Hjá þeim sem eru áfram í Sýrlandi þá er daglegt líf „martröð“

Helmingur-flottafolksins-fr---S--rlandi-er-boern-og-UNICEF-er-me---mikinn-vi--b--na------sv----inu.jpg
Auglýsing

Fyrir þá sem eru áfram í Sýr­landi, en freista þess ekki að hefja nýtt líf með því flýja stríðs­hrjáð svæði í land­inu, er dag­legt líf best lýst með orð­inu „martröð“. Þetta kemur fram í ítar­legri umfjöllun New York Times í dag, en blaða­menn­irnir Maher Saaman og Anne Barn­ard hafa dvalið í land­inu að und­an­förnu og fylgt flótta­mönnum eftir þegar þeir leggja land undir fót og freista þess að hefja nýtt líf í Evr­ópu, eftir mörg þús­und kíló­metra ferða­lag.

Staða mála í Sýr­landi hefur versnað hratt á und­an­förnum mán­uðum og er talið að 9,5 millj­ónir manna, af ríf­lega 22 millj­óna heildar­í­búa­fjölda, sé á flótta vegna stríðs­á­taka. Tæp­lega fimm millj­ónir reyna nú að kom­ast áfram til ann­arra landa, ekki síst í Evr­ópu, á meðan aðrir eru á flótta innan Sýr­lands. Mat­ar- og vatns­skortur er við­var­andi og aðstæður allar hinar ömur­leg­ustu, hjá millj­ónum manna. Í umfjöll­un­inni kemur enn fremur fram, að litla aðstoð sé að fá á stórum svæð­um, og ótt­inn við byssu­kúlur og ofbeldi öfga­manna er „í loft­in­u“.

Margir óbreyttir borg­arar hafa dáið í Sýr­landi eftir ógn­vekj­andi og mis­kunn­ar­laust ofbeldi. Sam­kvæmt umfjöllun New York Times eru 8.871 dauðs­föll skýrð með því að við­kom­andi hafi látið lífið eftir mann­rán eða pynt­ing­ar. Þetta hafi gerst nán­ast handa­hófs­kennt gagn­vart borg­urum sem hafi kynnt undir mik­inn ótta og gert það að verkum að margir sjái ekk­ert annað í stöð­unni en að flýja land.

Auglýsing


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Hefði verið mjög djarft að binda okkur ekki við Evrópusambandið
Bjarni Benediktsson segir nauðsynlegt að horfa til þess að þegar Ísland var að semja um samflot við ESB í bóluefnakaupum hafi ekkert verið fast í hendi hvað bóluefni varðaði. Það hefði verið „mjög djörf ákvörðun“ að reyna að feta veginn ein.
Kjarninn 21. janúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins
Kjarninn 21. janúar 2021
Leið evrópskra fótboltamanna til Englands þrengdist vegna Brexit
Frjálst flæði evrópsks vinnuafls til Bretlands heyrir sögunni til. Það á einnig við um fótboltamenn, sem nú þurfa að uppfylla ákveðnar gæðakröfur til að fá atvinnuleyfi. Leið ungra leikmanna til Englands er orðin þrengri. Kjarninn rýndi í breytingarnar.
Kjarninn 21. janúar 2021
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None