„Hér skautar lögreglustjórinn fyrir norðan á afar þunnum ís“

Þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka hafa gagnrýnt lögregluna á Norðurlandi á samfélagsmiðlum síðasta sólarhring vegna yfirheyrsla yfir blaðamönnum.

Efri röð: Hanna Katrín, Helga Vala og Þórhildur Sunna. Neðri röð: Björn Leví, Sigmar og Jóhann Páll.
Efri röð: Hanna Katrín, Helga Vala og Þórhildur Sunna. Neðri röð: Björn Leví, Sigmar og Jóhann Páll.
Auglýsing

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisnar og Pírata tjáðu sig með afger­andi hætti á sam­fé­lags­miðlum eftir að fréttir bár­ust af því að lög­reglan á Norð­ur­landi hefði boðað blaða­menn í yfir­heyrslu fyrir meint brot á lögum um frið­helgi einka­lífs­ins.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að Þórður Snær Júl­í­us­­son rit­­stjóri Kjarn­ans og Arnar Þór Ing­­ólfs­­son blaða­­maður mið­ils­ins hefðu fengið stöðu sak­­born­ings við rann­­sókn lög­­regl­unnar á Norð­­ur­landi, sem er stað­­sett á Akur­eyri, á meintu broti á frið­­helgi einka­lífs­ins. Þeim var greint frá þessu sím­­leiðis í gær og þeir boð­aðir í yfir­­heyrslu hjá rann­­sókn­­ar­lög­­reglu­­manni emb­ætt­is­ins sem mun gera sér ferð til Reykja­víkur til að fram­­kvæma hana.

Aðal­­­steinn Kjart­ans­­son blaða­­maður á Stund­inni er söm­u­­leiðis með stöðu sak­­born­ings í mál­inu og hefur einnig verið boð­aður í yfir­­heyrslu. Þá var greint frá því á vef RÚV í gær­kvöldi að Þóra Arn­ór­s­dóttir rit­­stjóri Kveiks hefði einnig verið boðuð í yfir­­heyrslu.

Auglýsing

Skautað á hálum ís

Sig­mar Guð­munds­son þing­maður Við­reisnar og fyrr­ver­andi fjöl­miðla­maður tjáði sig um málið í gær í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni. „Við búum sem sagt í landi þar sem blaða­menn fá rétt­ar­stöðu sak­born­ings í yfir­heyrslum fyrir að skrifa frétt­ir. Hér skautar lög­reglu­stjór­inn fyrir norðan á afar þunnum ís, væg­ast sagt.

Það er full­kom­lega heim­ilt að skrifa fréttir upp úr svona gögn­um, ef upp­lýs­ing­arnar varða almanna­hag. Það er nán­ast dag­legt brauð. Man ekki betur en að Sam­herji hafi beðist vel­virð­ingar vegna hegð­unar þess­arar skæru­liða­deildar í fram­haldi af frétta­skrif­unum sem eru undir í þessu máli. Ef Aðal­steinn Kjart­ans­son og Þórður Snær Júl­í­us­son þurfa að svara til saka en ekki Þor­björn Þórð­ar­son og Jón Óttar spæj­ari, þá er kerfið okkar mein­gall­að,“ skrif­aði hann.

Við búum sem sagt i landi þar sem blaða­menn fá rétt­ar­stöðu sak­born­ings í yfir­heyrslum fyrir að skrifa frétt­ir. Hér­...

Posted by Sig­mar Gud­munds­son on Monday, Febru­ary 14, 2022

For­maður BÍ: Óskilj­an­leg og óverj­andi ákvörðun

Hanna Katrín Frið­riks­son þing­flokks­for­maður Við­reisnar gerði málið einnig að umtals­efni á Face­book-­síðu sinni í gær. „Svo það eru þá fjöl­miðl­arnir sem voru vondu kall­arn­ir. Og þessir almanna­hags­munir sem eru alltaf að reyna að þykj­ast vera eitt­hvað merki­legt. Ves­al­ings skæru­lið­arn­ir. Og auð­vitað aum­ingja Sam­herj­i.“

Hún deildi með færsl­unni frétt RÚV þar sem fjallað er um yfir­lýs­ingu for­manns Blaða­manna­fé­lags Íslands, Sig­ríðar Daggar Auð­uns­dótt­ur, vegna máls­ins. Sig­ríður Dögg sagði í yfir­lýs­ingu sem hún sendi frá sér í gær að ákvörðun lög­regl­unnar á Norð­ur­landi um að kalla til blaða­menn til yfir­heyrslu vegna umfjöll­unar þeirra um svo­kall­aða skæru­liða­deild Sam­herja, væri óskilj­an­leg og óverj­andi.

„Því er óskilj­an­legt og nær óverj­andi að lög­reglan kalli blaða­menn til yfir­heyrslu ein­göngu til þess að fá þær upp­lýs­ingar frá þeim að þeir muni ekki gefa upp heim­ild­ar­menn sína. Það má bein­línis túlka sem óeðli­leg afskipti lög­reglu af starfi blaða­manna sem tefur þá að auki frá öðrum störfum á meðan og hefur þar af leið­andi hamlandi áhrif á störf þeirra. Evr­ópu­ráðið hefur bent á að þessu til við­bótar geti afskipti lög­reglu sem þessi af blaða­mönnum dregið úr vilja almenn­ings til þess að láta blaða­mönnum í té upp­lýs­ing­ar, sem hafi einnig áhrif á rétta almenn­ings til upp­lýs­inga,“ sagði Sig­ríður Dögg.

