Hætta talin á upplausn í Bosníu og Hersegóvínu

Bosníu-Serbar hafa fyrirætlanir um að draga sig út úr lykilstofnunum Bosníu og Hersegóvínu, hernum, skattinum og dómsvaldinu, og stofna sínar eigin. Viðkvæmur friðurinn sem náðist fram með Dayton-samkomulaginu er talinn í hættu vegna þessa.

Milorad Dodik leiðtogi Bosníu-Serba.
Milorad Dodik leiðtogi Bosníu-Serba.
Auglýsing

Blikur eru á lofti í Bosníu og Her­segóvínu, sam­kvæmt nýlegri skýrslu æðsta sendi­full­trúa Sam­ein­uðu þjóð­anna í land­inu, Christ­ian Schmidt. Hann segir ríkið í reynd standa frammi fyrir mestu til­vistarógn sinni frá lokum hins blóð­uga borg­ara­stríðs sem stóð frá 1992-1995 og að án við­bragða alþjóða­sam­fé­lags­ins sé mögu­leiki á því að Dayton-frið­ar­sam­komu­lagið trosni upp – og þar með stoðir hins sam­ein­aða rík­is.

Ástæðan fyrir þessum áhyggjum Schmidts eru nýlegar gjörðir og yfir­lýs­ingar æðstu ráða­manna Serba innan bosn­íska rík­is­ins. Fyrr í haust lýsti Mil­orad Dodik, sem er for­seti serbneska þjóð­ar­brots­ins í hinu þrí­skipta for­seta­emb­ætti Bosn­íu, því yfir að ætlan Serba væri að kljúfa sig frá sam­eig­in­legum stofn­unum rík­is­ins – skatt­in­um, æðsta dóm­stólnum og hernum – og stofna sínar eigin.

Í skýrslu Schmidts til örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna undir lok októ­ber­ber­mán­aðar segir að stofn­anir Bosníu og Her­segóvínu hafi í reynd verið „la­mað­ar“ alveg frá því í júlí á þessu ári vegna fyr­ir­ætl­ana Serba um að hætta þátt­töku í ákvarð­ana­töku innan þeirra.

Það segir Schmidt að virð­ist hafa verið svar við ákvörðun fyr­ir­renn­ara hans í starfi, Val­entin Inzko, um að gera afneitun á þjóð­ar­morðum og stríð­glæpum og upp­hafn­ingu stríðs­glæpa­manna sak­næma í land­inu.

Þá ákvörðun kall­aði Dodik „síð­asta naglann í lík­kistu Bosníu og Her­segóvínu“ og hefur síðan þá við­haft ýmsa til­burði sem benda til þess að af hálfu Serba sé stefnan sett á upp­lausn Bosníu og Her­segóvínu.

Schmidt segir í skýrsl­unni að mögu­leiki á átökum sé fyrir hendi ef fram haldi sem horfir og ein­dregin varn­að­ar­orð hans og þróun mála í Bosníu að und­an­förnu hafa vakið ugg víða.

Auglýsing

Dodik segir þó í nýju við­tali við Reuters að hann sé „ekki til­bú­inn að fórna friði í land­inu undir nokkrum kring­um­stæð­um“ og að aðskiln­aður serbneska lýð­veld­is­ins frá sam­eig­in­legum lyk­il­stofn­unum rík­is­ins geti orðið frið­sam­leg­ur.

„Óá­byrgt og óásætt­an­legt“

Ekki eru allir jafn sann­færðir um það. Þýski utan­rík­is­ráð­herr­ann Heiko Maas sagði í gær við bosn­ískan vef­miðil að Þýska­land myndi hætta fjár­hags­legum stuðn­ingi við Bosníu og Her­segóvínu, ef ekki yrði fallið frá „óá­byrgum og óásætt­an­leg­um“ áformum sem stuðl­uðu að eyði­legg­ingu bosn­íska rík­is­ins, sam­kvæmt end­ur­sögn Reuters.

Ráð­herr­ann sagði sömu­leiðis að þýsk stjórn­völd fylgd­ust náið með gangi mála í Bosníu og Her­segóvínu, ásamt öðrum ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins, Banda­ríkja­mönnum og Bret­um.

Viðkvæmur friður

Með Dayton-frið­ar­sam­komu­lag­inu, sem und­ir­ritað var í sam­nefndri borg í Ohi­o-­ríki í Banda­ríkj­un­um, var endir bund­inn á blóð­uga borg­ara­styrj­öld á milli þjóð­ar­brot­anna í land­inu sem kost­aði yfir hund­rað þús­und manns­líf og hrakti tvær millj­ónir manna á flótta.

Rík­inu er skipt upp í tvö sér­stjórn­ar­hér­uð; serbneska lýð­veldið og sam­bands­ríki Bosn­íu­manna og Króata. Stjórn­ar­fyr­ir­komu­lagið í sam­bands­lýðsveld­inu Bosníu og Her­segóvínu er afar flókið og átaka­línur á milli þjóð­ar­brot­anna liggja djúpt. Enn er talin þörf á því að hafa frið­ar­gæslu­liða á vegum Evr­ópu­sam­bands­ins til taks í land­inu öllum stund­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent