Heilbrigðisþjónusta á Íslandi ekki sambærileg við Norðurlöndin lengur

15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Læknum á Íslandi er meinað að beita gagn­reyndum og við­ur­kenndum með­ferð­ar­úr­ræðum við lifr­ar­bólgu C, sem þýðir að heil­brigð­is­þjón­usta á Íslandi er ekki lengur sam­bæri­leg við þjón­ustu ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Þetta segir Reynir Arn­gríms­son, for­maður Lækna­ráðs Land­spít­al­ans, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag um ný lyf við lifr­ar­bólgu C.

Til­efnið er dóms­mál sem Fanney Björk Ásbjörns­dóttir hefur höfðað gegn rík­inu vegna þess að henni hefur verið synjað um nýj­ustu lyf við lifr­ar­bólgu C. Málið hefur fengið flýti­með­ferð fyrir hér­aðs­dómi Reykja­víkur og verður lík­lega tekið fyrir í ágúst.

Fá ekki að gefa ný lyf þrátt fyrir aug­ljósa þörfFann­eyju og öðru fólki með lifr­ar­bólgu C á Íslandi hefur verið synjað um ný lyf sem geta upp­rætt veiruna vegna þess að kaup á lyfj­unum rúm­ast ekki innan ramma fjárl­veit­inga. Bæði Lyfja­greiðslu­nefnd og Sjúkra­trygg­ingar Íslands hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ekki sé svig­rúm til kaupa á svo dýrum lyfj­um. Ef dóm­stólar stað­festa þessa nið­ur­stöðu og ákvörð­unin fær að standa á „for­sendum fjár­heim­ilda óháð þörf hinna veiku á slíkri lífs­nauð­syn­legri með­ferð og ráð­legg­ingum lækna er sú útkoma bæði sið­ferði­lega og lækn­is­fræði­lega óásætt­an­leg og óhugs­and­i,“ segir Reyn­ir.

„Ný teg­und lyfja sem upp­rætir sýk­ing­una á nokkrum vikum og þolist vel hefur komið fram á allra síð­ustu árum og er m.a. notuð ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um. Vegna kostn­aðar hefur með­ferðin víð­ast verið tak­mörkuð við þann hóp sjúk­linga sem eru með umtals­verða örmyndun í lifur eða komnir með skorpulif­ur,“ segir Reynir í grein sinni. „Á Íslandi er enn stuðst er við eldri með­ferð­ar­úr­ræðin sem hafa minni virkni, tíð­ari og alvar­legri auka­verk­anir og þol­ast mun verr af sjúk­lingum en hin nýju lyf.“

Auglýsing

Sér­fræð­ingar í lifr­ar­sjúk­dómum hafi bent á nauð­syn þess að fá aðgang að þessum nýju með­ferð­ar­úr­ræð­um, og að tals­verður hópur fólks geti ekki beðið lengur eftir lyfj­un­um. „Þrátt fyrir aug­ljósa þörf þess­ara sjúk­linga á frek­ari með­ferð hefur reynst ómögu­legt að fá heim­ild til að beita nýju lyfj­un­um.“

Afleið­ingar dóms­máls víð­tækar og hafa for­dæm­is­gildiSem fyrr segir hefur rík­inu verið stefnt vegna máls­ins. Reynir segir dóm í þessu máli, ef ákvörðun vald­hafa fái að standa, geta haft mun víð­tæk­ari þýð­ingu og for­dæm­is­gildi en blasi við í fljótu bragði. „Sú sið­ferði­lega kvöð á heil­brigð­is­yf­ir­völdum að veita þessum sjúk­linga­hópi bestu mögu­lega og lífs­nauð­syn­lega með­ferð breyt­ist ekki.“

Reynir segir að fjár­veit­ingar til lækn­inga verði að sníða að verk­efn­um, frekar en að reyna að knýja þörf og úrræði að van­á­ætl­uðum fjár­heim­ild­um. Sveigj­an­leiki verði að vera til staðar til að taka á málum sem þess­um.

„Fyrir læknum eru allir sjúk­linga­hópar og veik­indi þeirra jafn­rétt­há. Grund­vall­ar­at­riði er að aðgengi að við­ur­kenndri og gagn­reyndri með­ferð sé miðlað jafn­ræð­is­grund­velli óháð því hver á í hlut og hver veik­indin eru.“ Það sé mik­il­vægt að fjár­veit­inga­valdið og heil­brigð­is­yf­ir­völd komi saman og beiti sér fyrir sátt í mál­inu, og að sá hópur sem er í brýnni þörf geti hafið með­ferð strax.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins.
Nú sé kominn tími til að hætta að „skoða málin og gera eitthvað“
Ekki liggur fyrir ákvörðun stjórnvalda um framlengingu atvinnuleysisbóta að svo stöddu, samkvæmt félagsmálaráðherra, en málið er í skoðun. Þingmaður Flokks fólksins segir það vera álíka og að segja við fólk: „Étið það sem úti frýs.“
Kjarninn 18. janúar 2021
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
Kjarninn 18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
Kjarninn 18. janúar 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None