Heildarsamkomulag á vinnumarkaði, sem kynnt var í dag, miðar að því að stöðva „höfrungahlaup“ í launaþróun, þar sem ólíkir hópar keppast við að ná fram sömu hlutfallslegu kjarabótum og aðrar stéttir.
Markmið samkomulagsins er að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta.
Samkomulagið nær til ársins 2018, en í tilkynningu er áhersla lögð á vinna eigi að sameiginlegri launastefnu til að koma í veg fyrir of miklar sveiflur og innistæðulausar hækkanir launa sem bitni á öllum þegar upp er staðið.
Ný samningsgerð gerir ráð fyrir að svigrúm til launahækkana verði sérstaklega skilgreint út frá samkeppnisstöðu gagnvar helstu viðskiptalöndum Íslands og verður sérstaklega horft til helstu útflutningsfyrirtækja í því samhengi.
Einnig er horft til þess að jafna lífeyrisréttindi milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins, en á móti fá opinberir starfsmenn ákveðna tryggingu fyrir betri launakjörum, í takt við almennan vinnumarkað.
Auglýsing
Við þurfum á þínu framlagi að halda
Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.
Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.
Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.
Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.
Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.
Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.
Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.
MorgunpósturinnEkki missa af neinuNánar