Heimildum lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis hefur að mestu þegar verið úthlutað

21092434468_30fb7b950a_b.jpg
Auglýsing

Seðla­banki Íslands hefur veitt líf­eyr­is­sjóð­um, eða öðrum inn­lendum vörslu­að­ilum sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar, und­an­þágu til að fjá­festa erlendis fyrir sam­tals 9,4 millj­arða króna. Alls fá líf­eyr­is­sjóðir lands­ins að kaupa eignir utan lands­stein­anna fyrir tíu millj­arða króna á ári frá byrjun árs 2016 og til loka árs 2020, sam­kvæmt áætlun stjórn­valda um losun hafta sem kynnt var í byrjun júní. Því hefur nán­ast allri þeirri heim­ild þegar verið ráð­stafað til sjóða sem sótt hafa um að nýta sér hana. Þetta kemur fram í grein­ar­gerð um fram­gang áætl­unar um losun hafta sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, birti í dag.

Ein þeirra aðgerða sem áætlun stjórn­valda um losun hafta, sem kynnt var í Hörpu í byrjun júní síð­ast­lið­inn, var sú að hleypa líf­eyr­is­sjóðum út fyrir höft til að fjár­festa. Þeir hafa ekki getað fært fé út fyrir höft til erlendra fjár­fest­inga frá því að fjár­magns­höft voru sett á árið 2008. Vegna þessa hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir þurft að binda mun meira fé í inn­lendum fjár­fest­ing­um, hluta­bréf­um, skulda­bréfum og hlut­deild­ars­kirteinum sjóða, en þeir hefðu kosið að gera. Vegna þessa eru þeir orðnir mjög stórir eig­endur að íslensku við­skipta­lífi og skuldum inn­lendra aðila.

Í grein­ar­gerð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kemur fram að fyrir liggi að sam­an­lagt mun heim­ild þess­ara líf­eyr­is­sjóð­anna til að fjár­festa erlendis nema tíu millj­örðum króna og hefur fjár­fest­ing­ar­heim­ild­inni verið skipt á milli þeirra með þeim hætti að ann­ars vegar hefur verið horft til stærðar sem fengið hefur 70 pró­sent vægi og hins vegar til hreins inn­streymis sem fengið hefur 30 pró­sent vægi. Útreikn­ing­ur­inn byggir á upp­lýs­ingum úr nýj­ustu árs­reikn­inga­bók Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um líf­eyr­is­sjóði, tölum frá árinu 2013, og munu und­an­þágur mið­ast við að heim­ild hvers aðila gildi til loka þessa alm­an­aks­árs. Þeim líf­eyr­is­sjóðum og vörslu­að­ilum sér­eign­ar­sparn­aðar sem áhuga hafa á að sækja um und­an­þágu til fram­an­greindra við­skipta hefur verið bent á að senda inn umsókn til gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans. „Hefur Seðla­bank­inn nú þegar veitt þeim aðilum sem sótt hafa um und­an­þágu í sam­ræmi við fram­an­greint heim­ild til að fjár­festa erlendis fyrir sam­tals kr. 9.391.224.000.“

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að þessar ráðstafanir séu nýtilkomnar. Útlendingastofnun geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None