Myndband af eldri manni sem hlær ofsafengnum, skærum og fyndnum hlátri í spænskum sjónvarpsþætti er orðið að andlagi barátta andstæðinga og stuðningsmanna aðildar að Evrópusambandinu á Íslandi. Vinsælt hefur verið að setja nýjan texta við myndbandið og nú hafa bæði stuðningsmenn og helstu andstæðingar Evrópusambandsaðildar nýtt sér það til að lítillæka þá sem eru þeim ósammála í netheimum.
Í fyrra myndbandinu er gert stólpagrín af Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Gunnar Bragi er þar sagður hafa farið með bréfið sem átti að enda Evrópusambandsumsókn Íslands að beiðni Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Gunnar Bragi starfaði lengi hjá kaupfélaginu áður en hann fór á þing.
Í síðara myndbandinu er dæminu snúið við og textinn við hláturrokur Spánverjans káta er látin snúast um grín á kostnað frekjulegrar Samfylkingar og "hins venjulega" manns sem keypti upphlaup þeirra og lét plata sig í slíkum flýti til að mótmæla á Austurvelli að þar standi hann og ber í "viðbrennt nautahakkið".