Heilbrigðisstarfsfólk fái skýra heimild til að rjúfa þagnarskyldu

Annan hvern dag kemur kona með líkamlega áverka eftir heimilisofbeldi á bráðamóttöku Landspítala. Fjórar af hverjum tíu konum sem koma vegna áverka á spítalann, koma út af áverkum í kjölfar heimilisofbeldis.

Þolendur heimilisofbeldis eru útsettir fyrir stigvaxandi alvarleika áverka og alvarlegra afleiðinga á andlega og líkamlega heilsu.
Þolendur heimilisofbeldis eru útsettir fyrir stigvaxandi alvarleika áverka og alvarlegra afleiðinga á andlega og líkamlega heilsu.
Auglýsing

Fyr­ir­hugað er að semja laga­frum­varp í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu og lög­festa skýra heim­ild fyrir heil­brigð­is­starfs­menn til þess að upp­lýsa lög­reglu um heim­il­is­of­beld­is­mál sem rata inn á þeirra borð og til að miðla nauð­syn­legum upp­lýs­ingum til lög­reglu í málum vegna sér­stak­lega hættu­legra ein­stak­linga.

Ef um ítrek­aðar komur vegna heim­il­is­of­beldis á heil­brigð­is­stofnun er að ræða, ef ófrísk kona kemur á heil­brigð­is­stofnun í kjöl­far heim­il­is­of­beldis og/eða ef þol­andi greinir frá því að hafa verið tek­inn kyrk­ing­ar­taki í tengslum við heim­il­is­of­beldi myndi sam­ræmt verk­lag heil­brigð­is­stofn­ana vegna mót­töku þolenda heim­il­is­of­beldis virkj­ast og lög­regla upp­lýst um mál­ið.

Þá yrði með fyr­ir­hug­uðu laga­frum­varpi sett skýr laga­heim­ild fyrir heil­brigð­is­starfs­fólk til að taka við og til að miðla upp­lýs­ingum til lög­reglu í málum vegna sér­stak­lega hættu­legra ein­stak­linga.

Auglýsing

Áformin hafa nú verið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda til kynn­ingar og umsagna. Þar segir að ýmis álita­mál hafi þegar komið upp í und­ir­bún­ings­vinnu að laga­breyt­ing­un­um. Er sér­stak­lega nefndur mögu­legur fæl­ing­ar­máttur þolenda að leita sér heil­brigð­is­þjón­ustu, ábyrgð heil­brigð­is­starfs­manna að hafa sam­band við lög­reglu, mik­il­vægi þess að virða sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt þol­anda, hver yrði for­varn­ar­þáttur og skila­boð til sam­fé­lags­ins með breyt­ingu á lögum og hvernig styrkir það stöðu þolenda og aðstand­anda þeirra (oft börn) ef ekk­ert er að gert. „Þessi atriði og fleiri þarf að ræða ítar­lega með hag­höfum við gerð frum­varps,“ segir í upp­lýs­ingum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins í sam­ráðs­gátt­inni.

Gæta skal fyllstu þag­mælsku

Hvað heim­il­is­of­beldi varðar þá skulu heil­brigð­is­starfs­menn, sam­kvæmt gild­andi lög­um, gæta fyllstu þag­mælsku um allt það sem þeir kom­ast að í starfi sínu. Aðeins má víkja frá þagn­ar­skyldu vegna brýnnar nauð­synjar, á grund­velli sam­þykkis sjúk­lings eða sam­kvæmt ákvæðum ann­arra laga. „Skil­yrðið um brýna nauð­syn getur talist upp­fyllt í heim­il­is­of­beld­is­málum en það hefur reynst vera heldur mats­kennt og þolendum þar með ekki endi­lega til hags­bóta,“ segir í sam­an­tekt ráðu­neyt­is­ins á mál­inu.

Fyr­ir­hugað er að breyta síð­ari máls­lið ákvæð­is­ins með eft­ir­far­andi hætti og bæta nýjum máls­lið við hann. Annar og þriðji máls­liður 1. mgr. 17. gr. um heil­brigð­is­starfs­menn verði svohljóð­andi:

Þetta gildir ekki bjóði lög annað eða rök­studd ástæða er til þess að rjúfa þagn­ar­skyldu vegna brýnnar nauð­synjar, þ.e. ef líf og heilsa sjúk­lings er hætta búin vegna ytri aðstæðna eða ef téð komu­á­stæða sjúk­lings er vegna heim­il­is­of­beldis eða ofbeldis í nánu sam­bandi sem geti ógnað lífi og heilsu við­kom­andi. Í þessum til­vikum er heil­brigð­is­starfs­manni heim­ilt að til­kynna lög­reglu um aðstæður og komu­á­stæðu sjúk­lings til þess að lög­regla geti metið aðstæður og gert við­eig­andi ráð­staf­anir til að tryggja nauð­syn­lega vernd sjúk­lings og stuðn­ing.“

Karlar eru gerendur í heimilismálum í um 80 prósent tilvika. Fórnarlömbin eru jafn oft konur. Mynd: Pexels

