Herberia lýkur frumfjármögnun - fyrstu lyfin á markað

herberia.jpg
Auglýsing

Nýtt íslenskt lyfja­fyr­ir­tæki, Her­ber­ia, hefur nú lokið frum­fjár­mögnun sem mun gera því kleift að koma fyrstu lyfj­unum á markað á næsta ári. Her­beria hefur nú samið við fjár­fest­inga­fé­lagið Ein­vala fjár­fest­ing ehf. um fyrstu fjár­mögnun félags­ins. „Við kynnt­umst Her­beria á vett­vangi Startup Reykja­vík og höfum unnið með fyr­ir­tæk­inu í nokkra mán­uði að sam­ræm­ingu mark­miða og upp­setn­ingu fjár­fest­ingar og fjár­öfl­un,” segir Skúli Val­berg tals­maður Ein­vala fjár­fest­ing­ar, í til­kynn­ingu vegna fjár­mögn­un­ar­inn­ar. „Margir sam­virk­andi þættir gengu upp í skoðun okkar á félag­inu, m.a. að það geislar af fag­mennsku, teymið hefur mikla þekk­ingu og reynslu í fag­inu og mark­aðstæki­færið er spenn­andi og alþjóð­legt.  Lyfja­greinin á Íslandi er ein þeirra þekk­ing­ar­greina sem reynst hefur far­sæl og reynsla og þekk­ing hefur skap­ast í kringum þau fjöl­mörgu fyr­ir­tæki sem sprottið hafa upp í gegnum árin og sam­starf við háskólaumhverfið verið mik­ið.“

Ný stjórn og framkvæmdastjóri Herberia. Ný stjórn og fram­kvæmda­stjóri Her­ber­i­a.

Fyr­ir­tækið sér­hæfir sig í þróun og mark­aðs­setn­ingu á skráðum jurta­lyfjum við vægum algengum sjúk­dóm­um. Jurta­lyf eru við­ur­kennd lyf sem fram­leidd eru úr virkum nátt­úru­efnum sam­kvæmt sömu gæða­stöðlum og hefð­bundin lyf. Stefnt er að skrán­ingu og sölu lyfj­anna á Evr­ópu­mark­aði en nýleg reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins setur auknar kröfur um skrán­ingu og gæða­staðla jurta­lyfja. Reglu­gerðin hefur nú verið inn­leidd á Íslandi.

Auglýsing

Her­beria var stofnað í árs­byrjun 2013 af þremur lyfja­fræð­ingum með víð­tæka reynslu úr lyfja­geir­anum og nýlega bætt­ist fjórði frum­kvöð­ull­inn í hóp­inn. Kol­brún Hrafn­kels­dóttir lyfja­fræð­ingur er for­stjóri félags­ins en með­stofn­endur hennar eru Sess­elja S. Ómars­dóttir pró­fessor í lyfja- og efna­fræði nátt­úru­efna og Nína Björk Ásbjörns­dóttir lyfja­fræð­ing­ur. Karl Guð­munds­son stýrir sölu- og mark­aðs­málum fyr­ir­tæk­is­ins. Stjórn félags­ins skipa þau Guð­björg Edda Egg­erts­dóttir for­mað­ur, fyrr­ver­andi for­stjóri Act­a­vis, Hjör­leifur Páls­son og Skúli Val­berg Ólafs­son.

Sum­arið 2013 var Her­beria valið til þátt­töku í Startup Reykja­vík við­skipta­hrað­al­inn, sam­starfs­verk­efni Arion banka og Klak Innovit um stuðn­ing við frum­kvöðla­fyr­ir­tæki. Kjarn­inn fjall­aði meðal ann­ars um félagið í umfjöllun sinni um verk­efni sem farið hafa í gegnum Startup Reykja­vík við­skipta­hrað­al­inn.

https://vi­meo.com/97988066

„Mark­mið Arion banka með Startup Reykja­vík er að styðja við efni­lega frum­kvöðla og hjálpa þeim að þróa og þroska sína við­skipta­hug­mynd með það að mark­miði að laða að nýja fjár­festa. Það er því afar ánægju­legt að sjá að Her­beria hefur nú tek­ist að afla fjár­magns frá nýjum fjár­festum til frek­ari upp­bygg­ingar síns rekstr­ar,“ segir Einar Gunnar Guð­munds­son, for­svars­maður frum­kvöðla­mála hjá Arion bank.

Félagið hefur einnig notið styrkja frá Lands­bank­an­um, Atvinnu­málum kvenna og Lyfja­fræð­inga­fé­lagi Íslands.

„Fáar greinar skal­ast betur en þær sem byggja á hug­viti og því ætti að vera aug­ljóst fyrir litla en vel mennt­aða þjóð að leggja höf­uð­á­herslu á fjár­fest­ingu í þekk­ing­ar­grein­um.  Við munum ganga strax í að afla fyr­ir­tæk­inu frek­ari fjár­mögn­unar og bindum vonir við að nýir fag­fjár­festa­sjóðir í nýsköpun kom­ist á lagg­irnar hér á landi sem fyrst,“ segir Skúli Val­berg í frétta­til­kynn­ingu.

Við­bót klukkan 17:38: Skúli Val­berg Ólafs­son segir í umfjöllun um þessa frétt, á Face­book  að Her­beria sé opið fyrir frek­ari fjár­mögn­un, og ætli sér að ná í frekara fjár­magn til vaxt­ar. Fyr­ir­tækið hefur fengið 50 millj­ónir króna með breyt­an­legu skulda­bréfi. Sælt veri fólk­ið. Svörin eru auð­vitað til staðar ef spurt er; hér er um frum­fjár­fest­ingu uppá 50 mkr að ræða, hún er gerð með breyt­an­legu skulda­bréfi og því er ekki lagt mat á verð­mæti félags­ins að svo stöddu. Ferlið var upp­byggi­legt og við gáfum okkur öll góðan tíma í að und­ir­búa og stilla þessu upp. Við erum opin fyrir allt að 50 mkr. til við­bótar á sömu for­sendum áður en haldið er í "Series A - round" t.d. með fag­fjár­fest­um. Ég held að það sé alveg óhætt að óska okkur öllum sem sinnum sprota­fyr­ir­tækjum til ham­ingju á þessu stigi, ég vona að þetta sé ekki síður hvatn­ing fyrir aðra engla að halda ótrauðir á vit nýrra ævin­týra. Svo er bara að skila góðum árangri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiFréttir
None