Hjúkrunarfræðingar kolfelldu kjarasamning: 88,4 prósent sögðu nei

15416919303_e28b4e2c36_z.jpg
Auglýsing

Hjúkr­un­ar­fræð­ingar höfn­uðu nýgerðum kjara­samn­ingi félags­ins með miklum mun, en atkvæða­greiðsl­unni lauk á hádegi. Stjórn Félags íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga lítur svo á að samn­ingar félags­ins við ríkið séu nú lausir og félagið mun fela lög­manni sínum að meta rétt­ar­stöðu félags­ins gagn­vart rík­inu.

Samn­ing­ur­inn var felldur með 1677 atkvæðum á móti 219, eða 88,4 pró­sentum gegn 11,6 pró­sent­u­m. ­Kjör­sókn var 84,8 pró­sent.

„Í kjöl­far laga­setn­ingar Alþing­is, sem batt enda verk­falls­að­gerðir hjúkr­un­ar­fræð­inga, var það sam­eig­in­leg ákvörðun samn­inga­nefndar Fíh, trún­að­ar­manna­ráðs og fram­kvæmda­ráðs stjórnar félags­ins að rétt væri að gefa hjúkr­un­ar­fræð­ingum tæki­færi til að kjósa um til­boð rík­is­ins sem þá lá fyr­ir. Enda taldi samn­inga­nefnd Fíh að gerð­ar­dómi, sem Alþingi fól að ákvarða laun hjúkr­un­ar­fræð­ina, væru settar afar þröngar skorð­ur,“ segir í til­kynn­ingu frá hjúkr­un­ar­fræð­ing­um.

Auglýsing

„Nið­ur­staða atkvæða­greiðsl­unnar und­ir­strikar stuðn­ing hjúkr­un­ar­fræð­inga við áherslur samn­inga­nefndar félags­ins um að stjórn­völd verði að bregð­ast við sann­gjörnum kröfum þeirra um að grunn­laun hjúkr­un­ar­fræð­inga verði sam­bæri­leg við aðrar háskóla­mennt­aðar stéttir og mark­visst verði dregið úr kyn­bundnum launa­mun. Fréttir af upp­sögnum hjúkr­un­ar­fræð­inga á síð­ustu vikum end­ur­spegla afstöðu þeirra til til­boðs rík­is­ins en ómögu­legt er að reka öfl­ugt og öruggt heil­brigð­is­kerfi án þátt­töku vel mennt­aðra hjúkr­un­ar­fræð­inga.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None