Árás á fjöl­miðla og „al­gjör­lega ólíð­andi“

Þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar lagði einnig orð í belg. „Þetta er árás á fjöl­miðla og algjör­lega ólíð­and­i.“ Þetta sagði Helga Vala Helga­dóttir á Face­book-­síðu sinni í morg­un.

„Minni á að við erum í 16. sæti heims­lista yfir frelsi fjöl­miðla á sama tíma og önnur nor­ræn ríki raða sér í efstu sæt­in. Að starfa í fjöl­miðlum er ekki vel launað starf hér á landi og krefst þess að fólk, amk það sem fæst við fréttir og frétta­tengt efni, sé alltaf á vakt. Þetta verður að lífs­stíl og vakt­inni lýkur aldrei. Þegar ofsóknir auð­fólks bæt­ast svo við verður þetta starf nán­ast óverj­andi amk fyrir fjöl­skyldu­fólk. Við verðum að opna augun fyrir þess­ari stöðu því án sjálf­stæðra fjöl­miðla veik­ist lýð­ræðið og þar með rétt­ar­rík­ið.“

Þetta er árás á fjöl­miðla og algjör­lega ólíð­andi. Minni á að við erum í 16. sæti heims­lista yfir frelsi fjöl­miðla á sama...

Posted by Helga Vala Helga­dóttir on Monday, Febru­ary 14, 2022

Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrrum blaða­maður sagði á Face­book í gær að frétta­flutn­ingur af skæru­liða­deild Sam­herja hefði átt brýnt erindi við almenn­ing.

„Þessi afskipti lög­reglu af störfum fjöl­miðla­fólks vekja með manni ugg svo ekki sé fastar að orði kveðið og kalla á skýr­ing­ar.“

Kallar á frek­ari skýr­ingar

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að sjálf­stæðir fjöl­miðlar væru grund­vall­ar­at­riði í heil­brigðu lýð­ræð­is­sam­fé­lagi.

Logi Einarsson Mynd: Bára Huld Beck

„Í sið­uðum ríkjum er blaða­mönnum tryggðar aðstæður sem ætlað er að tryggja að þeir geti sinnt störfum sínum í þágu almanna­hags­muna. Alþjóða­stofn­anir leggja ríka áherslu á að gætt sé fyllstu var­kárni þegar blaða­menn eru rann­sak­aðir og íslensk lög tryggja þeim rétt til að vernda heim­ild­ar­menn sína.“

Hann sagði jafn­framt að það væri fáheyrt ef til­gang­ur­inn með yfir­heyrslum lög­reglu væri að blaða­menn gæfu upp heim­ild­ar­menn sína og vert væri að minna á að sam­kvæmt dómum Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins hefðu blaða­menn bæði rétt á og bæru í raun skylda til þess að halda trúnað við heim­ild­ar­menn sína.

„Þessi rann­sókn kemur mér því mjög spánskt fyrir sjónir og kallar á frek­ari skýr­ing­ar,“ skrif­aði hann.

Segir að þetta stand­ist ekki lög

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata sagði í athuga­semd við færslu rit­stjóra Kjarn­ans þar sem hann deilir frétt af mál­inu að þetta væri fárán­legt og stæð­ist ekki lög.

Benti hún á að nefnd­ar­á­lit alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar gerði það mjög skýrt að ákvæðið sem lög­reglu­stjór­inn vísar í und­an­skilur vinnu blaða­manna.

„Ég var fram­sögu­maður á nefnd­ar­á­liti allrar alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar og lagði áherslu á að tryggja að vinna blaða­manna yrði und­an­skilin þessu ákvæði við vinnu mína í nefnd­inni og nefndin var öll á bak við þá til­lög­u.“

„Hvers vegna lög­reglan lætur hafa sig út í þetta er stórfurðu­legt“

Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata deildi frétt Stund­ar­innar um málið í gær og spurði hvað í ósköp­unum væri eig­in­lega í gangi.

„Dettur ein­hverjum hérna í hug að það sé til­viljun að það er lög­reglan á Akur­eyri sem fer að skipta sér af þessu?

Ég á ekki orð. Ef þessu verður ein­hvern vegin troðið í ein­hvers konar sak­sókn og dóms­mál þá eru lög um fjöl­miðla og hlut­verk þeirra alger­lega ónýtt. Hitt finnst mér lík­legra að það sé hrein­lega um ofsóknir að ræða – hvers vegna lög­reglan lætur hafa sig út í þetta er stórfurðu­leg­t,“ skrif­aði hann.

Hvað í ósköp­unum er eig­in­lega í gangi hérna? Dettur ein­hverjum hérna í hug að það sé til­viljun að það er lög­reglan á...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Monday, Febru­ary 14, 2022

RÚV leit­aði til Lilju Alfreðs­dóttur menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra varð­andi við­brögð og segir hún í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn frétta­stofu RÚV í dag að hún tjái sig ekki um ein­staka mál sem eru til rann­sókn­ar. Segir hún að brýnt sé að fjöl­miðlar geti sinnt sínu mik­il­væga lýð­ræð­is­hlut­verki og stuðlað þannig að mál­efna­legri umræðu í þjóð­fé­lag­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent