Hefur séð „líkmenn í jarðarför glaðlegri“ en ráðherra Sjálfstæðisflokksins

Þingmaður Miðflokksins telur misvísandi skilaboð hafa borist frá Sjálfstæðisflokknum varðandi sóttvarnaaðgerðir – annars vegar þau sem koma með beinum hætti frá ríkisstjórninni og hins vegar hvernig ráðherrar flokksins tjá sig þess utan.

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Berg­þór Óla­son þing­maður Mið­flokks­ins og Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra áttu orða­stað um sótt­varna­að­gerðir í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Þing­mað­ur­inn spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars hvers væri að vænta frá stærsta stjórn­ar­flokknum á næstu vikum og dögum í aflétt­ingu sótt­varna­að­gerða.

Berg­þór hóf mál sitt á að segja að þau hefðu verið mis­vísandi skila­boðin sem bær­ust frá Sjálf­stæð­is­flokknum „ann­ars vegar þau sem koma með beinum hætti úr rík­is­stjórn­inni, þær ákvarð­anir sem kynntar voru síð­ast­lið­inn föstu­dag, og síðan það með hvaða hætti ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins tjá sig á tröppum Ráð­herra­bú­stað­ar­ins eða í við­töl­u­m“.

Auglýsing

„Við heyrum hæst­virtan fjár­mála­ráð­herra, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tala á þeim nótum að hann telji laga­for­sendur vera brostnar fyrir þeim sótt­varna­að­gerðum sem við nú erum und­ir­orp­in. Hæst­virtir ráð­herr­ar, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, hafa tal­að, að ég met með skyn­sam­legum hætti, í við­tölum og utan rík­is­stjórn­ar, en síðan ger­ist ekki neitt. Það sem kynnt var hér síð­ast­lið­inn föstu­dag er auð­vitað ekk­ert annað en fram­leng­ing­ar­á­ætl­un.“

Hann sagði að áætlun stjórn­valda væri ekki aflétt­ing­ar­á­ætl­un. „Það er verið að fram­lengja þá stöðu sem er í sótt­vörnum hér á landi án þess að nokkrar for­sendur séu til. Og meira að segja með þeim hætti að for­maður stærsta stjórn­ar­flokks­ins, hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra Bjarni Bene­dikts­son, telur laga­for­sendur vera brostnar fyrir núver­andi aðgerð­u­m.“

Spurði Berg­þór hvers væri að vænta frá stærsta stjórn­ar­flokknum á næstu vikum og dögum í þessum efn­um, eins og áður seg­ir. „Við vitum að ef ein­hver situr í gæslu­varð­haldi og í ljós kemur að engar for­sendur eru til slíkrar vist­unar þá er við­kom­andi sleppt hið snarasta, innan dags­ins. En nú er sam­fé­lag­inu haldið í þess­ari stöðu og kynnt með pompi og prakt að við­halda skuli slíkum óþarfa­að­gerðum í sjö vik­ur. Ég hef séð lík­menn í jarð­ar­för glað­legri en ráð­herrana sem sátu undir kynn­ingu for­sæt­is­ráð­herra síð­ast­lið­inn föstu­dag.“

Telur skoð­ana­skiptin heil­brigð

Þór­dís Kol­brún svar­aði og sagð­ist gleðj­ast yfir því að fá tæki­færi til að fara yfir þetta mál þótt hún, eins og örugg­lega flestir aðr­ir, væri orðin mjög leið á því að tala um það.

„Ég gleðst þess vegna líka yfir þeim teikn­um, gögn­um, ekki bara vís­bend­ingum heldur töl­um, stað­reyndum og orðum sem streyma um að við séum á leið­inni út úr COVID-far­aldr­inum eins og við höfum þekkt hann og að ómíkron-af­brigð­ið, sem nán­ast allir eru að smit­ast af í dag, sé í raun og veru ann­ars eðlis heldur en það sem áður hefur ver­ið. Ég hef sagt það margoft og ítreka það hér að mér finnst þau skoð­ana­skipti sem birt­ast við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, inni á fund­um, úti á tröpp­um, í við­tölum og annað ein­fald­lega heil­brigð. Mér finnst það styrk­leika­merki frekar en veik­leika­merki og mér finnst ágætt að það sé eitt­hvert pláss og svig­rúm fyrir slíkar spurn­ingar og fyrir slíkt sam­tal.

Mér finnst okkur í rík­is­stjórn­inni líka hafa gengið ágæt­lega að geta tek­ist á og geta átt sam­tal og stundum verið ósam­mála um eitt stærsta verk­efni sem rík­is­stjórn og sam­fé­lag hefur þurft að takast á við. Ég hef sjálf reynt að tala af yfir­vegun um þessi mál. Ég er ósam­mála þing­mann­inum um að þetta sé fram­leng­ing­ar­á­ætl­un. Þetta er hrein og klár aflétt­ing­ar­á­ætlun sem ég von­ast þó til að hægt verði að taka í stærri skrefum ef við höldum áfram að sjá þá þróun sem blasir við okkur nú. Það skiptir líka máli að við sýnum því skiln­ing að við erum á mis­mun­andi stað gagn­vart þessu. Við erum líka sem fólk í þessu landi missmeyk gagn­vart þessum sjúk­dómi og þessu verk­efni. Að því leyt­inu til reyni ég að sýna því skiln­ing að við séum missmeyk og við þurfum mis­langan tíma til þess að vera viss í þeirri trú að þetta sé allt að verða búið eins og við höfum þekkt það. Og ég trúi því svo sann­ar­lega,“ sagði hún.

Þórdís Kolbrún Mynd: Bára Huld Beck

Berg­þór sagði í fram­hald­inu að honum þætti svarið „heldur lint“ vegna þess að það væru ekki nema nokkrir dagar síðan Willum Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra hefði sagt að með orðum sínum og fram­göngu væru ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins að grafa undan mark­miðum sótt­varna­að­gerð­anna.

Spurði hann hvernig þau orð ráð­herr­ans slægju Þór­dísi Kol­brúnu.

Bindur miklar vonir við að hægt verði að taka stærri skref

Þór­dís Kol­brún svar­aði í annað sinn og sagði að þetta verk­efni sner­ist ekki um þá flokka sem standa saman að rík­is­stjórn eða ein­hverja ákveðna leik­endur þar inni.

„Þetta verk­efni snýst um að ná jafn­vægi í því að tryggja það að sótt­varnir séu nægar til að vernda líf og heilsu fólks og að við séum með þær efna­hags­að­gerðir sem þarf til að mæta því. En ég ítreka það hér sem ég hef áður sagt, mér finnst við vera komin á þann stað núna að ef við værum að taka við ómíkron-af­brigði og þeirri hættu sem í því felst þá sé ég ekki fyrir mér að við værum að ræða þær sam­fé­lags­legu tak­mark­anir sem við erum með í dag.

Í mínum huga er það alltaf kjarni máls og við eigum að miða okkur og máta okkur við það. Þess vegna fagna ég því að við séum að taka þau skref sem við erum að taka og ég bind mjög miklar vonir við að hægt verði að taka stærri skref innan þess tíma sem lagt var upp með, enda er ekki hægt að festa aflétt­ingar við dag­setn­ingar vegna þess að við þurfum á hverjum tíma að vera viss um að við séum innan ramma lag­anna þegar kemur að heim­ild okkar til að beita slíkum tak­mörk­un­um,“ sagði hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent