Herberia lýkur frumfjármögnun - fyrstu lyfin á markað

herberia.jpg
Auglýsing

Nýtt íslenskt lyfja­fyr­ir­tæki, Her­ber­ia, hefur nú lokið frum­fjár­mögnun sem mun gera því kleift að koma fyrstu lyfj­unum á markað á næsta ári. Her­beria hefur nú samið við fjár­fest­inga­fé­lagið Ein­vala fjár­fest­ing ehf. um fyrstu fjár­mögnun félags­ins. „Við kynnt­umst Her­beria á vett­vangi Startup Reykja­vík og höfum unnið með fyr­ir­tæk­inu í nokkra mán­uði að sam­ræm­ingu mark­miða og upp­setn­ingu fjár­fest­ingar og fjár­öfl­un,” segir Skúli Val­berg tals­maður Ein­vala fjár­fest­ing­ar, í til­kynn­ingu vegna fjár­mögn­un­ar­inn­ar. „Margir sam­virk­andi þættir gengu upp í skoðun okkar á félag­inu, m.a. að það geislar af fag­mennsku, teymið hefur mikla þekk­ingu og reynslu í fag­inu og mark­aðstæki­færið er spenn­andi og alþjóð­legt.  Lyfja­greinin á Íslandi er ein þeirra þekk­ing­ar­greina sem reynst hefur far­sæl og reynsla og þekk­ing hefur skap­ast í kringum þau fjöl­mörgu fyr­ir­tæki sem sprottið hafa upp í gegnum árin og sam­starf við háskólaumhverfið verið mik­ið.“

Ný stjórn og framkvæmdastjóri Herberia. Ný stjórn og fram­kvæmda­stjóri Her­ber­i­a.

Fyr­ir­tækið sér­hæfir sig í þróun og mark­aðs­setn­ingu á skráðum jurta­lyfjum við vægum algengum sjúk­dóm­um. Jurta­lyf eru við­ur­kennd lyf sem fram­leidd eru úr virkum nátt­úru­efnum sam­kvæmt sömu gæða­stöðlum og hefð­bundin lyf. Stefnt er að skrán­ingu og sölu lyfj­anna á Evr­ópu­mark­aði en nýleg reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins setur auknar kröfur um skrán­ingu og gæða­staðla jurta­lyfja. Reglu­gerðin hefur nú verið inn­leidd á Íslandi.

Auglýsing

Her­beria var stofnað í árs­byrjun 2013 af þremur lyfja­fræð­ingum með víð­tæka reynslu úr lyfja­geir­anum og nýlega bætt­ist fjórði frum­kvöð­ull­inn í hóp­inn. Kol­brún Hrafn­kels­dóttir lyfja­fræð­ingur er for­stjóri félags­ins en með­stofn­endur hennar eru Sess­elja S. Ómars­dóttir pró­fessor í lyfja- og efna­fræði nátt­úru­efna og Nína Björk Ásbjörns­dóttir lyfja­fræð­ing­ur. Karl Guð­munds­son stýrir sölu- og mark­aðs­málum fyr­ir­tæk­is­ins. Stjórn félags­ins skipa þau Guð­björg Edda Egg­erts­dóttir for­mað­ur, fyrr­ver­andi for­stjóri Act­a­vis, Hjör­leifur Páls­son og Skúli Val­berg Ólafs­son.

Sum­arið 2013 var Her­beria valið til þátt­töku í Startup Reykja­vík við­skipta­hrað­al­inn, sam­starfs­verk­efni Arion banka og Klak Innovit um stuðn­ing við frum­kvöðla­fyr­ir­tæki. Kjarn­inn fjall­aði meðal ann­ars um félagið í umfjöllun sinni um verk­efni sem farið hafa í gegnum Startup Reykja­vík við­skipta­hrað­al­inn.

https://vi­meo.com/97988066

„Mark­mið Arion banka með Startup Reykja­vík er að styðja við efni­lega frum­kvöðla og hjálpa þeim að þróa og þroska sína við­skipta­hug­mynd með það að mark­miði að laða að nýja fjár­festa. Það er því afar ánægju­legt að sjá að Her­beria hefur nú tek­ist að afla fjár­magns frá nýjum fjár­festum til frek­ari upp­bygg­ingar síns rekstr­ar,“ segir Einar Gunnar Guð­munds­son, for­svars­maður frum­kvöðla­mála hjá Arion bank.

Félagið hefur einnig notið styrkja frá Lands­bank­an­um, Atvinnu­málum kvenna og Lyfja­fræð­inga­fé­lagi Íslands.

„Fáar greinar skal­ast betur en þær sem byggja á hug­viti og því ætti að vera aug­ljóst fyrir litla en vel mennt­aða þjóð að leggja höf­uð­á­herslu á fjár­fest­ingu í þekk­ing­ar­grein­um.  Við munum ganga strax í að afla fyr­ir­tæk­inu frek­ari fjár­mögn­unar og bindum vonir við að nýir fag­fjár­festa­sjóðir í nýsköpun kom­ist á lagg­irnar hér á landi sem fyrst,“ segir Skúli Val­berg í frétta­til­kynn­ingu.

Við­bót klukkan 17:38: Skúli Val­berg Ólafs­son segir í umfjöllun um þessa frétt, á Face­book  að Her­beria sé opið fyrir frek­ari fjár­mögn­un, og ætli sér að ná í frekara fjár­magn til vaxt­ar. Fyr­ir­tækið hefur fengið 50 millj­ónir króna með breyt­an­legu skulda­bréfi. Sælt veri fólk­ið. Svörin eru auð­vitað til staðar ef spurt er; hér er um frum­fjár­fest­ingu uppá 50 mkr að ræða, hún er gerð með breyt­an­legu skulda­bréfi og því er ekki lagt mat á verð­mæti félags­ins að svo stöddu. Ferlið var upp­byggi­legt og við gáfum okkur öll góðan tíma í að und­ir­búa og stilla þessu upp. Við erum opin fyrir allt að 50 mkr. til við­bótar á sömu for­sendum áður en haldið er í "Series A - round" t.d. með fag­fjár­fest­um. Ég held að það sé alveg óhætt að óska okkur öllum sem sinnum sprota­fyr­ir­tækjum til ham­ingju á þessu stigi, ég vona að þetta sé ekki síður hvatn­ing fyrir aðra engla að halda ótrauðir á vit nýrra ævin­týra. Svo er bara að skila góðum árangri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttir
None