Heilbrigðisþjónusta á Íslandi ekki sambærileg við Norðurlöndin lengur

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Læknum á Íslandi er meinað að beita gagn­reyndum og við­ur­kenndum með­ferð­ar­úr­ræðum við lifr­ar­bólgu C, sem þýðir að heil­brigð­is­þjón­usta á Íslandi er ekki lengur sam­bæri­leg við þjón­ustu ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Þetta segir Reynir Arn­gríms­son, for­maður Lækna­ráðs Land­spít­al­ans, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag um ný lyf við lifr­ar­bólgu C.

Til­efnið er dóms­mál sem Fanney Björk Ásbjörns­dóttir hefur höfðað gegn rík­inu vegna þess að henni hefur verið synjað um nýj­ustu lyf við lifr­ar­bólgu C. Málið hefur fengið flýti­með­ferð fyrir hér­aðs­dómi Reykja­víkur og verður lík­lega tekið fyrir í ágúst.

Fá ekki að gefa ný lyf þrátt fyrir aug­ljósa þörfFann­eyju og öðru fólki með lifr­ar­bólgu C á Íslandi hefur verið synjað um ný lyf sem geta upp­rætt veiruna vegna þess að kaup á lyfj­unum rúm­ast ekki innan ramma fjárl­veit­inga. Bæði Lyfja­greiðslu­nefnd og Sjúkra­trygg­ingar Íslands hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ekki sé svig­rúm til kaupa á svo dýrum lyfj­um. Ef dóm­stólar stað­festa þessa nið­ur­stöðu og ákvörð­unin fær að standa á „for­sendum fjár­heim­ilda óháð þörf hinna veiku á slíkri lífs­nauð­syn­legri með­ferð og ráð­legg­ingum lækna er sú útkoma bæði sið­ferði­lega og lækn­is­fræði­lega óásætt­an­leg og óhugs­and­i,“ segir Reyn­ir.

„Ný teg­und lyfja sem upp­rætir sýk­ing­una á nokkrum vikum og þolist vel hefur komið fram á allra síð­ustu árum og er m.a. notuð ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Vegna kostn­aðar hefur með­ferðin víð­ast verið tak­mörkuð við þann hóp sjúk­linga sem eru með umtals­verða örmyndun í lifur eða komnir með skorpulif­ur,“ segir Reynir í grein sinni. „Á Íslandi er enn stuðst er við eldri með­ferð­ar­úr­ræðin sem hafa minni virkni, tíð­ari og alvar­legri auka­verk­anir og þol­ast mun verr af sjúk­lingum en hin nýju lyf.“

Auglýsing

Sér­fræð­ingar í lifr­ar­sjúk­dómum hafi bent á nauð­syn þess að fá aðgang að þessum nýju með­ferð­ar­úr­ræð­um, og að tals­verður hópur fólks geti ekki beðið lengur eftir lyfj­un­um. „Þrátt fyrir aug­ljósa þörf þess­ara sjúk­linga á frek­ari með­ferð hefur reynst ómögu­legt að fá heim­ild til að beita nýju lyfj­un­um.“

Afleið­ingar dóms­máls víð­tækar og hafa for­dæm­is­gildiSem fyrr segir hefur rík­inu verið stefnt vegna máls­ins. Reynir segir dóm í þessu máli, ef ákvörðun vald­hafa fái að standa, geta haft mun víð­tæk­ari þýð­ingu og for­dæm­is­gildi en blasi við í fljótu bragði. „Sú sið­ferði­lega kvöð á heil­brigð­is­yf­ir­völdum að veita þessum sjúk­linga­hópi bestu mögu­lega og lífs­nauð­syn­lega með­ferð breyt­ist ekki.“

Reynir segir að fjár­veit­ingar til lækn­inga verði að sníða að verk­efn­um, frekar en að reyna að knýja þörf og úrræði að van­á­ætl­uðum fjár­heim­ild­um. Sveigj­an­leiki verði að vera til staðar til að taka á málum sem þess­um.

„Fyrir læknum eru allir sjúk­linga­hópar og veik­indi þeirra jafn­rétt­há. Grund­vall­ar­at­riði er að aðgengi að við­ur­kenndri og gagn­reyndri með­ferð sé miðlað jafn­ræð­is­grund­velli óháð því hver á í hlut og hver veik­indin eru.“ Það sé mik­il­vægt að fjár­veit­inga­valdið og heil­brigð­is­yf­ir­völd komi saman og beiti sér fyrir sátt í mál­inu, og að sá hópur sem er í brýnni þörf geti hafið með­ferð strax.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None