Hagnaður Ísfélagsins næstum þrefaldaðist og eigendurnir fengu 1,9 milljarða króna í arð

Eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, sem er að uppistöðu í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og barna hennar, átti eigið fé upp á 40,8 milljarða króna um síðustu áramót. Fjölskyldan er umsvifamikil í fjárfestingum í rekstri ótengdum sjávarútvegi.

Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
Auglýsing

Ísfé­lag Vest­manna­eyja hagn­að­ist um 5,3 millj­arða króna á síð­asta ári, ef miðað er við gengi Banda­ríkja­dals í lok árs 2021, en fyr­ir­tækið gerir upp í þeirri mynt. Hagn­að­ur­inn næstum þre­fald­að­ist milli ára en hann var 1,8 millj­arðar króna árið 2020 miðað við gengi Banda­ríkja­dals í lok þess árs. Veik­ing krón­unnar í fyrra jók hagn­að­inn, þegar hann er umreikn­aður í íslenskar krón­ur, lít­il­lega. 

Rekstr­ar­tekjur Ísfé­lags­ins í upp­gjörs­mynt­inni juk­ust um 59 pró­sent milli ára og voru um 16,4 millj­arðar króna. Eigið fé Ísfé­lags­ins um síð­ustu ára­mót var 40,8 millj­arðar króna og jókst það um 3,5 millj­arða króna milli ára þrátt fyrir að útgerðin hafi fjár­fest í tveimur nýjum upp­sjáv­ar­skip­um. Vaxta­ber­andi skuldir Ísfé­lags­ins lækk­uðu um næstum 2,6 millj­arða króna á árinu 2021 og eig­in­fjár­hlut­fall útgerð­ar­innar var 58,3 pró­sent í lok síð­asta árs.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í árs­reikn­ingi Ísfé­lags­ins sem var nýlega birtur í árs­reikn­inga­skrá Skatts­ins. Þar segir að góður rekstur á árinu, þar sem tekjur og afkoma juk­ust mikið frá fyrra ári, skýrð­ist „einna helst af loðnu­ver­tíð á árinu 2021 en ekki voru stund­aðar loðnu­veiðar síð­ustu tvö ár þar á und­an.“

Auglýsing
Þegar Krist­ján Þór Júl­í­us­son, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, und­ir­rit­aði reglu­gerð um úthlutun á stærsta loðnu­kvóta í 20 ár þann 13. októ­ber í fyrra fengu þrjár útgerðir 56,5 pró­­sent af þeim loðn­u­kvóta sem var úthlut­að. Ísfé­lag Vest­­manna­eyja fékk mest, 19,99 pró­­sent. Síld­­ar­vinnslan og tengd félög komu þar á eftir með 18,5 pró­­sent og Brim var í þriðja sæti með um 18 pró­­sent. 

Að mestu í eigu einnar fjöl­skyldu

Ísfé­lagið gerir út sjö fiski­skip frá Vest­manna­eyj­um, fjögur upp­sjáv­ar­skip, tvö bol­fisk­skip og einn króka­bát. Helstu starfs­þættir félags­ins eru fryst­ing sjáv­ar­af­urða, fiski­mjöls- og lýs­is­fram­leiðsla og útgerð fiski­skipa. 230 starfs­menn starfa hjá fyr­ir­tæk­inu til sjós og lands, en það rekur frysti­hús og fiski­mjöls­verk­smiðjur í Vest­manna­eyjum og á Þórs­höfn.

Alls eru hlut­hafar 131 tals­ins en ÍV fjár­fest­inga­fé­lag á 89 pró­sent hlut í Ísfé­lagi Vest­manna­eyja og tíu stærstu eig­end­urnir eiga yfir 98 pró­sent. Stærsti beini eig­andi þess er Guð­björg Matth­í­as­dótt­ir, sem á 91,7 pró­sent hlut í ÍV fjár­fest­inga­fé­lagi, en auk þess eiga börn hennar hlut. 

Stjórn Ísfé­lags­ins lagði til á síð­asta aðal­fundi að greiddur yrði út arður upp á 15 millj­ónir Banda­ríkja­dala vegna frammi­stöðu útgerð­ar­innar á árinu 2021. Miðað við gengi í lok síð­asta árs eru það um 1,9 millj­arðar króna. Það er ívið lægri upp­hæð en Ísfé­lagið greiddi í heild í tekju­skatt á síð­asta ári, en sú upp­hæð nam tæp­lega 1,3 millj­örðum króna. Hagn­aður Ísfé­lags­ins fyrir afskrift­ir, skatta og fjár­magns­gjöld (EBIT­DA-hagn­að­ur) var um 7,1 millj­arður króna. Af þeim hagn­aði fór því um 18 pró­sent í tekju­skatt. Ekki er til­greint í árs­reikn­ingi hvað var greitt í veiði­gjald á árinu 2021. 

Stærstu eig­endur Ísfé­lags­ins eru afar umsvifa­miklir á öðrum sviðum atvinnu­lífs­ins en sjáv­ar­út­vegi. Á meðal eigna Guð­bjargar og fjöl­skyldu hennar er stór hluti í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, sem hún hefur stutt við með hluta­fjár­aukn­ingu á und­an­förnum árum sam­hliða miklum tap­rekstri útgáfu­fé­lags­ins. Auk þess á fjöl­skyldan meðal ann­ars hluti í ýmsum skráðum félög­um, allt hlutafé í ÍSAM, einu stærstu inn­­­­­flutn­ings- og fram­­­leiðslu­­­fyr­ir­tækis lands­ins og fjöl­margar fast­eign­ir.

Þriðj­ungur fros­inna upp­sjávaaf­urða fóru til Úkra­ínu

Í árs­reikn­ingnum er vikið að atburðum sem áttu sér stað eftir lok reikn­ings­árs­ins sem geta haft áhrif á rekst­ur­inn, nánar til­tekið inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu í lok febr­ú­ar. Þar segir að Ísfé­lagið hafi í gegnum árin átt í tölu­verðum við­skiptum við fyr­ir­tæki í Úkra­ínu en um þriðj­ungur fros­inna upp­sjáv­ar­af­urða félags­ins hafa verið seld þangað síð­ast­liðin ár. „Mikil óvissa er um þróun mark­aða í Úkra­ínu en eins og sakir standa er erfitt að meta mögu­leg áhrif á við­skipti og fjár­hags­lega stöðu Ísfé­lags­ins vegna ástands­ins í Úkra­ínu. Fjár­hags­leg staða félags­ins er sterk og engin hætta á að stríðs­á­tökin hafi áhrif á rekstr­ar­hæfi þess.“

Á öft­ustu síðum árs­reikn­ings Ísfé­lags Vest­manna­eyja eru birt yfir­lit yfir ófjár­hags­legar upp­lýs­ingar um fyr­ir­tæk­ið, meðal ann­ars sam­fé­lags­lega ábyrgð þess. Þær upp­lýs­ingar eru nú mun ítar­legri en þær hafa áður ver­ið. Í kafla sem ber und­ir­heitið „Mannauð­ur“ segir meðal ann­ars: „Hjá Ísfé­lag­inu er lögð áhersla á að starfs­menn sýni heil­indi í starfi. Hvorki spill­ing né mútu­þægni er liðin og vinnur félagið að því að setja starfs­mönnum félags­ins form­legar siða­regl­ur.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent