Hefur áhyggjur af því að greiðslubyrði lána verði meiri en fólk hafði gert ráð fyrir

Í nýlegri hagspá Landsbankans er gert ráð fyrir því að stýrivextir verði komnir í 2,75 prósent við lok árs 2023. Gangi spáin eftir mun vaxtabyrði húsnæðislána aukast mikið líkt og þingmaður Viðreisnar vakti athygli á á Alþingi í dag.

Jón Steindór
Auglýsing

Rétt er að hafa áhyggjur af skuld­settum heim­ilum og ekki síst hjá ungu fólki „sem hefur spennt bog­ann til hins ýtrasta til að eign­ast eigið hús­næð­i,“ að mati Jóns Stein­dórs Valdi­mars­sonar þing­manns Við­reisn­ar. Ástæðan fyrir því eru vaxta­horfur en eins og Jón Stein­dór benti á í ræðu sinni undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag er gert ráð fyrir því í nýlegri hag­spá Lands­bank­ans að stýri­vextir verði orðnir 2,75 pró­sent í lok árs 2023.

Jón vís­aði í nýlega ræðu sína á þingi þar sem hann benti á að fast­eigna­kaup á Íslandi í íslenska krónu­hag­kerf­inu væru „hrein og klár áhættu­fjár­fest­ing.“ Fast­eigna­verð hefði hækkað mikið á síð­ustu miss­erum á sama tíma og ungt fólk hefði streymt inn á fast­eigna­mark­að­inn. Jón sagð­ist hafa áhyggjur af því að vaxta­byrðin yrði meiri en lán­tak­endur hefðu reiknað með.

Meg­in­vextir Seðla­banka Íslands hækk­uðu um 0,25 pró­sentu­stig í morg­un, fóru úr 0,75 pró­sentum í eitt pró­sent. „Ein­hverjum kann að þykja að vaxta­hækk­unin nú, um 0,25 pró­sentu­stig, sé létt­væg. Svo er alls ekki. Sá sem skuldar t.d. 30 millj­ónir þarf að greiða 75.000 kr. meira í vexti á hverju ári og því miður er lík­legt að frek­ari vaxta­hækk­anir fylgi í kjöl­far­ið,“ sagði Jón Stein­dór um stýri­vaxta­hækk­un­ina og áhrif hennar á greiðslu­byrði lán­tak­enda.

Auglýsing

Greiðslu­byrði geti hækkað um 50 þús­und á mán­uði

Hann benti í kjöl­farið á að ef að spá Lands­bank­ans gengi eftir ætti greiðslu­byrði eðli máls­ins sam­kvæmt eftir að hækka meira. „Í nýlegri hag­spá Lands­bank­ans er gert ráð fyrir því að stýri­vextir Seðla­bank­ans verði orðnir 2,75% í lok árs­ins 2023. Þá verður vaxta­kostn­aður af 30 millj. kr. láni orð­inn 600.000 kr. hærri á hverju ári, eða um 50.000 kr. í hverjum ein­asta mán­uð­i.“

Í hag­spá Lands­bank­ans sem Jón vís­aði í segir að verð­bólga hafi verið fyrir ofan efri vik­mörk verð­bólgu­mark­miðs í fjóra mán­uði og þrýst­ingur á pen­inga­stefnu­nefnd því farið vax­andi. Þess má geta að spáin var birt áður en stýri­vextir voru hækk­aðir í morg­un. Grein­ing­ar­deild Lands­bank­ans gerði engu að síður ráð fyrir að stýri­vextir yrðu komnir í 1,5 pró­sent í árs­lok og að þeir myndu hækka í 2,5 pró­sent árið 2022 og í lok árs 2023 yrðu komnir í 2,75 pró­sent í loks árs 2023.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent