Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að segja af sér sem innanríkisráðherra í dag. Þetta fullyrða heimildir fréttastofu RÚV og Nútímans. Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur Hanna Birna ekki enn tilkynnt þingflokki Sjálfstæðisflokksins formlega um ákvörðun sína. Þeir þingmenn sem Kjarninn hefur rætt við í dag vegna málsins koma í raun af fjöllum.
Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV ætlar hún að taka sér frí fá stjórnmálum fram að áramótum og snúa þá aftur á þing. Þá segir í frétt RÚV að ekki liggi fyrir hver taki við embætti innanríkisráðherra.
Eftir að Lekamálið svokallaða komst í hámæli í fjölmiðlum hefur þrýstingur á Hönnu Birnu, um að hún segi af sér embætti innanríkisráðherra. Eins og kunnugt er hlaut fyrrverandi aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, átta mánaða skilorðsbundin fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum, fyrir að leka trúnaðarupplýsingum úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla í nóvember á síðasta ári.
Samkvæmt frétt RÚV ætlar Hanna Birna þó að halda áfram sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins.