Hilmar, Björt og Kolbeinn skipuð í starfshóp um vindorku

Nýr starfshópur á að gera tillögur um nýtingu vindorku, hvort sérlög skuli gerð um slíka kosti og hvernig megi ná fram þeim markmiðum stjórnvalda að byggja þá upp á afmörkuðum svæðum.

Starfshópinn skipa þau Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Starfshópinn skipa þau Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra hefur skipað Hilmar Gunn­laugs­son hæsta­rétt­ar­lög­mann, Björt Ólafs­dótt­ur, fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra og Kol­bein Ótt­ars­son Proppé, fyrr­ver­andi þing­mann, í starfs­hóp sem gera á til­lögur til rík­is­stjórn­ar­innar varð­andi nýt­ingu vind­orku. Hilmar er for­maður hóps­ins sem á að skila til­lögum sínum til ráð­herra fyrir 1. febr­úar á næsta ári.

Meðal þess sem hópnum er falið að skoða er hvort vind­orku­kostir eigi áfram að heyra undir lög um ramma­á­ætlun eða hvort setja eigi sér­lög um þá „með það að mark­miði að ein­falda upp­bygg­ingu vind­orku­vera til fram­leiðslu á grænni orku,“ líkt og segir í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Í sátt­mál­anum kemur enn­fremur fram sá vilji rík­is­stjórn­ar­flokk­anna að áhersla verði lögð á að vind­orku­ver bygg­ist upp á afmörk­uðum svæðum nærri tengi­virkjum og flutn­ings­lín­um, „svo unnt verði að tryggja afhend­ingar­ör­yggi og lág­marka umhverf­is­á­hrif“. Tekið er fram að mik­il­vægt sé að breið sátt ríki um upp­bygg­ingu vind­orku­vera og til­lit sé tekið til sjón­rænna áhrifa, dýra­lífs og nátt­úru; einnig að taka verði afstöðu til gjald­töku fyrir slíka nýt­ingu.

Auglýsing

Hlut­verk starfs­hóps­ins verður að skoða og gera til­lögur til ráðu­neyt­is­ins um hvernig ofan­greindum mark­miðum verði náð, segir í til­kynn­ingu frá umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­inu um skip­un­ina. Gert sé ráð fyrir að starfs­hóp­ur­inn fari ítar­lega yfir lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un, að því er varðar með­höndlun og máls­með­ferð vind­orku yfir 10 MW innan ramma­á­ætl­un­ar; auk laga­frum­varps og þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem lögð voru fram 2021 um stað­setn­ingu vind­orku­vera í lands­lagi og nátt­úru Íslands.

Ráðu­neytið segir að þegar sé hafin vinna við lög­fræði­lega úttekt á sam­an­burði á lagaum­hverfi vegna vind­orku­vera í nokkrum lönd­um. Þar sé einkum um að ræða Nor­eg, Sví­þjóð, Skotland og Nýja-­Sjá­land, þar sem aðstæður eru með líkum hætti og hér­lend­is. Hinn nýskip­aði starfs­hópur mun fá nið­ur­stöður þess­arar úttektar til afnota, þegar þær liggja fyrir og getur nýtt þær við vinnslu á til­lögum sín­um.

Gert er ráð fyrir að starfs­hóp­ur­inn vinni náið með Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga við und­ir­bún­ing til­lagna sinna og frum­varps til laga. Jafn­framt er gert ráð fyrir sam­ráði við hag­að­ila, hlut­að­eig­andi ráðu­neyti og stofn­an­ir.

Að loknu mati og grein­ingu á við­fangs­efn­inu er starfs­hóp­unum ætlað að vinna drög að laga­frum­varpi á grund­velli nið­ur­staða sinna.

Hverjir eru í starfs­hópn­um?

Hilmar Gunn­laugs­son lauk árið 2018 meist­ara­námi á sviði orku­rétt­ar. Loka­rit­gerð hans fjall­aði um áhrif þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins á Ísland. Í við­tali við Aust­ur­glugg­ann sagð­ist hann hafa valið sér þetta rann­sókn­ar­efni þar sem „ýmsar stað­hæf­ing­ar“ hafi verið á kreiki í umræð­unni um þetta póli­tíska hita­mál hér á landi, m.a. sú stað­hæf­ing að með þriðja orku­pakk­anum væru Íslend­ingar að afsala sér rétti til auð­lind­ar­innar afhenda erlendri stofnun rétt­inn til að ákveða orku­verð og hvort tengst yrði evr­ópskum raf­orku­mark­aði í gegnum sæstreng. „Ég hef verið frekar íhalds­samur varð­andi aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu en lög­fræði­leg nið­ur­staða mín er að menn ýkja veru­lega áhrif þriðja orku­pakk­ans á þessi atrið­i,“ sagði Hilmar við Aust­ur­glugg­ann.

Hilmar var vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi árið 2004.

Björt Ólafs­dóttir var þing­maður Reykja­vík­ur­kjör­dæmis norð­urs fyrir Bjarta fram­tíð á árunum 2013-2017. Hún varð umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra í byrjun jan­úar árið 2017 í rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar undir for­sæti Bjarna Bene­dikts­son­ar. Sú stjórn lifði ekki lengi og sprakk átta mán­uðum síðar í kjöl­far þess að upp komst að faðir for­sæt­is­ráð­herr­ans hefði skrifað undir með­mæla­bréf um upp­reist æru manns sem dæmdur hafði verið til fang­els­is­vistar fyrir að níð­ast kyn­ferð­is­lega á stjúp­dóttur sinni.

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé sat á þingi fyrir Vinstri græn árin 2016-2021. Hann ætl­aði sér fram í kosn­ing­unum í fyrra en dró fram­boð sitt í for­vali flokks­ins í Reykja­vík til baka eftir að leitað var til fagráðs flokks­ins vegna óvið­eig­andi hegð­unar hans í garð kvenna.

Hvernig á að haga gjald­töku?

Í skip­un­ar­bréfi er óskað eftir að starfs­hóp­ur­inn hugi m.a. að eft­ir­far­andi spurn­ingum og álita­efn­um:

  • Hvort rétt sé að virkj­un­ar­kostir í vind­orku heyri áfram undir lög nr. 48/2011, um áætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða, eða að þeir verið und­an­skildir þeim lög­um, en að settar verði sér­reglur um með­ferð slíkra virkj­un­ar­kosta.
  • Hvernig haga eigi sam­spili hag­nýt­ingar vind­orku og skipu­lags- og leyf­is­veit­ing­ar­ferli þegar í hlut eiga við­kvæm svæði eða við­kvæmir þætt­ir, eins og áhrif á nátt­úru­far og frið­lýst svæði, fugla­líf, ferða­mennsku, grennd­ar­rétt eða önnur sjón­ar­mið.
  • Hvernig ná eigi fram þeirri áherslu í stjórn­ar­sátt­mála að vind­orku­ver bygg­ist helst upp á afmörk­uðum svæðum nærri tengi­virkjum og flutn­ings­lín­um.
  • Hvernig ná megi fram sem breiða­stri sátt um hag­nýt­ingu vind­orku meðal lands­manna eins og einnig er fjallað um í stjórn­ar­sátt­mála.
  • Hvort horfa eigi til þess að hið opin­bera hafi með höndum ein­hvers konar for­gangs­röðun ein­stakra virkj­un­ar­kosta, heild­ar­fjölda eða heild­ar­stærð leyfðra vind­orku­vera eða setji aðrar mögu­legar skorður við vind­orku­nýt­ingu og fyr­ir­komu­lagi vind­orku­vera.
  • Hvernig rétt sé að haga ákvörð­un­ar- og leyf­is­veit­ing­ar­ferli virkj­un­ar­kosta í vind­orku..
  • Hvernig best sé að haga gjald­töku vegna hag­nýt­ingar vind­orku.

„Til að ná mark­miðum okkar í lofts­lags­málum þá þurfum við að nýta vind­inn,“ er haft eftir Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, í til­kynn­ing­unni. „Það skiptir hins vegar öllu máli að ná eins breiðri sam­stöðu um þá nýt­ingu og mögu­legt er. Eins og í allri grænni orku­öflun þá verður að vera jafn­vægi á milli nátt­úru­verndar og nýt­ing­ar. Ég bind miklar vonir við starf þessa hóps.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent