Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra

Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.

Pósturinn
Auglýsing

Fjár­hags­vandi Íslands­pósts stafar meðal ann­ars af því að dreif­ing pakka­send­inga frá útlöndum hefur reynst félag­inu kostn­að­ar­söm og sam­dráttur í bréf­send­ingum hefur ekki feng­ist að fullu bættur með hækkun á gjald­skrá. Auk þess voru heild­ar­fjár­fest­ingar félags­ins á árinu 2018 of miklar miðað við greiðslu­getu þess. Þetta kemur fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um Íslands­póst til Alþingis sem birt var í dag.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið segir í við­brögðum sínum við skýrsl­unni að það blasi við að ef fyr­ir­tækið hefði ekki farið í fjár­fest­ingar á sama tíma og met­fækkun varð í bréfa­send­ingum og aukn­ing á tapi í pakka­send­ingum þá hefði félagið lík­lega haft getu til að fá lán hjá við­skipta­banka til að leysa bráða­lausa­fjár­vanda­fé­lags­ins í fyrra.

Fjár­fest­ingar of miklar

Ís­lands­póstur hefur átt við fjár­hags­erf­ið­leika að stríða. Fjár­hags­vandi fyr­ir­tæk­is­ins á árinu 2018 leiddi til þess að félagið stefndi í greiðslu­vanda þegar við­skipta­banki þess lok­aði fyrir frek­ari lán­veit­ing­ar. Í kjöl­farið fékk rík­is­sjóður heim­ild frá Alþingi í lok síð­asta árs til að veita fyr­ir­tæk­inu einn og hálfan millj­arð í neyð­ar­lán. Lánið var háð þeim skil­yrðum að fyr­ir­tækið standi við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og haldi þing­heimi upp­lýstum um gang mála.;

Auglýsing

Fjár­­­­­laga­­­­­nefnd Alþingis sam­­­­­þykkti í kjöl­farið jan­úar á þessu ári beiðni til Rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoð­anda um að unnin yrði stjórn­­­­­­­­­sýslu­út­­­­­­­­­tekt á starf­­­­­semi Íslands­­­­­­­­­póst­­s. Sú skýrsla Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar var rædd á sam­eig­in­leg­um­fundi fjár­­laga­­nefndar og stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd­­ar.

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um starf­semi Íslands­póst segir að á und­an­förnum árum hafi rekstr­ar­grund­völlur af kjarna­starf­semi Íslands­pósts veikst og reynst nauð­syn­legt að grípa til ráð­staf­ana þar að lút­andi. Að mati rík­is­end­ur­skoð­anda var ekki nægi­lega mark­visst brugð­ist við þeim breyttu aðstæðum fyrr en félagið var lent í fjár­hags­vanda.

Í fyrra var rekstr­ar­af­komu Íslands­pósts nei­kvæð um 287 milj­ónir króna. Í heild­ina var tap fyr­ir­tæks­ins á árunum 2013 til 2018 246 millj­ón­ir.­Sam­kvæmt Rík­is­end­ur­skoðun stafar fjár­hags­vandi Íslands­pósts af því að dreif­ing­pakka­send­inga frá útlöndum hefur reynst félag­inu kostn­að­ar­söm, sam­dráttur í bréf­send­ingum hefur ekki feng­ist að fullu bættur með hækkun á gjald­skrá. Auk þess segir í skýrsl­unni að ásamt því hafi heild­ar­fjár­fest­ingar félags­ins á árinu 2018 verið of miklar miðað við greiðslu­getu þess. Til við­bótar bendir Rík­is­end­ur­skoðun á að fjár­fest­ingar í dótt­ur- og hlut­deild­ar­fé­lögum hafi svo ekki skilað félag­inu þeirri sam­legð og arði sem að var stefn­t. 

Bjart­sýni ein­kennt rekstr­ar­á­ætl­anir Íslands­pósts

Fjár­fest­ing Íslands­pósts í var­an­legum rekstr­ar­fjármunum jókst um 506 millj­ónir árið 2018 frá ár­in­u á und­an. Það skýrist einkum af fram­kvæmdum við póst­mið­stöð og bygg­ingu póst­húss á Sel­fossi ­sem er svipað og gert var ráð fyrir í fjár­fest­inga­áætl­un. Stærsta fjár­fest­ingin var í við­bygg­ingu við póst­mið­stöð fyr­ir­tæk­is­ins við Stór­höfða í Reykja­vík á ár­inu 2018. Í skýrsl­unni segir að hvat­inn að þess­ari fjár­fest­ingu var sá að póst­mið­stöðin var of lítil fyrir starf­sem­ina.

Fjár­mögnun fram­kvæmd­ar­innar með banka­lán­i var frá­gengin en gert var ráð fyrir að rekstur félags­ins skil­aði nægu fé til að standa undir öðrum fjár­fest­ingum á ár­inu að frátal­inni end­ur­nýjun öku­tækja. Sjóð­streym­is­yf­ir­lit árs­ins 2018 sýnir að hisnvegar fjár­mögnun fjár­fest­inga gekk ekki eftir eins og ætlað var. Hand­bært fé frá rekstri var minna en félagið áætl­aði og því náði það ekki að standa undir nema litlum hluta fjár­fest­inga með fjár­mögnun frá rekstri. Þá var 500 millj­óna lán frá ríkis­sjóði ekki hlut­i af tryggðri langt­íma­fjár­mögn­un.

Mynd: Ríkisendurskoðun

Í skýrsl­unni segir að full­yrða megi að að tals­verð bjartsýni hafi í gegnum tíð­ina ein­kennt rekstr­ar­áætl­anir Ís­lands­pósts. Frá ár­inu 2010 hefur alltaf verið gert ráð fyrir að rekst­ur­inn skil­aði hagn­aði eða að með­al­tali um 170 millj­ónir krona. Eins og fram hefur komið að ofan er langur vegur frá því að þessar áætl­anir félags­ins hafi gengið eft­ir.

Blasir við að félagið hefði lík­lega getað fengið lán hjá banka ef ekki hefði verið fyrir fjár­fest­ingar

Í við­brögðum fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, sem fer með eign­ar­hlut ­ríks­ins í Íslands­póst og skipar stjórn félags­ins, við skýrsl­unni segir að ráðu­neytið vilj­i benda á að fjár­fest­ingar hafi bein áhrif á sjóðs­streymi og að lán, sem félag hefur fjár­hags­legan styrk til að taka, megi bæði nota til fjár­fest­inga og til rekst­urs. „Því blasir við ef ekki hefði verið farið í fjár­fest­ingar á sama tíma og met­fækkun varð í bréfa­send­ingum og aukn­ing á tapi á pakka­send­ing­um, þá hefði félagið lík­lega haft getu til að fá lán hjá banka til að styðja við bráða­lausa­fjár­vanda félags­ins sem fram kom 2018.“

Aftur á móti segir að ráðu­neytið hafi litlar for­sendur til að meta það hvort félagið hefði átt að sjá þessa þróun fyrir og tíma­setja fjár­fest­ingar á annan hátt og áhrif þess á rekst­ur­inn. Auk þess bendir ráðu­neytið á í þessu sam­hengi að þrátt fyrir aðvar­anir félags­ins um að félagið þyrfti að fá bætur fyrir alþjón­ustu­byrði, sé það ekki fyrr en um ára­mótin 2018-2019 sem félagið sækir form­lega um bætur til jöfn­un­ar­sjóðs al­þjón­ust­u og þá aft­ur­virkt fyrir árin 2013 til 2017.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið taldi ekki þörf á að leita eftir áliti Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins

Rík­is­end­ur­skoðun segir jafn­framt að for­stjóri félags­ins hafi leitt stefnu­mótun og rekstur félags­ins en stjórn félags­ins hefur lítið frum­kvæði haft að því að setja fram á stjórn­ar­fundum dag­skrár­efni til umræðu og ákvörð­un­ar­töku fyrr en stjórn­völdum var gert kunn­ugt um greiðslu­vanda félags­ins í ágúst 2018. Sam­ráð við stjórn­völd og frum­kvæði stjórnar hafi auk­ist frá þeim tíma. „Að mati rík­is­end­ur­skoð­anda var ekki brugð­ist nægj­an­lega mark­visst og hratt við þeim breyttu aðstæðum sem hafa verið í rekstr­ar­um­hverfi Íslands­pósts ohf. fyrr en eftir að félagið lenti í fjár­hags­vanda,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Rík­is­end­ur­skoðun bendir jafn­framt á að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti hafi ekki talið þörf á að leita eftir áliti Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um hvort lán­veit­ingin myndi skekkja sam­keppn­is­stöðu á póst­mark­aði. Rík­is­end­ur­skoð­andi bendir á að það heyri undir sam­keppn­is­yf­ir­völd að leggja mat á hvort umrædd lán­veit­ing hafi verið í sam­ræmi við ­sam­keppn­is­lög.

Til­lögur að end­ur­bótum

Athugun rík­is­end­ur­skoð­anda bendir til að ákveðin óvissa hafi ríkt á milli­ ­sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytis og Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um hvernig eft­ir­liti með fjár­hags­stöðu póst­rek­enda hafi verið háttað á und­an­förnum árum. Rík­is­end­ur­skoð­andi leggur áherslu á að bæði ráðu­neyti og eft­ir­lits­stofn­anir verði að túlka eft­ir­lits­heim­ildir og skyldur með sama hætti og að brýnt sé að allri óvissu í því sam­bandi verði eytt. Rík­is­end­ur­skoðun segir að mik­il­vægt sé að allir eft­ir­lits­að­ilar stundi eft­ir­lit út frá sam­eig­in­legri heild­ar­sýn

Rík­is­end­ur­skoðun segir jafn­framt að mik­il­vægt sé að stjórn­völd ráð­ist í mótun sér­stakrar eig­anda­stefnu fyrir Íslands­póst ohf. vegna síbreyti­legra aðstæðna og sér­tækra áskor­ana í rekstr­ar­um­hverfi félags­ins.

Auk þess þurfi stjórn­völd að tryggja rekstr­ar­grund­völl Íslands­pósts til lengri tíma. Í þessu sam­bandi bendir rík­is­end­ur­skoð­andi á þann mögu­leika í frum­varpi til nýrra heild­ar­laga um póst­þjón­ustu að gera þjón­ustu­samn­ing við alþjón­ustu­skylda aðila.

Auk þess segir stofn­unin að ástæða sé til þess að ráð­ast í marg­vís­legar hag­ræð­ing­ar­að­gerðir innan Íslands­pósts, einkum hvað varðar að sam­eina enn frekar dreifi­kerfi bréfa og pakka í þétt­býli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent