Heilbrigðisþjónusta á Íslandi ekki sambærileg við Norðurlöndin lengur

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Læknum á Íslandi er meinað að beita gagn­reyndum og við­ur­kenndum með­ferð­ar­úr­ræðum við lifr­ar­bólgu C, sem þýðir að heil­brigð­is­þjón­usta á Íslandi er ekki lengur sam­bæri­leg við þjón­ustu ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Þetta segir Reynir Arn­gríms­son, for­maður Lækna­ráðs Land­spít­al­ans, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag um ný lyf við lifr­ar­bólgu C.

Til­efnið er dóms­mál sem Fanney Björk Ásbjörns­dóttir hefur höfðað gegn rík­inu vegna þess að henni hefur verið synjað um nýj­ustu lyf við lifr­ar­bólgu C. Málið hefur fengið flýti­með­ferð fyrir hér­aðs­dómi Reykja­víkur og verður lík­lega tekið fyrir í ágúst.

Fá ekki að gefa ný lyf þrátt fyrir aug­ljósa þörfFann­eyju og öðru fólki með lifr­ar­bólgu C á Íslandi hefur verið synjað um ný lyf sem geta upp­rætt veiruna vegna þess að kaup á lyfj­unum rúm­ast ekki innan ramma fjárl­veit­inga. Bæði Lyfja­greiðslu­nefnd og Sjúkra­trygg­ingar Íslands hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ekki sé svig­rúm til kaupa á svo dýrum lyfj­um. Ef dóm­stólar stað­festa þessa nið­ur­stöðu og ákvörð­unin fær að standa á „for­sendum fjár­heim­ilda óháð þörf hinna veiku á slíkri lífs­nauð­syn­legri með­ferð og ráð­legg­ingum lækna er sú útkoma bæði sið­ferði­lega og lækn­is­fræði­lega óásætt­an­leg og óhugs­and­i,“ segir Reyn­ir.

„Ný teg­und lyfja sem upp­rætir sýk­ing­una á nokkrum vikum og þolist vel hefur komið fram á allra síð­ustu árum og er m.a. notuð ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Vegna kostn­aðar hefur með­ferðin víð­ast verið tak­mörkuð við þann hóp sjúk­linga sem eru með umtals­verða örmyndun í lifur eða komnir með skorpulif­ur,“ segir Reynir í grein sinni. „Á Íslandi er enn stuðst er við eldri með­ferð­ar­úr­ræðin sem hafa minni virkni, tíð­ari og alvar­legri auka­verk­anir og þol­ast mun verr af sjúk­lingum en hin nýju lyf.“

Auglýsing

Sér­fræð­ingar í lifr­ar­sjúk­dómum hafi bent á nauð­syn þess að fá aðgang að þessum nýju með­ferð­ar­úr­ræð­um, og að tals­verður hópur fólks geti ekki beðið lengur eftir lyfj­un­um. „Þrátt fyrir aug­ljósa þörf þess­ara sjúk­linga á frek­ari með­ferð hefur reynst ómögu­legt að fá heim­ild til að beita nýju lyfj­un­um.“

Afleið­ingar dóms­máls víð­tækar og hafa for­dæm­is­gildiSem fyrr segir hefur rík­inu verið stefnt vegna máls­ins. Reynir segir dóm í þessu máli, ef ákvörðun vald­hafa fái að standa, geta haft mun víð­tæk­ari þýð­ingu og for­dæm­is­gildi en blasi við í fljótu bragði. „Sú sið­ferði­lega kvöð á heil­brigð­is­yf­ir­völdum að veita þessum sjúk­linga­hópi bestu mögu­lega og lífs­nauð­syn­lega með­ferð breyt­ist ekki.“

Reynir segir að fjár­veit­ingar til lækn­inga verði að sníða að verk­efn­um, frekar en að reyna að knýja þörf og úrræði að van­á­ætl­uðum fjár­heim­ild­um. Sveigj­an­leiki verði að vera til staðar til að taka á málum sem þess­um.

„Fyrir læknum eru allir sjúk­linga­hópar og veik­indi þeirra jafn­rétt­há. Grund­vall­ar­at­riði er að aðgengi að við­ur­kenndri og gagn­reyndri með­ferð sé miðlað jafn­ræð­is­grund­velli óháð því hver á í hlut og hver veik­indin eru.“ Það sé mik­il­vægt að fjár­veit­inga­valdið og heil­brigð­is­yf­ir­völd komi saman og beiti sér fyrir sátt í mál­inu, og að sá hópur sem er í brýnni þörf geti hafið með­ferð strax.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None