Guðni Ágústsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, mun hætta sem framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) í næstu viku þegar aðalfundur samtakana fer fram. Samkomulag varð á milli SAM og Guðba um starfslokin og þau skýrast fyrst og fremst af aðhaldsaðgerðum innan samtakana. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Þar er haft eftir Guðna að tími sé til kominn að fara að snúa sér að öðru. "Ég er búinn að vera á þessum vettvangi í fimm ár og það er í sjálfu sér langur tími. Það hefur verið samkomulag milli mín og stjórnarinnar um að ég hætti störfum. Ég ætlaði að vísu að hætta í haust, en því var frestað þar sem mikil átök urðu í mjólkuriðnaði".
Rögnvaldur Ólafsson, formaður stjórnar SAM, segir við Fréttablaðið að rannsóknarstarfsemi og mjólkureftirlit hafi bæði færst frá SAM til Mjólkursamsölunnar vegna þess að samtökin telji sig geta sparað með því. Starfslok Guðna sé liður í þeim aðhaldsaðgerðum.
Eigendur SAM eru: Mjólkursamsalan (sem er í 90 prósent eigu Auðhumlu og tíu prósent eigu Kaupfélags Skagfirðinga), Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólka ehf., sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.
Mikil átök hafa verið innan mjólkuriðnaðarins undanfarin misseri.
Guðni tók þátt í átökum vegna sektar
Þau miklu átök sem voru innan mjólkuriðnaðarins, og Guðni vísar í sem ástæðu fyrir frestun starfsloka sinna, snérust um 370 milljóna króna sekt sem Mjólkursamsalan fékk vegna alvarlegra samkeppnislagabrota í óktóber 2014. Etirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Mjólkursamsalan hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína og beitt smærri keppinauta samkeppnishamlandi mismunun með því að selja þeim hrámjólk á 17 prósent hærra verði en fyrirtæki sem eru tengd MS greiddu.
Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála felldi úrskurðinn úr gildi í desember þar sem ný gögn komu í ljós og vísaði málinu aftur til Samkeppniseftirlitsins. Nýrrar niðurstöðu er enn beðið.
Mikið fór fyrir Guðna í opinberri umræðu í kringum ákvörðun eftirlitsins. Hann kom opinberlega fram og hnýtti fast í ákvörðunina og þann samkeppnisaðila sem hafði kvartað yfir hegðun Mjólkursamsölunnar við eftirlitið.
Einar líka að hætta
Guðni er ekki eini forvígismaður mjólkuriðnaðarins sem lætur af störfum næstu misserin. Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu, hyggst láta af störfum 30. júní næstkomandi. Þetta tilkynnti hann snemma í
Einar Sigurðsson, fráfarandi forstjóri Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu.
janúar. Hann hefur verið forstjóri félagsins frá árinu 2009.
Í tilkynningunni frá Mjólkursamsölunni var haft eftir Einari: „Ég tek þessa ákvörðun vegna breytinga sem verða á högum fjölskyldu minnar í lok júní. Við hjónin ákváðum fyrir um ári síðan að hverfa bæði úr mjög annasömum stjórnunarstörfum hér heima um mitt þetta ár og dvelja og starfa töluvert erlendis næstu misseri. Ég sný mér þar að nýjum verkefnum sem ég hef lengi haft áhuga á að hrinda í framkvæmd, en jafnframt mun ég áfram vinna fyrir hönd Mjólkursamsölunnar að uppbyggingu nýs fyrirtækis með hópi fjárfesta til framleiðslu og sölu á skyri í Bandaríkjunum.“