Vegna alvar­leika heim­il­is­of­beld­is­mála, stöðu þolenda og óljósra heim­ilda til að til­kynna til lög­reglu „þykir vera ríkt til­efni til að end­ur­skoða lögin og veita heil­brigð­is­starfs­fólki sér­staka heim­ild til að til­kynna lög­reglu um heim­il­is­of­beld­i,“ segir þar enn­frem­ur. Laga­breyt­ing myndi að mati ráðu­neyt­is­ins stuðla að því að lög­reglu yrði í auknum mæli gert kleift að veita aðstoð sína, þar sem ætla má að þolendur slíks ofbeldis veigri sér við að leita réttar síns og þekki rétt­indi sín oft ekki nægi­lega vel. Án laga­breyt­ingar geta lög og regl­ur, sér­stak­lega um þagn­ar­skyldu, hamlað fram­gangi mála hjá lög­reglu og í ein­hverjum til­fellum komið í veg fyrir að þol­andi fái við­eig­andi aðstoð. Þannig getur lagaum­hverfið við­haldið ofbeld­is­að­stæðum þol­anda í stað þess að stíga inn í aðstæður og veita alla til­tæka aðstoð sem þol­andi á rétt á.

Mark­mið með breyt­ing­unni er að sögn heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins að auka þjón­ustu við þolendur heim­il­is­of­beldis og að auka vernd þolenda ofbeld­is. „Að­ferðin við að ná því mark­miði er að brúa bilið sem vantar í lög­gjöf­ina þannig að ákvæði um þagn­ar­skyldu og annað hindri ekki fram­vindu mála í þeim til­vikum sem hér er lýst.“

Auglýsing

Konur eru lík­legri að vera þolendur heim­il­is­of­beldis og heil­brigð­is­starfs­menn eru gjarnan þeir fyrstu sem fá vit­neskju um ofbeld­ið. Með orð­inu heim­il­is­of­beldi er í þessu sam­bandi átt við ofbeldi milli náinna eða tengdra aðila s.s. milli núver­andi eða fyrr­ver­andi maka eða sam­búð­ar­að­ila hvort sem aðilar eru skráðir í sam­búð eða ekki, af hálfu niðja eða ann­arra sem búa á heim­ili við­kom­andi eða eru í hans umsjá.

40 pró­sent þolenda koma ítrekað vegna áverka

Eðli heim­il­is­of­beldis kemur meðal ann­ars fram í stig­mögnun (e. escalation) ofbeld­is­ins. Því eru þolendur heim­il­is­of­beldis útsettir fyrir stig­vax­andi alvar­leika áverka og alvar­legra afleið­inga á and­lega og lík­am­lega heilsu, segir m.a. í fylgi­skjölum við áformunum í sam­ráðs­gátt. Sömu­leiðis sýna rann­sóknir að þessi sjúk­linga­hópur kemur ítrekað á bráða­mót­tökur með áverka eftir ofbeld­ið. Íslensk rann­sókn frá árinu 2022 sýndi að 40 pró­sent þeirra kvenna sem koma á bráða­mót­tök­una í Foss­vogi eftir heim­il­is­of­beldi komu ítrekað vegna lík­am­legra áverka af völdum heim­il­is­of­beld­is. Þá koma 4 af hverjum 10 konum sem koma vegna áverka á spít­al­ann, út af áverkum í kjöl­far heim­il­is­of­beld­is.

„Nándin sem felst í tengsl­unum milli þol­anda og ger­anda gerir það að verkum að erf­ið­ara er fyrir þol­anda að leita sér aðstoðar t.d. hjá lög­reglu,“ stendur í sam­an­tekt ráðu­neyt­is­ins. „Vegna þeirrar stöðu sem þolendur heim­il­is­of­beldis eru í þá væri skyn­sam­legt að skýra núver­andi heim­ildir heil­brigð­is­starfs­manna til að hafa sam­band við lög­reglu að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­u­m.“

Rann­sóknir hafi sýnt að snemmtæk inn­grip og teng­ing milli kerfa hefur jákvæð áhrif í för með sér, þolendum heim­il­is­of­beldis til hags­bóta. Með heild­stæðri og snemmtækri þjón­ustu á að leit­ast við að koma í veg fyrir stig­mögnun ofbeld­is­ins og ítrek­aðar komur vegna þess og bæta þannig lífs­gæði þolenda og aðstand­enda þeirra. „Sömu­leiðis er leit­ast við að taka af vafa heil­brigð­is­starfs­fólks um heim­ild um að rjúfa þagn­ar­skyldu þegar sjúk­lingur kemur vegna heim­il­is­of­beld­is.“

Ráðu­neytið telur að með laga­setn­ing­unni fái þolendur heim­il­is­of­beldis aukna vernd með því að stjórn­völd sinni jákvæðum skyldum sínum og stígi inn í ofbeld­is­mál í auknum mæli. Þannig verði lög­reglu t.d. kleift að hafa afskipti af ger­endum og tryggja vernd þolenda í heim­il­is­of­beld­is­mál­um.

Konur eru sérstaklega útsettar fyrir heimilisofbeldi á meðgöngu og í kjölfar hennar. Mynd: Pexels

Í for­máls­orðum samn­ingi Evr­ópu­ráðs­ins um for­varnir og bar­áttu gegn ofbeldi á konum og heim­il­is­of­beldi (Ist­an­búl samn­ing­ur­inn), hafa aðild­ar­ríki Evr­ópu­ráðs­ins við­ur­kennt að ofbeldi gegn kon­um, sem er í eðli sínu kyn­bundið ofbeldi, er eitt helsta félags­lega tækið til að neyða konur til að skipa lægri sess í sam­fé­lag­inu en karl­ar. Einnig kemur fram að aðild­ar­ríkin hafi gert sér grein fyrir því mikla áhyggju­efni að konur og stúlkur verði oft fyrir alvar­legu ofbeldi. Þá gerðu aðild­ar­ríkin sér grein fyrir því að konur og stúlkur eru í meiri hættu en karlar að verða fyrir kyn­bundnu ofbeldi og að konur verða hlut­falls­lega oftar fyrir heim­il­is­of­beldi en karlar sem geta þó einnig orðið fyrir slíku ofbeldi.

Karlar eru lík­legri en konur til að vera hættu­legri sam­borg­urum sín­um. Í skýrslu sem emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra gaf út í mars á þessu ári kom fram að á árunum 2010-2020 var fjöldi allra mann­dráps­mála 21. Konur voru fórn­ar­lömb í ell­efu þess­ara mála. Ger­endur voru karlar í miklum meiri­hluta mál­anna eða 19 af 21.

Þegar litið er til maka­of­beldis þá eru ger­endur í 83 pró­sent til­vika karlar og í jafn háu hlut­falli eru þolendur kon­ur. Algeng­asta verkn­að­ar­að­ferðin var hnífstunga/egg­vopn (38 pró­sent) og kyrk­ing sú næstal­geng­asta (24 pró­sent). Þegar horft er til ofbeldis af hálfu fjöl­skyldu­með­lims skráð hjá lög­reglu á árinu 2021 þá eru ger­endur í 79 pró­sent til­vika karlar og þolendur í 54 pró­sent til­vika kon­ur.

Annan hvern dag

Heim­il­is­of­beldi er stærsta ógn við lýð­heilsu kvenna í heim­in­um, segir í sam­an­tekt heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins. Heim­il­is­of­beldi í garð kvenna er mann­rétt­inda­brot og hefur víð­tækar nei­kvæðar afleið­ingar á líf og líðan þolenda, sem og aðstand­enda þeirra sem oft eru börn að aldri. Algengi heim­il­is­of­beldis í garð kvenna á Íslandi er um 22 pró­sent og annan hvern dag kemur kona með lík­am­lega áverka í kjöl­far heim­il­is­of­beldis á bráða­mót­töku Land­spít­ala.

Heim­il­is­of­beldi er algeng­ast hjá konum sem eru á barn­eign­ar­aldri og rann­sóknir sýna að ofbeldi hefst gjarnan þegar konan verður ófrísk, sem hefur nei­kvæð áhrif á með­göngu, fæð­ingu og fyrstu ár barns­ins. Sam­kvæmt íslenskum rann­sóknum eru um 20 pró­sent íslenskra mæðra beittar ofbeldi á með­göngu.

Auglýsing

Breskar rann­sóknir sýna að 14 pró­sent kvenna sem deyja á með­göngu höfðu áður sagt heil­brigð­is­starfs­manni frá heim­il­is­of­beldi. „Ekk­ert bendir til að nið­ur­stöður sam­bæri­legrar rann­sóknar hér­lendis yrðu á annan máta,“ segir í gögnum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins. „Rann­sóknir sýna að ofbeldi erf­ist og þau börn sem alast upp við ofbeld­is­hegðun for­eldra eru bæði lík­legri til að verða ger­endur og þolendur heim­il­is­of­beldis í fram­tíð­inn­i.“

Með skýr­ari heim­ildum heil­brigð­is­starfs­fólks til að veita þolendum heim­il­is­of­beldis marg­þætt­ari þjón­ustu með því að tengja lög­reglu í þeirra mál er von­ast til að bæta lýð­heilsu þolenda og aðstand­enda þeirra. „Án laga­breyt­ingar munu lög og regl­ur, sér­stak­lega um þagn­ar­skyldu, hamla fram­gangi mála hjá lög­reglu og í ein­hverjum til­fellum koma í veg fyrir að þol­andi fái við­eig­andi aðstoð,“ segir í rök­stuðn­ingi heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins vegna áfor­manna. „Þannig mun lagaum­hverfið við­halda ofbeld­is­að­stæðum þol­anda í stað þess að stíga inn í aðstæður og veita alla til­tæka aðstoð sem þol­andi á rétt á.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent