Hækkun á smjöri veldur tvöföldum skaða - verðið hækkar og verðbólgan líka

kjarninn_mjolkurvorur_vef.jpg
Auglýsing

Hækkun á smjöri mun valda verð­bólgu og meiri verð­bólgu en til­efni er til. Hækk­unin er rúm­lega þre­föld hækkun vísi­tölu neyslu­verðs. Þetta segir Finnur Árna­son, for­stjóri Haga, í aðsendri grein í Frétta­blað­inu.

Finnur gerir ákvörðun verð­lags­nefndar búvara að umtals­efni í grein­inni, en nýlega var ákveðið að hækka verð á smjöri um 11,6%. Smjör hefur ekki hækkað í verði frá því í októ­ber 2013. „At­hygli vekur að lít­ill hluti hækk­un­ar­innar gengur til bænda og auknar álögur eru settar á neyt­end­ur. Því er eðli­legt að spyrja fyrir hvern þessi hækkun er. Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði frá októ­ber 2013 þar til nú um 3,56%. Smjör­hækk­unin er rúm­lega þre­föld hækkun vísi­tölu neyslu­verðs. Hækk­unin mun valda verð­bólgu, meiri en til­efni er til.“

Finnur setur málið í sam­hengi við lækkun hús­næð­is­lána, sem rík­is­stjórnin réðst í á kjör­tíma­bil­inu, og það að stór hluti hús­næð­is­lána er verð­tryggð­ur. „Því skiptir miklu fyrir heim­ilin að verð­bólga sé lág, hvert pró­sentu­stig kostar þau 13-14 millj­arða í auknum skuld­um. Auk­ist verð­bólga um 1% var­an­lega þurrkast ávinn­ing­ur, vegna þess­arar viða­miklu aðgerð­ar, út á 5-6 árum.“

Auglýsing

Ákvörðun nefnd­ar­inn­ar, sem sé tíma­skekkja og barn síns tíma, valdi því tvö­földum skaða. Neyt­endur borgi meira og lánin hækki.

Það skipti miklu máli nú að aðhalds sé gætt í verð­lags­málum og verð­bólgu haldið í skefj­um, ekki síst vegna nýgerðra kjara­samn­inga. Með þetta í huga sé ákvörðun stjórn­valda um að hækka smjör svona mikið óskilj­an­leg. „Hún er óábyrg og van­hugs­uð. Tíma­setn­ingin gat ekki verið verri.“ Eitt sé að stjórn­völd taki ákvörðun um verð­lagn­ingu á ein­stakri vöru sjálf­stæðs fyr­ir­tæk­is, en alvar­legra að stjórn­völd sýni ekki meiri ábyrgð en að hækka verð á nauð­synja­vöru „um þre­falda almenna verð­lags­þróun á mjög við­kvæmum tíma­punkt­i.“ Hann skorar að lokum á stjórn­völd að end­ur­skoða ákvörðun sína um hækkun á mjólk­ur­vörum og sýna þannig gott for­dæmi, sem muni eiga þátt í að auka kaup­mátt heim­ila á Íslandi.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None