Heimildum lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis hefur að mestu þegar verið úthlutað

21092434468_30fb7b950a_b.jpg
Auglýsing

Seðla­banki Íslands hefur veitt líf­eyr­is­sjóð­um, eða öðrum inn­lendum vörslu­að­ilum sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar, und­an­þágu til að fjá­festa erlendis fyrir sam­tals 9,4 millj­arða króna. Alls fá líf­eyr­is­sjóðir lands­ins að kaupa eignir utan lands­stein­anna fyrir tíu millj­arða króna á ári frá byrjun árs 2016 og til loka árs 2020, sam­kvæmt áætlun stjórn­valda um losun hafta sem kynnt var í byrjun júní. Því hefur nán­ast allri þeirri heim­ild þegar verið ráð­stafað til sjóða sem sótt hafa um að nýta sér hana. Þetta kemur fram í grein­ar­gerð um fram­gang áætl­unar um losun hafta sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, birti í dag.

Ein þeirra aðgerða sem áætlun stjórn­valda um losun hafta, sem kynnt var í Hörpu í byrjun júní síð­ast­lið­inn, var sú að hleypa líf­eyr­is­sjóðum út fyrir höft til að fjár­festa. Þeir hafa ekki getað fært fé út fyrir höft til erlendra fjár­fest­inga frá því að fjár­magns­höft voru sett á árið 2008. Vegna þessa hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir þurft að binda mun meira fé í inn­lendum fjár­fest­ing­um, hluta­bréf­um, skulda­bréfum og hlut­deild­ars­kirteinum sjóða, en þeir hefðu kosið að gera. Vegna þessa eru þeir orðnir mjög stórir eig­endur að íslensku við­skipta­lífi og skuldum inn­lendra aðila.

Í grein­ar­gerð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kemur fram að fyrir liggi að sam­an­lagt mun heim­ild þess­ara líf­eyr­is­sjóð­anna til að fjár­festa erlendis nema tíu millj­örðum króna og hefur fjár­fest­ing­ar­heim­ild­inni verið skipt á milli þeirra með þeim hætti að ann­ars vegar hefur verið horft til stærðar sem fengið hefur 70 pró­sent vægi og hins vegar til hreins inn­streymis sem fengið hefur 30 pró­sent vægi. Útreikn­ing­ur­inn byggir á upp­lýs­ingum úr nýj­ustu árs­reikn­inga­bók Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um líf­eyr­is­sjóði, tölum frá árinu 2013, og munu und­an­þágur mið­ast við að heim­ild hvers aðila gildi til loka þessa alm­an­aks­árs. Þeim líf­eyr­is­sjóðum og vörslu­að­ilum sér­eign­ar­sparn­aðar sem áhuga hafa á að sækja um und­an­þágu til fram­an­greindra við­skipta hefur verið bent á að senda inn umsókn til gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans. „Hefur Seðla­bank­inn nú þegar veitt þeim aðilum sem sótt hafa um und­an­þágu í sam­ræmi við fram­an­greint heim­ild til að fjár­festa erlendis fyrir sam­tals kr. 9.391.224.000.“

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None