Hlutabréf í Íslandsbanka hafa hækkað meira en í öllum öðrum bönkum á Norðurlöndunum

Hluthöfum í Íslandsbanka hefur fækkað um í kringum sjö þúsund frá útboði. Markaðsvirði bankans hefur á sama tíma aukist um 60 prósent og þeir sem hafa selt sig út hafa getað tekið út góða ávöxtun á fjárfestingu sinni á rúmum fjórum mánuðum.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn fyrstu viðskipti með bankann í íslensku kauphöllinni fyrr á þessu ári.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn fyrstu viðskipti með bankann í íslensku kauphöllinni fyrr á þessu ári.
Auglýsing

Mark­aðsvirði Íslands­banka við lokun mark­aða í gær var 253,6 millj­arðar króna og hefur aldrei verið hærra. Frá því að 35 pró­sent hlutur í bank­anum var seldur í júní síð­ast­liðnum hefur hluta­bréfa­verðið hækkað um 60 pró­sent, farið úr 79 krónum á hlut í 126,8 krónur á hlut. Það er mesta hækkun á virði bréfa í banka á Norð­ur­lönd­unum á því tíma­bili sem liðið er frá því að hluta­fjár­út­boðið í Íslands­banka fór fram.

Frá þessu er greint í fjár­festa­kynn­ingu vegna upp­gjörs Íslands­banka á þriðja árs­fjórð­ungi 2021 sem birt var í gær. 

Bank­inn hagn­að­ist um 7,6 millj­arða króna á fjórð­ungn­um, sem er sá fyrsti sem líður eftir skrán­ingu hans á mark­að, og arð­semi eigin fjár hans var 15,7 pró­sent. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var hagn­aður Íslands­banka 16,6 millj­arðar króna og arð­semi eigin fjár hans á árs­grund­velli var 11,7 pró­sent. 

Hreinar þókn­ana­tekjur bank­ans á fyrstu níu mán­uðum árs­ins juk­ust um 20,1 pró­sent frá sama tíma­bili í fyrra og vaxta­tekjur hans hækk­uðu um 1,1 pró­sent, en þær voru 25,4 millj­arðar króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. 

Kostn­að­ar­hlut­fall bank­ans lækk­aði úr 55,3 í 46,6 pró­sent milli ára en stjórn­ar­kostn­aður hækk­aði, aðal­lega í tengslum við skrán­ingu Íslands­banka á mark­að, auk­ins launa­kostn­aðar vegna kjara­samn­ings­hækk­ana og kostn­aðar vegna upp­sagna. 

Um sjö þús­und hafa þegar selt

Í fjár­festa­kynn­ing­unni kemur fram að hlut­hafar í Íslands­banka séu nú yfir 17 þús­und tals­ins. Eftir útboðið í sumar voru hlut­haf­arnir um 24 þús­und tals­ins. Það þýðir að um sjö þús­und hafa þegar selt hlut sinn í Íslands­banka á þeim fjórum mán­uðum sem liðnir eru frá hluta­fjár­út­boð­in­u. 

Auglýsing
Sá 35 pró­sent hlutir sem íslenska ríkið seldi í júní er nú met­inn á 88,8 millj­arða króna. Hann hefur hækkað um 33,5 millj­arða króna frá því að útboðið fór fram, eða um alls 60 pró­sent.

Sá háttur var hafður á í útboð­inu að allir sem skráðu sig fyrir einni milljón króna eða minna myndu ekki skerð­ast ef eft­ir­spurn yrði umfram fram­boð. Þetta var gert til að draga sem flesta að þátt­töku. Eft­ir­spurnin reynd­ist níföld. 

Hluta­bréf í bank­anum hækk­uðu um 20 pró­sent strax á fyrsta degi eftir skrán­ingu á markað og hafa síðan hækkað jafnt og þétt. 

Sá sem keypti hlut í Íslands­­­banka af íslenska rík­­inu á eina milljón króna í júní gæti selt þann hlut í dag á 1,6 millj­ónir króna, og þar með hagn­ast um 600 þús­und krónur á rúmum fjórum mán­uð­um.

Íslenska ríkið enn langstærsti eig­and­inn

Íslenska ríkið er áfram stærsti eig­andi Íslands­banka  með 65 pró­sent hlut en heim­ild er í fjár­lögum til að selja þann hlut. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur lýst yfir vilja til að gera það í nán­ustu fram­tíð og ljóst að það ferli er á meðal þeirra mála sem eru til umræðu nú þegar stjórn­ar­flokk­arnir þrír: Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri græn, ræða áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starf.

Líf­eyr­is­­sjóður versl­un­­ar­­manna, Gildi, Capi­tal World Invsestors og RWC Asset Mana­gement skuld­bundu sig við upp­­haf útboðs­ins á bréfum í Íslands­banka sig til að kaupa um það bil tíu pró­­sent af öllu útgefnu hlutafé bank­ans  verða svo­­kall­aðir horn­­steins­fjár­­­fest­­ar. Þessi hópur á í dag 12,3 pró­sent í bank­anum og auk þess hefur Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins keypt 2,9 pró­sent allra hluta­bréfa í hon­um.

Aðrir eig­endur eiga eitt pró­sent eða minna, en tíu stærstu hlut­hafar Íslands­banka eiga sam­tals 83,8 pró­sent útgef­inna hluta­bréfa í bank­an­um. 

Arð­­semi eigin fjár langt yfir mark­miði

Sá mæli­kvarði sem stjórn­­endur banka nota til að mæla árangur sinn er ekki end­i­­lega hversu mik­ill hagn­aður er í krónum talið, heldur hver hlut­­falls­­leg arð­­semi þessa eigin fjár er. Und­an­farin ár hefur þessi arð­­semi verið nokkuð döpur og verið undir mark­mið­­um.

Íslands­­­banki setti sér það mark­mið að ná átta til tíu pró­­­sent arð­­­semi á eigið fé fyrir lok árs 2022 og að til lengri tíma yrði arð­­­semin yfir tíu pró­­­sent. 

Á fyrsta árs­fjórð­ungi 2021 var arð­­semin 7,7 pró­­sent. Á þeim næsta var hún 11,6 pró­­sent og þeim þriðja var hún orðin 15,7 pró­­sent. Bank­inn verður því að öllum lík­­indum langt yfir lang­­tíma­­mark­miði sínu þegar árið 2021 verður gert upp. 

Vaxta- og þókn­ana­­tekjur upp um millj­­arð milli ára

Mestu munar ann­­ars vegar um að hreinar vaxta­­tekjur hreinar þókn­ana­­tekjur uxu sam­an­lagt um einn millj­­arð króna milli ára. 

Vaxta­­tekjur mynd­­ast af vaxta­mun, mun­inum á þeim vöxtum sem bank­­­arnir greiða fólki og fyr­ir­tækjum fyrir inn­­­lán sem þau geyma hjá þeim og vöxt­unum sem þeir leggja á útlán. 

Þókn­ana­­tekjur mynd­­ast vegna þókn­ana sem bank­inn tekur fyrir t.d. eigna­­stýr­ingu eða fyr­ir­tækja­ráð­­gjöf. Í ljósi þess að íslensku bank­­­arnir starfa nán­­­ast ein­vörð­ungu í íslensku hag­­­kerfi þá verður að álykta að stór hluti við­­­skipta­vina þeirra séu stærstu fag­fjár­­­­­fest­­­arnir innan þess, íslenskir líf­eyr­is­­­sjóð­­­ir.

Hins vegar juk­ust hreinar fjár­­muna­­tekjur um 900 millj­­ónir króna, aðal­­­lega vegna jákvæðrar virð­is­breyt­ingar á fjár­­­fest­ingu í óskráðum hlut­­deild­­ar­­fé­lög­­um.

Eigið fé Íslands­banka var 197 millj­arðar króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins og eig­in­fjár­hlut­fall bna­kans 24,7 pró­sent. 

Yfir­­lýst mark­mið bank­ans er svo að greiða út 50 pró­­sent af hagn­aði hvers árs í formi hefð­bund­inna arð­greiðslna. Þá ætlar hann auk þess að nýta umfram eigið fé bank­ans til frek­­ari arð­greiðslna eða kaupa á eigin bréf­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent