Hátíðarræður skili sér ekki alltaf í aðgerðir

Ýmsir þingmenn töluðu um jafnrétti á þingi í dag í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þingmaður Pírata sagði m.a. að hátíðarræðurnar skiluðu sér ekki alltaf í aðgerðirnar sem þyrfti að grípa til í þessum málefnaflokki.

Mótmæli í Madríd á Spáni 7. nóvember 2016 Mynd: EPA
Auglýsing

Alþjóð­legur bar­áttu­dagur kvenna er í dag, 8. mars, og nýttu margir þing­menn tæki­færið og fjöll­uðu um jafn­rétti í ræðum sínum undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag. Margt bar á góma, til að mynda hræði­legar aðstæður kvenna í Úkra­ínu, líf­eyr­is­rétt­indi fátækra kvenna á Íslandi, öryggi þeirra í heil­brigð­is­kerf­inu og sam­hengi jafn­réttis og lofts­lags­mála.

Jódís Skúla­dóttir þing­maður Vinstri grænna reið á vaðið og sagði í sinni ræðu að jafn­rétt­is­bar­áttan næði til allra sviða sam­fé­lags­ins.

„Hvort sem við horfum til kyn­bund­ins ofbeld­is, launa­mun­ar, á vinnu­mark­að­inn eða fjöl­skyldu­líf eigum við víða langt í land. Mig langar að fjalla hér aðeins um einn afmark­aðan þátt er varðar stöðu kvenna í sam­fé­lag­inu. Konur eiga oft og tíðum erfitt upp­dráttar í heil­brigð­is­kerf­inu, á þær er síður hlustað og kven­sjúk­dómar fá minna vægi en aðrir sjúk­dóm­ar. Kom­ist var að þeirri nið­ur­stöðu í stórri kanadískri rann­sókn að konur sem voru skornar upp af karl­kyns skurð­læknum væru 15 pró­sent lík­legri til að hljóta slæma útkomu miðað við konur sem voru skornar upp af kven­kyns skurð­lækn­i,“ sagði hún.

Auglýsing

Benti Jódís á að sami munur hefði ekki komið upp milli kyns læknis þegar útkomur karla voru skoð­að­ar. „Konur undir fimm­tugu voru lík­legri til að deyja ára­tug­inn eftir hjarta­á­fall en karl­ar. Mögu­legar ástæður eru mis­mun­andi með­ferðir í kjöl­far áfall­anna. Í Bret­landi eru 28,1 pró­sent botn­langa­skurða kvenna óþarfir miðað við 12 pró­sent hjá körl­um. Talið er að hægt væri að lækka þessa tölu veru­lega með því að skoða fyrst aðrar orsakir, til dæmis tíða­verki, blöðrur á eggja­stokkum og fleira.“

Jódís Skúladóttir Mynd: Bára Huld Beck

Greindi hún frá því að á dög­unum hefði ung kona fallið frá hér á landi sem ekki fékk áheyrn fyrr en of seint. „Hún er ekki sú fyrsta og verður ekki sú síð­asta. Í dag er Alþjóða­dagur kvenna en jafn­framt er þetta afmæl­is­dagur Rót­ar­inn­ar, félags um vel­ferð og lífs­gæði kvenna, sem fagnar níu ára afmæli. Við eigum að styðja við rann­sókn­ir, heyra í konum og tryggja jafna og örugga heil­brigð­is­þjón­ustu óháð kyn­i.“

Hætta á bakslagi

Andrés Ingi Jóns­son þing­maður Pírata fjall­aði næst um jafn­rétt­is­mál og sagði að rétt væri að þakka fyrir þá bar­áttu sem hefði skilað sam­fé­lag­inu á þann stað sem það væri í dag.

„Ára­tuga­bar­átta fyrir jafn­rétti og bættu sam­fé­lagi hefur skilað – ja, ég er ekki stærð­fræð­ingur en ég myndi segja svona milljón sinnum betra sam­fé­lagi en ella. Vand­inn er hins vegar að bar­átta fyrir mann­rétt­indum er þannig að um leið og okkur finnst við vera komin í höfn þá hættir okkur við bakslagi. Okkur hættir til að halda að rétt­inum sé náð og þar með þurfi ekki að berj­ast leng­ur,“ sagði hann.

Þannig telur hann til að mynda að það sé tví­eggjað sverð að Ísland mælist alltaf efst á jafn­rétt­is­vísi World Economic Forum af því að það geti tamið þeim sem halda um stjórn­ar­taumana ákveðna væru­kærð. Hér sé jafn­réttispara­dís. Það segi þeir yfir­leitt á erlendri grundu og trúi því kannski þegar heim er kom­ið.

Andrés Ingi Jónsson Mynd: Bára Huld Beck

„En hátíð­ar­ræð­urnar skila sér ekki alltaf í aðgerð­irnar sem við þurfum að grípa til. Ég fletti í gegnum hvað gert var á síð­asta kjör­tíma­bili og fann til dæmis þings­á­lyktun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleið­ingum þess, fram­kvæmda­á­ætlun í jafn­rétt­is­málum og þings­á­lyktun um for­varnir meðal barna og ung­menna gegn kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu ofbeldi og áreitni.

Allt fínar áætl­anir en, eins og fram kom í sam­ráðs­ferli áður en málin komu til þings­ins, ekki nógu metn­að­ar­fullar og ekki nægi­lega fjár­magn­að­ar. Rík­is­stjórnin brást ekki við þessum ábend­ingum á sam­ráðs­stigi heldur skil­aði hún til þings­ins ein­hverju moð­volgu áætl­ana­dóti sem þingið lag­aði stundum og stundum ekki,“ sagði Andrés Ingi.

Velti hann að end­ingu því fyrir sér hvort ekki væri kom­inn tími til þess að bar­áttan fyrir jafn­rétti skil­aði sér, ekki bara í hátíð­ar­ræðum ráða­manna heldur einnig í þeim aðgerðum sem þeir legðu til á þing­inu.

„Leggjum okkar á vog­ar­skál­arnar til að styðja úkra­ínskar kon­ur“

Líneik Anna Sæv­ars­dóttir þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins sagði að á alþjóð­legum bar­áttu­degi kvenna væri til­efni til að fagna árangri í jafn­rétt­is­málum og benda á verk sem þarf að vinna.

„Jafn­rétti kemur ekki af sjálfu sér, það er stöðug vinna að við­halda árangri og berj­ast fyrir frekara jafn­rétti. Það er fjöl­breytt sam­fé­lags­legt verk­efni á heims­vísu og því miður eru ekki ein­ungis stigin fram­fara­skref, stundum förum við mörg skref til baka.

Stríðið í Úkra­ínu er slíkt bakslag. Það bitnar á venju­legu fólki og þar með á jafn­rétti. Fjöl­skyldur sundrast, konur og börn verða illa úti. Það er því vel við hæfi að UN Women á Íslandi beini sjónum að stöðu kvenna og stúlkna í Úkra­ínu í til­efni dags­ins. Hjá UN Women er unnið að því alla daga árs­ins að tryggja rétt­indi kvenna og stúlkna um allan heim og þrýsta á aðild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna að virða sátt­mála sem varðar rétt­indi kvenna og stúlkna. Stríði fylgja auknar líkur á kyn­bundnu ofbeldi, man­sali og almennri neyð. Það eru því miður farnar að ber­ast fréttir af því að lík­amar kvenna séu orðnir vett­vangur stríðs­á­taka í Úkra­ínu eins og alla tíð hefur tíðkast í stríði. Konur neyð­ast til að flýja heim­ili sín með ung börn, skilja eftir syni og maka, syni sem þær höfðu von­ast eftir að fylgj­ast með í íþrótt­um, námi og starfi en ekki í stríðs­á­tök­um, maka og bræður sem þær vita ekki hvort þær sjá aft­ur,“ sagði hún.

Líneik Anna Sævarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Telur Líneik Anna að stuðn­ingur mið­aður að þörfum kvenna sé brýnn, ekki síst til þeirra jað­ar­settu. „Leggjum okkar á vog­ar­skál­arnar til að styðja úkra­ínskar konur og stuðlum að því að þær fái tæki­færi til að vinna að friði, fái að koma að borð­inu. Friður er grund­völlur jafn­rétt­is.“

Hópur kvenna unnið sér inn lítil eða engin rétt­indi til greiðslna úr líf­eyr­is­sjóðum

Oddný G. Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði að þegar mik­il­vægar ákvarð­anir eru teknar væri nauð­syn­legt að við borðið sætu bæði karlar og konur og raddir allra heyrð­ust vel.

„Borðin geta verið marg­vís­leg: rík­is­stjórn­ar­borð­ið, fund­ar­borð sveit­ar­stjórna, borðið þar sem samið er um kaup og kjör og eld­hús­borðið þar sem verkum er skipt á fjöl­skyldu­með­limi. Þetta á líka við um borðið þar sem reynt er að semja um frið á milli stríð­andi fylk­inga. Á myndum af þeim sem sitja við samn­inga­borðið og reyna að semja um frið í stríði rúss­neska hers­ins í Úkra­ínu sjást engar kon­ur, sem sýnir okkur mjög skýrt að við eigum langt í land að ná jafn­vægi í þessum efn­um. Og á fleiri sviðum eigum við langt í land.

Launa­munur hér á landi er enn mik­ill á milli karla og kvenna sem er mis­munun sem fylgir konum ævina út. Lægri laun og hluta­störf gefa lægri líf­eyri við starfs­lok. Það er aug­ljóst mál.“

Oddný Harðardóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hún vildi við til­efnið sér­stak­lega ræða um fátækar konur á Íslandi. „Á lág­marks­launum búa þær við mjög kröpp kjör og þær sem þurfa að treysta á greiðslur Trygg­inga­stofn­unar eru í enn verri mál­um. Um 70 pró­sent líf­eyr­is­þega sem búa við lök­ustu kjörin eru konur sem voru í hluta­störfum eða heima­vinn­andi á árum áður. Meðal þeirra sem eru allra verst settar eru konur af erlendum upp­runa. Þessi hópur kvenna hefur unnið sér inn lítil eða engin rétt­indi til greiðslna úr líf­eyr­is­sjóðum og þær hafa mjög tak­mörkuð efni og úrræði til fram­færslu. En stjórn­völd virð­ast ekki hafa frétt af þeirra vanda. Bar­áttan gegn tekju­ó­jöfn­uði og kynja­mis­munun stendur yfir og Sam­fylk­ingin mun ótrauð halda jafn­rétt­is­bar­átt­unni áfram,“ sagði Odd­ný.

Getum ekki unnið með lofts­lags­mál án þess að vinna líka með jafn­rétti kynj­anna

Eva Dögg Dav­íðs­dóttir þing­maður Vinstri grænna fannst vert að staldra við skörun lofts­lags­breyt­inga og kynja­jafn­réttis á bar­áttu­degi kvenna.

„Lofts­lags­breyt­ingar eru, eins og við þekkj­um, ekki rétt­lát­ar. Þótt þurrkar, flóð og aftaka­veður hafi áhrif á alla jörð­ina er stað­reyndin sú að fátæk­ustu og jað­ar­sett­ustu svæði heims, sem bera í raun minnsta ábyrgð á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á heims­vísu, verða verst fyrir barð­inu á áhrifum lofts­lags­vár­inn­ar. Konur eru sér­stak­lega jað­ar­settar í þessu sam­hengi. Rann­sóknir hafa sýnt að á heims­vísu eru konur lík­legri til að verða fyrir nei­kvæðum áhrifum vegna lofts­lags­breyt­inga og á sama tíma ná lofts­lags­að­gerðir oft ekki til þeirra.

