Guðmundur Árni býður sig fram til varaformanns en Heiða hættir við framboð

Fyrrverandi varaformaður Alþýðuflokksins og ráðherra vill verða næsti varaformaður Samfylkingarinnar. Núverandi varaformaður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér.

Guðmundur Árni Stefánsson.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Auglýsing

Guð­mundur Árni Stef­áns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Hafn­ar­firði, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar á lands­fundi flokks­ins sem fer fram 28. og 29. októ­ber. Frá þessu greinir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book. 

Þar seg­ist hann vilja freista þess að leggja jafn­að­ar­mönnum lið og nýrri for­ystu flokks­ins lið. „Nokkuð ljóst er að Kristrún Frosta­dóttir alþing­is­kona, mun að óbreyttu taka við for­mennsku í flokkn­um. Það er fagn­að­ar­efni og ég sé alla mögu­leika á því að jafn­að­ar­menn nái vopnum sínum og  sterkri stöðu í póli­tík­inni undir hennar leið­sögn og sam­hentri for­ystu með grunn­gildi jafn­að­ar­stefn­unnar að leið­ar­ljósi. En flokkar eru ekki bara for­menn heldur einnig breidd í for­ystu. Og þess vegna er það mat mitt að ég geti komið bar­áttu jafn­að­ar­manna að gagni í stöðu vara­for­manns. Ég vil leggja mitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar. Með unga en afar kröft­uga þing­konu, Kristrúnu Frosta­dótt­ur, í stöðu for­manns og með mig við hlið hennar í for­ystu; mann sem hefur verið þátt­tak­andi póli­tík um ára­tuga­skeið og barist fyrir frelsi, jafn­rétti og sam­stöðu jafn­lengi undir merkjum jafn­að­ar­manna, þá hygg ég að mik­il­væg breidd í forystu verði til stað­ar. Enn­fremur er þannig gætt að jöfn­uði kynja  ólíkum aldri og búsetu í for­ystu­sveit.“

Kom aftur í vor eftir margra ára útlægð úr stjórn­málum

Guð­­­mundur Árni, sem verður 67 ára í lok mán­að­ar, sat í bæj­­­­­ar­­­stjórn Hafn­ar­fjarðar í tólf ár á síð­­­­­ustu öld, þar af sem bæj­­­­­ar­­­stjóri í sjö. Guð­­­mundur Árni steig upp úr þeim stóli 1993, fyrir 29 árum síð­­­an, og sett­ist á þing í kjöl­farið fyrir Alþýð­u­­­flokk­inn, og síðar Sam­fylk­ing­una, þar sem hann sat til 2005. Hann var vara­for­maður Alþýðu­flokks­ins 1994-1996 og aftur árið 1999, í aðdrag­anda þess að Alþýðu­flokk­ur­inn gekk inn í Sam­fylk­ing­una. 

Auglýsing
Guðmundur Árni var heil­brigð­is- og trygg­inga­mála­ráð­herra og síðar félags­mála­ráð­herra árunum 1993 til 1994 en sagði af sér í nóv­em­ber það ár í kjöl­far skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um emb­ætt­is­verk hans. Hann var skip­aður sendi­herra árið 2005 og starf­aði sem slíkur í nokkrum löndum í 16 ár. 

Seg­ist til í slag­inn

Í færsl­unni í dag segir Guð­mundur Árni að jafn­að­ar­menn vilji raun­veru­legan jöfnuð í sam­fé­lag­inu, frelsi með ábyrgð og virka sam­hjálp. „Við viljum sjáum víð­feðmt vel­ferð­ar­kerfi, þar sem fólk getur komið sér þaki yfir höf­uðið með við­ráð­an­legum hætti og not­ið  traustrar sam­fé­lags­þjón­ustu við hæfi. En  um leið þarf öfl­ugt atvinnu­líf og styrk efna­hags­stjórn ekki síður að vera til stað­ar. Jafn­að­ar­menn standa vakt­ina fyrir almenn­ing, enda höfnum við sér­hags­mun­um, en látum almanna­hags­muni ráða för. Í mörg horn er að líta og verk að vinna í íslensku sam­fé­lagi. Ég vil hjálpa til í þeirri veg­ferð. Með nýjum for­manni og for­ystu trúi ég því að góð sókn­ar­færi sé að finna fyrir okkur jafn­að­ar­menn á vett­vangi  stjórn­mál­anna og íslensks sam­fé­lags. Þar er sann­ar­lega verk að vinna og eft­ir­spurn eftir sjón­ar­miðum og leið­sögn jafn­að­ar­manna. Ég er til í slag­inn!“

Heiða hætt við

Skömmu áður en Guð­mundur Árni birti færslu sína birti Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, núver­andi vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, færslu á Face­book þar sem hún til­kynnti að hún myndi ekki sækj­ast eftir end­ur­kjöri eftir tæp­lega sex ára setu.

Þar til­tók Heiða að um síð­ustu mán­aða­mót hafi hún tekið við sem for­maður Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og að hún muni gegna því emb­ætti næstu fjögur árin. „Þessu nýja mik­il­væga hlut­verki fylgir mikil ábyrgð og ég vill leggja mig alla fram um að standa undir því mikla trausti sem sveit­ar­stjórn­ar­fólk um allt land, úr öllum flokk­um, hefur sýnt mér með kjöri mínu. Það skiptir miklu máli fyrir íslenskt sam­fé­lag að sveit­ar­fé­lögin séu sam­taka og nái árangri til að tyggja hér jöfn tæki­færi og  lífs­gæði um allt land, tryggja sam­keppn­is­hæft ísland. Síðan ég steig inni stjórn­málin hef ég hverju sinni reynt að leggj­ast á árarnar þar sem ég tel mig geta orðið að mestu gagni. Ég er í for­ystu­sveit í Borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, for­maður Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga og fjöl­skyldu­kona og þeim hlut­verkum ætla ég að for­gangs­raða á næstu miss­er­um.“

Í ágúst sagði Heiða við mbl.is að hún vildi halda áfram sem vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent