Grikkir þurfa að ráðast í gríðarlegar breytingar og niðurskurð strax

h_52051797-1.jpg
Auglýsing

Grikkir munu gera breytingar á virðisaukaskattkerfinu, öðrum skattstofnum og á lífeyriskerfinu strax í dag og á morgun. Þeir munu einnig ráðast í niðurskurðaraðgerðir fyrir miðvikudaginn.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu um samkomulagið sem gert var milli Grikkja og hinna evruríkjanna í morgun. Aðeins þegar þeir hafa lokið við lagasetningu munu þjóðþing hinna ríkjanna koma saman til að samþykkja neyðarlán. Aðgerðirnar eru sagðar nauðsynlegar til þess að byggja upp traust á milli samningsaðilanna.

Þá kemur fram í yfirlýsingunni að Grikkir þurfi að gera enn meiri breytingar en kveðið er á um í tillögum þeirra sjálfra. Þeir þurfi að setja fram tímatöflu um breytingarnar með skýrum og mælanlegum markmiðum.

Auglýsing

Grikkir þurfa að ráðast í „metnaðarfullar“ breytingar á lífeyriskerfinu fyrir septemberlok. Þeir þurfa einnig að ráðast í miklar umbætur á hagkerfinu. Meðal þess sem tekið er fram í skjalinu er að þeir þurfi að hafa verslanir opnar á sunnudögum, þeir þurfi að breyta reglum um eignarhald á apótekum, mjólkurbúðum og bakaríum, auk þess sem þeir þurfa að gera ferjusiglingar frjálsar. Þeir þurfa að einkavæða raforkuflutningskerfið og gera breytingar á kjarasamningum og viðræðum. Þá þurfa þeir að breyta fjármálakerfinu og koma í veg fyrir afskipti stjórnmálamanna, sérstaklega af ráðningum.

Þá verða eignir gríska ríkisins settar í sjóð sem mun hafa umsjón með einkavæðingu. Féð sem fæst verður notað til þess að borga nýju neyðarlánin til baka og grynnka á öðrum skuldum. Áætlað er að 50 milljarðar evra fáist, helmingur fari í borgun skulda og hinn helmingurinn verði notaður í fjárfestingar. Grikkir munu sjálfir hafa umsjón með sjóðnum, sem er eitt fárra atriða sem Grikkir fengu framgengt í samkomulaginu, en upphaflega átti sjóðurinn að vera staðsettur í Lúxemborg. Einnig þurfa Grikkir að birta fyrstu tillögur sínar að miklum umbótum á stjórnkerfinu fyrir 20. júlí. Þeir eiga að minnka kostnað við stjórnkerfið og styrkja embættismannakerfi.

Grikkir skuldbinda sig til þess að ráðfæra sig við Seðlabanka Evrópu, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um öll lagafrumvörp sem tengjast þessum málum. Þetta þurfa þeir að gera áður en stjórnvöld fara með frumvörpin fyrir þingið eða fyrir þjóðina.

Þeir skuldbinda sig líka til þess að endurskoða öll lög sem þeir hafa samþykkt sem fara gegn síðasta samkomulagi, sem var tímabundið frá febrúar síðastliðnum. Undantekningin eru lög sem samþykkt voru í mars og eiga að tryggja fátækum Grikkjum ókeypis rafmagn og mat. Þetta gæti þýtt að þeir þurfi til dæmis að reka aftur skúringafólk sem var ráðið aftur á dramatískan hátt.

Ef allt gengur eftir eiga Grikkir að fá tíu milljarða evra strax til þess að gera grískum bönkum kleift að opna á ný.

Þá er í yfirlýsingunni fjallað um það að efasemdir séu um sjálfbærni skuldanna, en útilokað er jafnframt að ráðist verði í stórfellda niðurfellingu skulda. Hins vegar verði tekið til skoðunar að lengja tímabil þar sem þeir þurfi ekki að borga til baka, og þar með lengja í lánum.

Að lokum kemur svo fram í yfirlýsingunni að ef öll skilyrði yfirlýsingarinnar verða uppfyllt muni verða ráðist í aðgerðir til að örva hagvöxt og skapa störf á næstu þremur til fimm árum. Þetta verður gert með því að veita 35 milljörðum evra í ýmsar fjárfestingar. Þá verður lagt til að milljarður evra fari strax til Grikklands til að örva fjárfestingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None