Hanna Birna: Stjórnmál verða að breytast og við verðum að breytast

15267454341_3ba0e4f707_z.jpg
Auglýsing

Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vara­for­maður flokks­ins og fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, hélt sína fyrstu ræðu á þing­inu í dag eftir að hún snéri til baka úr leyfi í síð­asta mán­uði.

Hanna Birna hélt ræðu undir liðnum störf þings­ins, eftir að Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði um álit hennar á því sem er að ger­ast í þing­inu, þar sem deilt hefur verið um ramma­á­ætlun og margt fleira und­an­farna daga. Birgitta sagð­ist vilja vita álit vara­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og þing­manns­ins Hönnu Birnu. Það væri mik­il­vægt, og hún vissi til þess að Hanna Birna hefði verið mik­ill tals­maður sam­vinnu­stjórn­mála þegar hún var í borg­ar­stjórn.

„Hvað varðar afstöðu mína til þess sem er að ger­ast á þing­inu núna þá held ég að ég sé á sama stað og við öll sem sitjum í þessum sal. Ég verð að við­ur­kenna það, ég hef ekki setið áður sem óbreyttur þing­maður og ég er hálf miður mín yfir því að upp­lifa það sem ég upp­lifi hér á hverjum ein­asta deg­i,“ sagði Hanna Birna. Hún sagð­ist telja vanda­málið miklu stærra en þetta eina mál, ramma­á­ætl­un, sem nú hefðu farið margir dagar í að ræða. Ramma­á­ætlun end­ur­spegl­aði ákveðna átaka­menn­ingu, sem yrði að hverfa. „Stjórn­málin verða að breytast, og þau breyt­ast ekki nema við breyt­umst hér.“

Auglýsing

Hún sagð­ist hafa talað fyrir breyttum stjórn­málum í mörg ár, en gæti við­ur­kennt það að „vonir mínar og vænt­ingar til þess að ná árangri í þeirri bar­áttu, þær hafa ekki auk­ist að und­an­förn­u.“ Hún hefði rekið sig á að „raun­veru­leik­inn er flókn­ari en draum­ur­inn um það að gera hlut­ina öðru­vísi.“ Til þess að breyta menn­ing­unni á þing­inu verði eitt­hvað að breyt­ast í hugs­un­ar­hætti þing­manna. Það væri ekki við meiri­hluta eða minni­hluta að sakast, heldur alla. „Þess vegna stöndum við frammi fyrir þeirri stað­reynd, ágætu félag­ar, að þjóðin skilur ekki þing­ið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None