Það er orðið deg­inum ljós­ara að við getum ekki unnið með lofts­lags­mál án þess að vinna líka með jafn­rétti kynj­anna og öfugt, því að þó að konur séu að mörgu leyti fórn­ar­lömb lofts­lags­breyt­inga eru þær líka hluti af lausn­inni. Rann­sóknir sýna að lofts­lags­að­gerðir á við­kvæmum svæðum styrkj­ast undir for­ystu kvenna og eru lík­legri til lang­tíma­ár­ang­urs. Að sama skapi getur virk þátt­taka kvenna verið vald­efl­andi fyrir þær í sam­fé­lag­inu og þannig aukið jafn­rétt­i,“ sagði hún.

Eva Dögg Davíðsdóttir Mynd: Skjáskot/Alþingi

Nefndi hún skýrsla milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál, sem kom út í síð­ustu viku, og benti á að þar væri mikil áhersla lögð á þátt­töku kvenna í lofts­lags­að­gerð­um. Hún sagði að hlut­verk kvenna sem frum­kvöðlar þegar kemur að aðlögun að lofts­lags­breyt­ingum á jað­ar­settum svæðum myndi skipta lyk­il­máli nú þegar afleið­ingar lofts­lags­vár­innar raun­ger­ast í auknum mæli.

„Þetta er nokkuð sem við hér á Íslandi þurfum að halda á lofti og getum stutt við, til dæmis í gegnum þró­un­ar­að­stoð. Lofts­lags­málin munu setja mark sitt á þró­un­ar­að­stoð næstu árin. Það er mik­il­vægt að vest­rænar þjóðir styðji jað­ar­sett­ari svæði í aðlög­un­ar­að­gerðum og í því sam­hengi er gríð­ar­lega mik­il­vægt að við gætum þess að þessar aðgerðir taki mið af jafn­rétt­i,“ sagði Eva Dögg.

Konur beittar grófu kyn­ferð­is­of­beldi – allt í þágu valds, ofbeldis og stríðs

„Til ham­ingju með dag­inn, alþjóð­legan bar­áttu­dag kvenna sem helg­aður er bar­áttu kvenna fyrir jafn­rétti, jöfn­uði og friði svo að eitt­hvað sé nefn­t,“ sagði Helga Vala Helga­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í ræðu sinni á þingi í dag. „Já, konur hafa verið í far­ar­broddi öldum saman þegar kemur að bar­áttu fyrir jöfn­uði, jafn­rétti, vel­ferð og friði. Það eru ekki konur sem leiða þjóðir í stríð. Það eru hins vegar konur sem leiða vinnu við að veita skjól.“

Hún vildi vekja athygli á þeirri hræði­legu stað­reynd að það þyrfti ekki viku af inn­rás­ar­stríði Rússa í Úkra­ínu þar til kven­lík­am­inn væri orð­inn að víg­velli í því hrylli­lega stríði.

Helga Vala Helgadóttir Mynd: Bára Huld

„Konur og stúlkur eru beittar grófu kyn­ferð­is­of­beldi og lim­lest­ing­um, allt í þágu valds, ofbeldis og stríðs og gert til að veikja varnir full­valda þjóð­ar. Þetta er því miður órjúf­an­legur fylgi­fiskur stríðs­á­taka þar sem vopnum er beitt en einnig ráð­ist með mik­illi grimmd gagn­vart því allra heilag­asta. Sví­virðan er algjör. Það virð­ist allt leyfi­legt í þessum grimmi­lega hern­aði brjál­aðs manns. Við skulum muna þetta. Við skulum alltaf hafa það í huga, þegar við erum að ræða stríðið í Úkra­ínu, að einskis er svif­ist. Við eigum að gera allt til að stöðva þetta stríð, við eigum að gera allt sem í okkar valdi stend­ur,“ sagði Helga Vala.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent