar fjár­fest­ing­ar. Þá verður lagt til að millj­arður evra fari strax til Grikk­lands til að örva fjár­fest­ingu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None