Heilbrigðisþjónusta á Íslandi ekki sambærileg við Norðurlöndin lengur

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Læknum á Íslandi er meinað að beita gagn­reyndum og við­ur­kenndum með­ferð­ar­úr­ræðum við lifr­ar­bólgu C, sem þýðir að heil­brigð­is­þjón­usta á Íslandi er ekki lengur sam­bæri­leg við þjón­ustu ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Þetta segir Reynir Arn­gríms­son, for­maður Lækna­ráðs Land­spít­al­ans, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag um ný lyf við lifr­ar­bólgu C.

Til­efnið er dóms­mál sem Fanney Björk Ásbjörns­dóttir hefur höfðað gegn rík­inu vegna þess að henni hefur verið synjað um nýj­ustu lyf við lifr­ar­bólgu C. Málið hefur fengið flýti­með­ferð fyrir hér­aðs­dómi Reykja­víkur og verður lík­lega tekið fyrir í ágúst.

Fá ekki að gefa ný lyf þrátt fyrir aug­ljósa þörfFann­eyju og öðru fólki með lifr­ar­bólgu C á Íslandi hefur verið synjað um ný lyf sem geta upp­rætt veiruna vegna þess að kaup á lyfj­unum rúm­ast ekki innan ramma fjárl­veit­inga. Bæði Lyfja­greiðslu­nefnd og Sjúkra­trygg­ingar Íslands hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ekki sé svig­rúm til kaupa á svo dýrum lyfj­um. Ef dóm­stólar stað­festa þessa nið­ur­stöðu og ákvörð­unin fær að standa á „for­sendum fjár­heim­ilda óháð þörf hinna veiku á slíkri lífs­nauð­syn­legri með­ferð og ráð­legg­ingum lækna er sú útkoma bæði sið­ferði­lega og lækn­is­fræði­lega óásætt­an­leg og óhugs­and­i,“ segir Reyn­ir.

„Ný teg­und lyfja sem upp­rætir sýk­ing­una á nokkrum vikum og þolist vel hefur komið fram á allra síð­ustu árum og er m.a. notuð ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Vegna kostn­aðar hefur með­ferðin víð­ast verið tak­mörkuð við þann hóp sjúk­linga sem eru með umtals­verða örmyndun í lifur eða komnir með skorpulif­ur,“ segir Reynir í grein sinni. „Á Íslandi er enn stuðst er við eldri með­ferð­ar­úr­ræðin sem hafa minni virkni, tíð­ari og alvar­legri auka­verk­anir og þol­ast mun verr af sjúk­lingum en hin nýju lyf.“

Auglýsing

Sér­fræð­ingar í lifr­ar­sjúk­dómum hafi bent á nauð­syn þess að fá aðgang að þessum nýju með­ferð­ar­úr­ræð­um, og að tals­verður hópur fólks geti ekki beðið lengur eftir lyfj­un­um. „Þrátt fyrir aug­ljósa þörf þess­ara sjúk­linga á frek­ari með­ferð hefur reynst ómögu­legt að fá heim­ild til að beita nýju lyfj­un­um.“

Afleið­ingar dóms­máls víð­tækar og hafa for­dæm­is­gildiSem fyrr segir hefur rík­inu verið stefnt vegna máls­ins. Reynir segir dóm í þessu máli, ef ákvörðun vald­hafa fái að standa, geta haft mun víð­tæk­ari þýð­ingu og for­dæm­is­gildi en blasi við í fljótu bragði. „Sú sið­ferði­lega kvöð á heil­brigð­is­yf­ir­völdum að veita þessum sjúk­linga­hópi bestu mögu­lega og lífs­nauð­syn­lega með­ferð breyt­ist ekki.“

Reynir segir að fjár­veit­ingar til lækn­inga verði að sníða að verk­efn­um, frekar en að reyna að knýja þörf og úrræði að van­á­ætl­uðum fjár­heim­ild­um. Sveigj­an­leiki verði að vera til staðar til að taka á málum sem þess­um.

„Fyrir læknum eru allir sjúk­linga­hópar og veik­indi þeirra jafn­rétt­há. Grund­vall­ar­at­riði er að aðgengi að við­ur­kenndri og gagn­reyndri með­ferð sé miðlað jafn­ræð­is­grund­velli óháð því hver á í hlut og hver veik­indin eru.“ Það sé mik­il­vægt að fjár­veit­inga­valdið og heil­brigð­is­yf­ir­völd komi saman og beiti sér fyrir sátt í mál­inu, og að sá hópur sem er í brýnni þörf geti hafið með­ferð strax.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None