Ásta tekur við sem forstjóri Festi

Ásta Sigríður Fjeldsted er nýr forstjóri Festi, sem er eitt stærsta verslunar- og þjónustufyrirtæki landsins. Frá þessu var greint í tilkynningu til Kauphallar í dag. Ásta sinnir starfi framkvæmdastjóra Krónunnar einnig þar til ráðið hefur verið í starfið

Ásta S. Fjeldsted hefur tekið við sem forstjóri Festi.
Ásta S. Fjeldsted hefur tekið við sem forstjóri Festi.
Auglýsing

Ásta Sig­ríður Fjeld­sted hefur tekið við starfi for­stjóra Festi, sam­kvæt til­kynn­ingu Festi til Kaup­hall­ar­inn­ar. Ásta hefur starfað sem for­stjóri Krón­unnar frá árinu 2020 og mun fyrst um sinn gegna því starfi áfram sam­hliða nýju starfi.

Magnús Kr. Inga­son stígur niður sem for­stjóri Festi og sinnir starfi fjár­mála­stjóra áfram, en Magnús tók tíma­bundið við for­stjóra­starf­inu í sumar eftir að stjórn Festi ákvað að segja Egg­erti Þór Krist­ó­fers­syni upp störf­um. Í fyrstu var til­kynnt um að Egg­ert hefði óskað sjálfur eftir starfs­lokum en síðar kom í ljós að stjórn tók ákvörðun um að segja honum upp. Í kjöl­farið var stokkað upp í stjórn Festi.

Stolt af því að fá öfl­uga konu til að leiða félagið

„Það er mik­ill styrkur að fá Ástu S. Fjeld­sted til að leiða það öfl­uga teymi sem hjá fyr­ir­tæk­inu starfar og móta með okkur fram­tíð­ar­stefnu þess. Framundan eru spenn­andi tímar og mikil sókn­ar­tæki­færi. Ásta hefur bæði reynslu af rekstri í smá­sölu­geir­anum eftir árin hjá Krón­unni en jafn­framt alþjóð­lega reynslu í stefn­mótun og umbóta­verk­efnum fyrir stór­fyr­ir­tæki í öðrum geir­um. Við erum stolt af því að fá jafn öfl­uga konu til að leiða fyr­ir­tæk­ið,“ segir Guð­jón Reyn­is­son stjórn­ar­maður í Festi í til­kynn­ingu félags­ins.

Auglýsing

„Efst í huga mér er þakk­læti fyrir traust­ið, en Festi ásamt rekstr­ar­fé­lögum þess (N1 ehf., ELKO ehf., Krónan ehf., Festi fast­eignir ehf., Bakk­inn vöru­hótel ehf. og N1 Raf­magn ehf.) starfar á afar spenn­andi og síkvikum mörk­uð­um, sem hafa raun­veru­leg áhrif á lífs­kjör almenn­ings á Íslandi. Ábyrgð okkar sem þar störfum er því mikil og ljóst að veg­ferð félags­ins þarf að vera í stöðugri þró­un. Það eru for­rétt­indi að fá að vinna áfram með öllu því öfl­uga fólki, sem starfar innan Festi og rekstr­ar­fé­lag­anna,“ segir Ásta S. Fjeld­sted nýráð­inn for­stjóri Festi í til­kynn­ingu félags­ins.

Ásta Sig­ríður hefur gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra Krón­unnar frá árinu 2020. Áður var hún fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Íslands frá 2017. Ásta Sig­ríður starf­aði fram til þess hjá þremur alþjóð­legum fyr­ir­tækjum í meira en ára­tug: Fyrir ráð­gjafa­fyr­ir­tækið McK­insey & Company frá árinu 2012, bæði á skrif­stofum þess í Tókýó og Kaup­manna­höfn, þar sem hún tók þátt í eða leiddi fjölda smærri og stærri grein­inga- og umbreyt­inga­verk­efni. Áður starf­aði hún hjá IBM í Dan­mörku og stoð­tækja­fram­leið­and­anum Öss­uri hf., bæði í Frakk­landi og á Ísland­i.  Ásta Sig­ríður er véla­verk­fræð­ingur með M.Sc. gráðu frá DTU, Tækni­há­skól­anum í Dan­mörku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent