Gylfi hefði aftur kosið meiri vaxtahækkun en Ásgeir lagði til

Rétt eins og við vaxtaákvörðunina í júnímánuði hefði hagfræðiprófessorinn Gylfi Zoega viljað sjá vexti Seðlabankans hækka meira undir lok ágústmánaðar en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri lagði til og samþykkt var í peningastefnunefnd.

Gylfi Zoega er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og situr í peningastefnunefnd Seðlabankans.
Gylfi Zoega er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og situr í peningastefnunefnd Seðlabankans.
Auglýsing

Gylfi Zoëga, hag­fræði­pró­fessor og utan­að­kom­andi nefnd­ar­maður í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans, hefði „fremur kosið að hækka vexti bank­ans um 1 pró­sentu“ við síð­ustu vaxta­á­kvörð­un, en studdi þó eins og aðrir nefnd­ar­menn í pen­inga­stefnu­nefnd til­lögu Ásgeirs Jóns­sonar seðla­banka­stjóra um að vext­irnir yrðu hækk­aðir um 0,75 pró­sentu­stig.

Þetta má lesa í fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefnd­ar, sem birt var á vef Seðla­bank­ans síð­degis í gær, en fund­ar­gerð­irnar eru jafnan birtar tveimur vikum frá því að vaxta­á­kvörðun er kynnt.

Aðra vaxta­á­kvörð­un­ina í röð vildi Gylfi þannig sjá hækkun vaxta sem var umfram til­lögu seðla­banka­stjóra og nið­ur­stöðu nefnd­ar­inn­ar, en í júní hefði Gylfi kosið 1,25 pró­sentu­stiga vaxta­hækk­un, á meðan að vextir voru hækk­aðir um 1 pró­sentu.

Í fund­ar­gerð­inni frá því í ágúst segir að nefnd­ar­menn hafi allir verið þeirrar skoð­unar að halda þyrfti áfram að hækka vexti Seðla­bank­ans og að rætt hefði verið um hækkun á bil­inu 0,5 til 1 pró­sentu­stig á fund­in­um.

Í þessu mati nefnd­ar­manna vó þungt að inn­lend eft­ir­spurn hefði reynst sterk­ari en nefndin hafði búist við, einka­neysla hefði auk­ist mun meira en nefnd­ar­menn höfðu gert ráð fyrir og svo virt­ist sem heim­ili hefðu dregið hraðar úr sparn­aði en áætlað var.

„Að mati nefnd­ar­manna end­ur­spegl­að­ist þetta m.a. í að spenna hefði auk­ist veru­lega á vinnu­mark­aði á alla mæli­kvarða. Verð­bólgu­horfur hefðu því áfram versn­að. Að mati nefnd­ar­innar væri einnig áhyggju­efni að verð­bólgu­vænt­ingar hefðu hækkað enn frekar enda gæti það aukið hætt­una á að fyr­ir­tæki, í krafti mik­illar eft­ir­spurnar og vegna und­an­geng­inna hækk­ana launa og aðfanga­kostn­að­ar, veltu auknum kostn­aði í meira mæli út í verð­lag,“ segir í fund­ar­gerð­inni.

Talað um að áhrif á hús­næð­is­markað væru ekki komin að fullu fram

Í fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefndar segir að helstu rökin fyrir því að „taka minna skref en ella“ við síð­ustu vaxta­hækk­un, hafi verið sú að hröð vaxta­hækkun bank­ans und­an­farið væri farin að hafa áhrif, meðal ann­ars á hús­næð­is­mark­að­inn, en jafn­framt það að áhrifin á þann markað væru ekki að fullu komin fram.

Auglýsing

Að auki horfði nefndin til þess að miklar hækk­anir á fram­færslu­kostn­aði og horfur um minni kaup­mátt gætu leitt til við­snún­ings á efna­hags­horfu og til þess að alþjóð­legar efna­hags­horfur höfðu áfram versnað milli funda sem gæti haft áhrif á horfur um útflutn­ing hér á landi.

Þá hefðu heim­ili og fyr­ir­tæki víða aldrei verið jafn svart­sýn um horfur í efna­hags­málum og enn fremur hefði alþjóð­legt olíu- og hrá­vöru­verð lækkað und­an­farið sem drægi úr verð­bólgu­þrýst­ingi.

Skýr merki um að hag­kerfið væri að ofhitna

Rökin sem komu hins vegar fram fyrir því að taka stærra skref en raunin varð voru þau að nauð­syn­legt væri að gefa því meira vægi hversu hratt spenna á vinnu­mark­aði hefði auk­ist og að þar væru skýr merki um að hag­kerfið væri að ofhitna. Bent var á að ef taum­haldið yrði ekki hert nægj­an­lega hratt væru meiri líkur á að mikil verð­bólga fest­ist í sessi og erf­ið­ara yrði að ná verð­bólgu niður í mark­mið.

Gylfi Zoega skrif­aði grein um vaxta­hækk­anir Seðla­bank­ans í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar og kom þar meðal ann­ars fram að þegar verð­bólga færi vax­andi væri mik­il­vægt að kippa sem fyrst í taumana í stað þess að horfa upp á hana stig­magn­ast.

„Það er auð­veld­­ara að ná verð­­bólgu niður fyrr en seinna en slíkt krefst þess að fyrstu skrefin í vaxta­hækk­­un­­ar­­ferli séu stærri en þau sem á eftir koma. Sú aukn­ing verð­­bólgu sem varð í vor vegna styrj­­aldar í Úkra­ínu og sótt­­varn­­ar­að­­gerðir í Kína var ekki fyr­ir­­séð en reynslan frá átt­unda ára­tug síð­­­ustu aldar kennir okkur að tíma­bundin fram­­boðs­á­­föll geta valdið langvar­andi verð­­bólgu ef spenna er mikil á inn­­­lendum vinn­u­­mark­að­i,“ skrif­aði Gylfi meðal ann­ars í grein­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umdeilt leigufélag ratar enn og aftur í fréttir vegna frásagna af okri á leigjendum
Saga Ölmu íbúðafélags teygir sig aftur til ársins 2011 og skýrslu sem meðal annars var unnin af núverandi seðlabankastjóra. Félagið var einu sinni í eigu sjóðs í stýringu hjá hinu sáluga GAMMA og hét um tíma Almenna leigufélagið.
Kjarninn 10. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
Kjarninn 10. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent