Heilbrigðisþjónusta á Íslandi ekki sambærileg við Norðurlöndin lengur

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Læknum á Íslandi er meinað að beita gagnreyndum og viðurkenndum meðferðarúrræðum við lifrarbólgu C, sem þýðir að heilbrigðisþjónusta á Íslandi er ekki lengur sambærileg við þjónustu annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknaráðs Landspítalans, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag um ný lyf við lifrarbólgu C.

Tilefnið er dómsmál sem Fanney Björk Ásbjörnsdóttir hefur höfðað gegn ríkinu vegna þess að henni hefur verið synjað um nýjustu lyf við lifrarbólgu C. Málið hefur fengið flýtimeðferð fyrir héraðsdómi Reykjavíkur og verður líklega tekið fyrir í ágúst.

Fá ekki að gefa ný lyf þrátt fyrir augljósa þörf


Fanneyju og öðru fólki með lifrarbólgu C á Íslandi hefur verið synjað um ný lyf sem geta upprætt veiruna vegna þess að kaup á lyfjunum rúmast ekki innan ramma fjárlveitinga. Bæði Lyfjagreiðslunefnd og Sjúkratryggingar Íslands hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé svigrúm til kaupa á svo dýrum lyfjum. Ef dómstólar staðfesta þessa niðurstöðu og ákvörðunin fær að standa á „forsendum fjárheimilda óháð þörf hinna veiku á slíkri lífsnauðsynlegri meðferð og ráðleggingum lækna er sú útkoma bæði siðferðilega og læknisfræðilega óásættanleg og óhugsandi,“ segir Reynir.

„Ný tegund lyfja sem upprætir sýkinguna á nokkrum vikum og þolist vel hefur komið fram á allra síðustu árum og er m.a. notuð annars staðar á Norðurlöndum. Vegna kostnaðar hefur meðferðin víðast verið takmörkuð við þann hóp sjúklinga sem eru með umtalsverða örmyndun í lifur eða komnir með skorpulifur,“ segir Reynir í grein sinni. „Á Íslandi er enn stuðst er við eldri meðferðarúrræðin sem hafa minni virkni, tíðari og alvarlegri aukaverkanir og þolast mun verr af sjúklingum en hin nýju lyf.“

Auglýsing

Sérfræðingar í lifrarsjúkdómum hafi bent á nauðsyn þess að fá aðgang að þessum nýju meðferðarúrræðum, og að talsverður hópur fólks geti ekki beðið lengur eftir lyfjunum. „Þrátt fyrir augljósa þörf þessara sjúklinga á frekari meðferð hefur reynst ómögulegt að fá heimild til að beita nýju lyfjunum.“

Afleiðingar dómsmáls víðtækar og hafa fordæmisgildi


Sem fyrr segir hefur ríkinu verið stefnt vegna málsins. Reynir segir dóm í þessu máli, ef ákvörðun valdhafa fái að standa, geta haft mun víðtækari þýðingu og fordæmisgildi en blasi við í fljótu bragði. „Sú siðferðilega kvöð á heilbrigðisyfirvöldum að veita þessum sjúklingahópi bestu mögulega og lífsnauðsynlega meðferð breytist ekki.“

Reynir segir að fjárveitingar til lækninga verði að sníða að verkefnum, frekar en að reyna að knýja þörf og úrræði að vanáætluðum fjárheimildum. Sveigjanleiki verði að vera til staðar til að taka á málum sem þessum.

„Fyrir læknum eru allir sjúklingahópar og veikindi þeirra jafnrétthá. Grundvallaratriði er að aðgengi að viðurkenndri og gagnreyndri meðferð sé miðlað jafnræðisgrundvelli óháð því hver á í hlut og hver veikindin eru.“ Það sé mikilvægt að fjárveitingavaldið og heilbrigðisyfirvöld komi saman og beiti sér fyrir sátt í málinu, og að sá hópur sem er í brýnni þörf geti hafið meðferð strax.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None