Hætta talin á upplausn í Bosníu og Hersegóvínu

Bosníu-Serbar hafa fyrirætlanir um að draga sig út úr lykilstofnunum Bosníu og Hersegóvínu, hernum, skattinum og dómsvaldinu, og stofna sínar eigin. Viðkvæmur friðurinn sem náðist fram með Dayton-samkomulaginu er talinn í hættu vegna þessa.

Milorad Dodik leiðtogi Bosníu-Serba.
Milorad Dodik leiðtogi Bosníu-Serba.
Auglýsing

Blikur eru á lofti í Bosníu og Her­segóvínu, sam­kvæmt nýlegri skýrslu æðsta sendi­full­trúa Sam­ein­uðu þjóð­anna í land­inu, Christ­ian Schmidt. Hann segir ríkið í reynd standa frammi fyrir mestu til­vistarógn sinni frá lokum hins blóð­uga borg­ara­stríðs sem stóð frá 1992-1995 og að án við­bragða alþjóða­sam­fé­lags­ins sé mögu­leiki á því að Dayton-frið­ar­sam­komu­lagið trosni upp – og þar með stoðir hins sam­ein­aða rík­is.

Ástæðan fyrir þessum áhyggjum Schmidts eru nýlegar gjörðir og yfir­lýs­ingar æðstu ráða­manna Serba innan bosn­íska rík­is­ins. Fyrr í haust lýsti Mil­orad Dodik, sem er for­seti serbneska þjóð­ar­brots­ins í hinu þrí­skipta for­seta­emb­ætti Bosn­íu, því yfir að ætlan Serba væri að kljúfa sig frá sam­eig­in­legum stofn­unum rík­is­ins – skatt­in­um, æðsta dóm­stólnum og hernum – og stofna sínar eigin.

Í skýrslu Schmidts til örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna undir lok októ­ber­ber­mán­aðar segir að stofn­anir Bosníu og Her­segóvínu hafi í reynd verið „la­mað­ar“ alveg frá því í júlí á þessu ári vegna fyr­ir­ætl­ana Serba um að hætta þátt­töku í ákvarð­ana­töku innan þeirra.

Það segir Schmidt að virð­ist hafa verið svar við ákvörðun fyr­ir­renn­ara hans í starfi, Val­entin Inzko, um að gera afneitun á þjóð­ar­morðum og stríð­glæpum og upp­hafn­ingu stríðs­glæpa­manna sak­næma í land­inu.

Þá ákvörðun kall­aði Dodik „síð­asta naglann í lík­kistu Bosníu og Her­segóvínu“ og hefur síðan þá við­haft ýmsa til­burði sem benda til þess að af hálfu Serba sé stefnan sett á upp­lausn Bosníu og Her­segóvínu.

Schmidt segir í skýrsl­unni að mögu­leiki á átökum sé fyrir hendi ef fram haldi sem horfir og ein­dregin varn­að­ar­orð hans og þróun mála í Bosníu að und­an­förnu hafa vakið ugg víða.

Auglýsing

Dodik segir þó í nýju við­tali við Reuters að hann sé „ekki til­bú­inn að fórna friði í land­inu undir nokkrum kring­um­stæð­um“ og að aðskiln­aður serbneska lýð­veld­is­ins frá sam­eig­in­legum lyk­il­stofn­unum rík­is­ins geti orðið frið­sam­leg­ur.

„Óá­byrgt og óásætt­an­legt“

Ekki eru allir jafn sann­færðir um það. Þýski utan­rík­is­ráð­herr­ann Heiko Maas sagði í gær við bosn­ískan vef­miðil að Þýska­land myndi hætta fjár­hags­legum stuðn­ingi við Bosníu og Her­segóvínu, ef ekki yrði fallið frá „óá­byrgum og óásætt­an­leg­um“ áformum sem stuðl­uðu að eyði­legg­ingu bosn­íska rík­is­ins, sam­kvæmt end­ur­sögn Reuters.

Ráð­herr­ann sagði sömu­leiðis að þýsk stjórn­völd fylgd­ust náið með gangi mála í Bosníu og Her­segóvínu, ásamt öðrum ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins, Banda­ríkja­mönnum og Bret­um.

Viðkvæmur friður

Með Dayton-frið­ar­sam­komu­lag­inu, sem und­ir­ritað var í sam­nefndri borg í Ohi­o-­ríki í Banda­ríkj­un­um, var endir bund­inn á blóð­uga borg­ara­styrj­öld á milli þjóð­ar­brot­anna í land­inu sem kost­aði yfir hund­rað þús­und manns­líf og hrakti tvær millj­ónir manna á flótta.

Rík­inu er skipt upp í tvö sér­stjórn­ar­hér­uð; serbneska lýð­veldið og sam­bands­ríki Bosn­íu­manna og Króata. Stjórn­ar­fyr­ir­komu­lagið í sam­bands­lýðsveld­inu Bosníu og Her­segóvínu er afar flókið og átaka­línur á milli þjóð­ar­brot­anna liggja djúpt. Enn er talin þörf á því að hafa frið­ar­gæslu­liða á vegum Evr­ópu­sam­bands­ins til taks í land­inu öllum stund­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent