Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.

Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Auglýsing

Skipu­lags- og bygg­ing­ar­ráð Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar sam­þykkti á fundi sínum í síð­ustu viku að stofna starfs­hóp með full­trúum allra flokka, sem á að vinna að stefnu bæj­ar­ins varð­andi hjól­reið­ar, svo­kall­aða hjól­reiða­á­ætl­un. Til­lagan kom upp­runa­lega frá Jóni Inga Hákon­ar­syni bæj­ar­full­trúa Við­reisnar á fundi bæj­ar­ráðs á fyrsta degi júlí­mán­að­ar.

Sam­kvæmt fram­lagðri til­lögu á heild­stæð hjól­reiða­á­ætlun að inni­halda stefnu­mótun og sýn fyrir Hafn­ar­fjörð sem hjól­reiða­bæ, áætlun um upp­bygg­ingu stofn­stíga hjól­reiða og upp­bygg­ingu hjóla­leiða almennt, áætlun um hjóla­stæði og hjóla­þjón­ustu í bæn­um, auk aðgerða­á­ætl­un­ar, fjár­fest­inga­á­ætl­unar og kynn­ing­ar­á­ætl­un­ar, til að auka hlut­deild hjól­reiða.

Á fundi skipu­lags- og bygg­ing­ar­ráðs síð­asta fimmtu­dag, þar sem ákveðið var að setja vinn­una af stað núna strax, kom Sig­ur­jón Ingva­son áheyrn­ar­full­trúi Við­reisnar í nefnd­inni því á fram­færi að „brýn þörf“ væri á að hefja vinnu við hjól­reiða­á­ætlun nú þeg­ar, en ekki setja hana í bið þar til nýtt aðal­skipu­lag bæj­ar­ins taki gildi, sem yrði hugs­an­lega eftir 4-5 ár.

Auglýsing

„Að­al­skipu­lag Hafn­ar­fjarðar hefur hingað til ein­göngu nefnt hjól­reiðar í nokkrum setn­ing­um. Ætli bæj­ar­fé­lagið að láta taka sig alvar­lega þegar kemur að sam­göngu­málum þá er mik­il­vægt að í vinnu við nýtt aðal­skipu­lag sé ann­ars vegar sett fram heild­ar­sýn í sam­göngu­málum bæj­ar­ins og hins vegar áætl­anir um hvernig á að fylgja þeirri sýn eftir og þá fyrir alla ferða­máta,“ sagði í bókun sem Sig­ur­jón lagði fram á fund­in­um.

Hann sagði að upp­legg að nýju aðal­skipu­lagi bæj­ar­ins þyrfti að taka á þessu máli „með afger­andi hætti til að tryggja fram­gang raun­veru­legrar hjól­reiða­á­ætl­un­ar“, en hægt væri að hefj­ast handa við fyrstu áfanga hjól­reiða­á­ætl­unar áður en heild­ar­end­ur­skoðun aðal­skipu­lags liggi fyr­ir.

Á þetta var fall­ist og lagt hefur verið fyrir sviðs­stjóra hjá bænum að leggja fram erind­is­bréf um skipan starfs­hóps með full­trúum allra flokka á næsta fundi ráðs­ins.

Hjól­reiða­á­ætl­anir víðar

Örfá sveit­ar­fé­lög á Íslandi hafa þegar sett fram hjól­reiða­á­ætl­an­ir. Í höf­uð­borg­inni Reykja­vík var á síð­asta kjör­tíma­bili sam­þykkt áætlun um fimm millj­arða fjár­fest­ingu fram til árs­ins 2025 í betri inn­viði fyrir hjólandi, með það að mark­miði að fleiri sjái sér fært að fara ferða sinna á hjóli innan borg­ar­inn­ar.

Skoð­ana­könnun frá Mask­ínu árið 2020 sýndi fram á að um 27 pró­sent Reyk­vík­inga sögð­ust helst vilja fara hjólandi á milli staða dags dag­lega og í hjól­reiða­á­ætl­un­inni sagði að búa ætti svo í hag­inn að þessi 27 pró­sent gætu valið að ferð­­ast með þeim hætti sem þau helst vildu, á hjóli.

Í Ísa­fjarð­arbæ hefur sömu­leiðis verið sett fram stefna um hjól­reiðar og inn­viða­upp­bygg­ingu, sem hefur tölu­sett mark­mið um auknar hjól­reiðar innan bæj­ar­ins hjá mis­mun­andi ald­urs­hóp­um. Stefnan er meðal ann­ars sú að 40 pró­sent full­orð­inna hjóli eða gangi til vinnu að minnsta kosti þrisvar í viku árið 2024, en þetta hlut­fall var 34 pró­sent árið 2020.

Vinna við nýjar hjól­reiða­á­ætl­anir hefur svo einnig verið í gangi í fleiri sveit­ar­fé­lögum á und­an­förn­um, til dæmis í Kópa­vogi, þar sem verið er að upp­færa fyrstu hjól­reiða­á­ætlun bæj­ar­ins frá 2012. Einnig er vinna við gerð hjól­reiða­á­ætl­unar nýlega hafin í Reykja­nesbæ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent