Hjá þeim sem eru áfram í Sýrlandi þá er daglegt líf „martröð“

Helmingur-flottafolksins-fr---S--rlandi-er-boern-og-UNICEF-er-me---mikinn-vi--b--na------sv----inu.jpg
Auglýsing

Fyrir þá sem eru áfram í Sýr­landi, en freista þess ekki að hefja nýtt líf með því flýja stríðs­hrjáð svæði í land­inu, er dag­legt líf best lýst með orð­inu „martröð“. Þetta kemur fram í ítar­legri umfjöllun New York Times í dag, en blaða­menn­irnir Maher Saaman og Anne Barn­ard hafa dvalið í land­inu að und­an­förnu og fylgt flótta­mönnum eftir þegar þeir leggja land undir fót og freista þess að hefja nýtt líf í Evr­ópu, eftir mörg þús­und kíló­metra ferða­lag.

Staða mála í Sýr­landi hefur versnað hratt á und­an­förnum mán­uðum og er talið að 9,5 millj­ónir manna, af ríf­lega 22 millj­óna heildar­í­búa­fjölda, sé á flótta vegna stríðs­á­taka. Tæp­lega fimm millj­ónir reyna nú að kom­ast áfram til ann­arra landa, ekki síst í Evr­ópu, á meðan aðrir eru á flótta innan Sýr­lands. Mat­ar- og vatns­skortur er við­var­andi og aðstæður allar hinar ömur­leg­ustu, hjá millj­ónum manna. Í umfjöll­un­inni kemur enn fremur fram, að litla aðstoð sé að fá á stórum svæð­um, og ótt­inn við byssu­kúlur og ofbeldi öfga­manna er „í loft­in­u“.

Margir óbreyttir borg­arar hafa dáið í Sýr­landi eftir ógn­vekj­andi og mis­kunn­ar­laust ofbeldi. Sam­kvæmt umfjöllun New York Times eru 8.871 dauðs­föll skýrð með því að við­kom­andi hafi látið lífið eftir mann­rán eða pynt­ing­ar. Þetta hafi gerst nán­ast handa­hófs­kennt gagn­vart borg­urum sem hafi kynnt undir mik­inn ótta og gert það að verkum að margir sjái ekk­ert annað í stöð­unni en að flýja land.

Auglýsing


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None