Heimildum lífeyrissjóða til að fjárfesta erlendis hefur að mestu þegar verið úthlutað

21092434468_30fb7b950a_b.jpg
Auglýsing

Seðla­banki Íslands hefur veitt líf­eyr­is­sjóð­um, eða öðrum inn­lendum vörslu­að­ilum sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar, und­an­þágu til að fjá­festa erlendis fyrir sam­tals 9,4 millj­arða króna. Alls fá líf­eyr­is­sjóðir lands­ins að kaupa eignir utan lands­stein­anna fyrir tíu millj­arða króna á ári frá byrjun árs 2016 og til loka árs 2020, sam­kvæmt áætlun stjórn­valda um losun hafta sem kynnt var í byrjun júní. Því hefur nán­ast allri þeirri heim­ild þegar verið ráð­stafað til sjóða sem sótt hafa um að nýta sér hana. Þetta kemur fram í grein­ar­gerð um fram­gang áætl­unar um losun hafta sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, birti í dag.

Ein þeirra aðgerða sem áætlun stjórn­valda um losun hafta, sem kynnt var í Hörpu í byrjun júní síð­ast­lið­inn, var sú að hleypa líf­eyr­is­sjóðum út fyrir höft til að fjár­festa. Þeir hafa ekki getað fært fé út fyrir höft til erlendra fjár­fest­inga frá því að fjár­magns­höft voru sett á árið 2008. Vegna þessa hafa líf­eyr­is­sjóð­irnir þurft að binda mun meira fé í inn­lendum fjár­fest­ing­um, hluta­bréf­um, skulda­bréfum og hlut­deild­ars­kirteinum sjóða, en þeir hefðu kosið að gera. Vegna þessa eru þeir orðnir mjög stórir eig­endur að íslensku við­skipta­lífi og skuldum inn­lendra aðila.

Í grein­ar­gerð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra kemur fram að fyrir liggi að sam­an­lagt mun heim­ild þess­ara líf­eyr­is­sjóð­anna til að fjár­festa erlendis nema tíu millj­örðum króna og hefur fjár­fest­ing­ar­heim­ild­inni verið skipt á milli þeirra með þeim hætti að ann­ars vegar hefur verið horft til stærðar sem fengið hefur 70 pró­sent vægi og hins vegar til hreins inn­streymis sem fengið hefur 30 pró­sent vægi. Útreikn­ing­ur­inn byggir á upp­lýs­ingum úr nýj­ustu árs­reikn­inga­bók Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um líf­eyr­is­sjóði, tölum frá árinu 2013, og munu und­an­þágur mið­ast við að heim­ild hvers aðila gildi til loka þessa alm­an­aks­árs. Þeim líf­eyr­is­sjóðum og vörslu­að­ilum sér­eign­ar­sparn­aðar sem áhuga hafa á að sækja um und­an­þágu til fram­an­greindra við­skipta hefur verið bent á að senda inn umsókn til gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans. „Hefur Seðla­bank­inn nú þegar veitt þeim aðilum sem sótt hafa um und­an­þágu í sam­ræmi við fram­an­greint heim­ild til að fjár­festa erlendis fyrir sam­tals kr. 9.391.224.000.“

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None