Þingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í kosningunum í haust. Hanna Katrín, sem er þingflokksformaður Viðreisnar, mun áfram leiða í Reykjavíkurkjördæmi suður líkt og hún gerði 2017 en Þorbjörg Sigríður, sem tók sæti Þorsteins Víglundssonar á þingi þegar hann ákvað að hverfa til annarra starfa, tekur við af honum sem oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þorsteinn situr í neðsta sæti listans í ár, sem er svokallað heiðurssæti.
Það þýðir að Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði sem kjörinn var varaformaður Viðreisnar í fyrra, mun ekki leiða lista flokksins í komandi kosningum. Hann verður í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavík suður. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, er í 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður og færir sig því um kjördæmi. Hann var í öðru sæti, á eftir flokksformanninum Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, í Kraganum í kosningunum 2017.
Uppstillingarnefnd Viðreisnar bauð Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi formanni flokksins sem sóttist eftir að leiða fyrir Viðreisn á höfuðborgarsvæðinu, neðsta sæti á lista á höfuðborgarsvæðinu en hann afþakkaði það boð.
]María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, er í 3. sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi suður og Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur, er í því fjórða.
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, sálfræðinemi og frístundaleiðbeinandi, skipar 3. sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi norður og Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, er í 4. sæti.
Listi Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður:
- Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar
- Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði og varaformaður Viðreisnar
- María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar
- Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur
- Heiða Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands
- Gunnar Björnsson, formaður Skáksambands Íslands
- Tinna Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri
- Sverrir Kaaber, skrifstofustjóri og formaður öldungaráðs Viðreisnar
- Eyrún Þórðardóttir, verkefnastjóri
- Árni Grétar Jóhannsson, leikstjóri og leiðsögumaður
- Rhea Juarez, í fæðingarorlofi
- Stefán Andri Gunnarsson, kennari
- Kristín Hulda Gísladóttir, sálfræðingur á móttökugeðdeild
- Aron Eydal Sigurðarson, þjónustufulltrúi
- Sandra Hlín Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Reynir Hans Reynisson, sérnámslæknir
- Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir, rannsakandi hjá skattrannsóknarstjóra Skattsins
- Samúel Torfi Pétursson, verkfræðingur
- Margrét Ósk Gunnarsdóttir, laganemi
20. Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og varaforseti LUF
21. Ásdís Rafnar, hæstaréttarlögmaður
22. Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur
Listi Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður:
- Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður
- Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður
- Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, sálfræðinemi og frístundaleiðbeinandi
- Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna
- Marta Jónsdóttir, lögfræðingur
- Geir Sigurður Jónsson, forritari og frumkvöðull
- Þórunn Sif Böðvarsdóttir, kennari
- Borgþór Kjærnested, framkvæmdastjóri
- Dóra Sif Tynes, lögmaður
- Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur
- Aðalbjörg Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
- Einar Torfi Einarsson Reynis, verkfræðingur
- Emilía Björt Írisardóttir, stjórnmálafræðinemi
- Kristján Ingi Svanbergsson, meistaranemi í fjármálum
- Þuríður Elín Sigurðardóttir, leikkona
- Halldór Pétursson, byggingarverkfræðingur
- Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri
- Sveinbjörn Finnsson, sérfræðingur í orkumálum
- Sigrún Helga Lund, stærðfræðingur
20. Hákon Guðmundsson, markaðsfræðingur
21. Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, kennari og tónlistarkona
22. Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra