Herberia lýkur frumfjármögnun - fyrstu lyfin á markað

herberia.jpg
Auglýsing

Nýtt íslenskt lyfja­fyr­ir­tæki, Her­ber­ia, hefur nú lokið frum­fjár­mögnun sem mun gera því kleift að koma fyrstu lyfj­unum á markað á næsta ári. Her­beria hefur nú samið við fjár­fest­inga­fé­lagið Ein­vala fjár­fest­ing ehf. um fyrstu fjár­mögnun félags­ins. „Við kynnt­umst Her­beria á vett­vangi Startup Reykja­vík og höfum unnið með fyr­ir­tæk­inu í nokkra mán­uði að sam­ræm­ingu mark­miða og upp­setn­ingu fjár­fest­ingar og fjár­öfl­un,” segir Skúli Val­berg tals­maður Ein­vala fjár­fest­ing­ar, í til­kynn­ingu vegna fjár­mögn­un­ar­inn­ar. „Margir sam­virk­andi þættir gengu upp í skoðun okkar á félag­inu, m.a. að það geislar af fag­mennsku, teymið hefur mikla þekk­ingu og reynslu í fag­inu og mark­aðstæki­færið er spenn­andi og alþjóð­legt.  Lyfja­greinin á Íslandi er ein þeirra þekk­ing­ar­greina sem reynst hefur far­sæl og reynsla og þekk­ing hefur skap­ast í kringum þau fjöl­mörgu fyr­ir­tæki sem sprottið hafa upp í gegnum árin og sam­starf við háskólaumhverfið verið mik­ið.“

Ný stjórn og framkvæmdastjóri Herberia. Ný stjórn og fram­kvæmda­stjóri Her­ber­i­a.

Fyr­ir­tækið sér­hæfir sig í þróun og mark­aðs­setn­ingu á skráðum jurta­lyfjum við vægum algengum sjúk­dóm­um. Jurta­lyf eru við­ur­kennd lyf sem fram­leidd eru úr virkum nátt­úru­efnum sam­kvæmt sömu gæða­stöðlum og hefð­bundin lyf. Stefnt er að skrán­ingu og sölu lyfj­anna á Evr­ópu­mark­aði en nýleg reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins setur auknar kröfur um skrán­ingu og gæða­staðla jurta­lyfja. Reglu­gerðin hefur nú verið inn­leidd á Íslandi.

Auglýsing

Her­beria var stofnað í árs­byrjun 2013 af þremur lyfja­fræð­ingum með víð­tæka reynslu úr lyfja­geir­anum og nýlega bætt­ist fjórði frum­kvöð­ull­inn í hóp­inn. Kol­brún Hrafn­kels­dóttir lyfja­fræð­ingur er for­stjóri félags­ins en með­stofn­endur hennar eru Sess­elja S. Ómars­dóttir pró­fessor í lyfja- og efna­fræði nátt­úru­efna og Nína Björk Ásbjörns­dóttir lyfja­fræð­ing­ur. Karl Guð­munds­son stýrir sölu- og mark­aðs­málum fyr­ir­tæk­is­ins. Stjórn félags­ins skipa þau Guð­björg Edda Egg­erts­dóttir for­mað­ur, fyrr­ver­andi for­stjóri Act­a­vis, Hjör­leifur Páls­son og Skúli Val­berg Ólafs­son.

Sum­arið 2013 var Her­beria valið til þátt­töku í Startup Reykja­vík við­skipta­hrað­al­inn, sam­starfs­verk­efni Arion banka og Klak Innovit um stuðn­ing við frum­kvöðla­fyr­ir­tæki. Kjarn­inn fjall­aði meðal ann­ars um félagið í umfjöllun sinni um verk­efni sem farið hafa í gegnum Startup Reykja­vík við­skipta­hrað­al­inn.

https://vi­meo.com/97988066

„Mark­mið Arion banka með Startup Reykja­vík er að styðja við efni­lega frum­kvöðla og hjálpa þeim að þróa og þroska sína við­skipta­hug­mynd með það að mark­miði að laða að nýja fjár­festa. Það er því afar ánægju­legt að sjá að Her­beria hefur nú tek­ist að afla fjár­magns frá nýjum fjár­festum til frek­ari upp­bygg­ingar síns rekstr­ar,“ segir Einar Gunnar Guð­munds­son, for­svars­maður frum­kvöðla­mála hjá Arion bank.

Félagið hefur einnig notið styrkja frá Lands­bank­an­um, Atvinnu­málum kvenna og Lyfja­fræð­inga­fé­lagi Íslands.

„Fáar greinar skal­ast betur en þær sem byggja á hug­viti og því ætti að vera aug­ljóst fyrir litla en vel mennt­aða þjóð að leggja höf­uð­á­herslu á fjár­fest­ingu í þekk­ing­ar­grein­um.  Við munum ganga strax í að afla fyr­ir­tæk­inu frek­ari fjár­mögn­unar og bindum vonir við að nýir fag­fjár­festa­sjóðir í nýsköpun kom­ist á lagg­irnar hér á landi sem fyrst,“ segir Skúli Val­berg í frétta­til­kynn­ingu.

Við­bót klukkan 17:38: Skúli Val­berg Ólafs­son segir í umfjöllun um þessa frétt, á Face­book  að Her­beria sé opið fyrir frek­ari fjár­mögn­un, og ætli sér að ná í frekara fjár­magn til vaxt­ar. Fyr­ir­tækið hefur fengið 50 millj­ónir króna með breyt­an­legu skulda­bréfi. Sælt veri fólk­ið. Svörin eru auð­vitað til staðar ef spurt er; hér er um frum­fjár­fest­ingu uppá 50 mkr að ræða, hún er gerð með breyt­an­legu skulda­bréfi og því er ekki lagt mat á verð­mæti félags­ins að svo stöddu. Ferlið var upp­byggi­legt og við gáfum okkur öll góðan tíma í að und­ir­búa og stilla þessu upp. Við erum opin fyrir allt að 50 mkr. til við­bótar á sömu for­sendum áður en haldið er í "Series A - round" t.d. með fag­fjár­fest­um. Ég held að það sé alveg óhætt að óska okkur öllum sem sinnum sprota­fyr­ir­tækjum til ham­ingju á þessu stigi, ég vona að þetta sé ekki síður hvatn­ing fyrir aðra engla að halda ótrauðir á vit nýrra ævin­týra. Svo er bara að skila góðum árangri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttir
None