Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti

Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.

posturinn_9954270194_o.jpg
Auglýsing

Viða­miklar skipu­lags­breyt­ingar eru framund­an hjá Íslands­pósti, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. Fækkað hefur verið í fram­kvæmda­stjórn félags­ins og fram­kvæmda­stjórum ­fækkað úr fimm í þrjá. Sam­hliða því hafa ýmsar skipu­lags­breyt­ingar verið gerðar inn­an­ ­fyr­ir­tæk­is­ins en sam­kvæmt for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins eru breyt­ing­arnar gerðar til draga úr rekstr­ar­kostn­aði fyr­ir­tæk­is­ins og auka hag­ræð­ingu.

Mikil hag­ræð­ing og kostn­að­arað­hald framundan

Fram­kvæmda­stjórar Íslands­pósts voru fimm en verða í kjöl­far breyt­ing­anna þrír á svið­unum þjón­ustu og mark­að­ur, fjár­mál og dreif­ing. Í til­kynn­ing­unni segir að Helga Sigríður Böðvars­dóttir muni áfram leiða svið fjár­mála, en nú þegar hafi verið ráð­inn nýr fram­kvæmda­stjóri yfir sviði þjón­ustu og ­mark­að­ar, sem áður hét mark­aðs- og sölu­svið, og hefur sá aðili störf í sum­ar. Hörður Jóns­son mun ­leiða dreif­ing­ar­svið, sem er sam­einuð póst­húsa og fram­kvæmda­svið en hann hefur hingað til stýrt póst­húsa­sviði. Sam­hliða þessu verður Sigríður Ind­riða­dóttir nú titluð mannauðs­stjóri en var áð­ur­ fram­kvæmda­stjóri starfsmannasviðs. 

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir að sam­hliða þessum breyt­ing­um verður staf­ræn þjón­usta sett sér­stak­lega í for­gang hjá póst­in­um. Auk þess verða flokkar inn­an­ ­fyr­ir­tæk­is­ins að sér­stökum ein­ing­ar­sviðum sem starfa þvert á rekstr­ar­sviðin undir nýju þróun­ar­sviði sem Birgir Jóns­son, for­stjóri Íslands­pósts, leið­ir. Birgir var ráð­inn for­­stjóri Íslands­­­pósts í lok maí en Ing­i­­­mundur Sig­­­ur­páls­­­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri Íslands­­­­­pósts, sagði starfi sínu lausu sem for­­stjóri þann 15. mars síð­­ast­lið­inn eftir fjórtán ára starf. 

Þá mun skrif­stofa Íslands­pósts flytja frá Stór­höfða yfir í skrif­stof­urými í Höfða­bakka. Í til­kynn­ing­unni segir að til­gang­ur þess­ara breyt­inga á skipu­riti Íslands­póst er að ná fram hag­ræð­ingu í rekstr­in­um, búa til nýjan og öflugan hóp lyk­il­stjórnenda og auka og hraða upp­lýs­inga­flæði innan fyr­ir­tæk­is­ins. Birgir segir að þessar breyt­ingar séu ein­ungis fyrstu skrefin og að framundan sé mikil hag­ræð­ing og kostn­að­arað­hald hjá fyr­ir­tæk­inu.

Skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar um Íslands­póst birt í dag

Í sept­­­em­ber 2018 leit­aði Íslands­­­­­póstur á náðir rík­­­is­ins og fékk 500 millj­­­ónir króna að láni til að bregð­­­­ast við lausa­­­­fjár­­­­skorti eftir að við­­­­skipta­­­­banki þess, Lands­­­­banki Íslands, hafði lokað á frek­­­­ari lán­veit­ing­­­­ar. Nokkrum mán­uðum síð­­­­­­­ar, í des­em­ber, sam­­­­þykkti Alþingi að lána fyr­ir­tæk­inu allt að millj­­­­arð til við­­­­bót­­­­ar.

Í umsögn Rík­­­­­­is­end­­­­­­ur­­­­­­skoð­un­­­­ar, um auka fjár­­­­veit­ingu rík­­­is­ins til Íslands­­­­­­­pósts, sagði að ­­­­­­Rík­­­­­­­is­end­­­­­­­ur­­­­­­­skoðun teldi að það væri óheppi­­­­­­­legt að ekki liggi nákvæm­­­­­­­lega fyrir hvernig fyr­ir­hugað sé að taka á rekstr­­­­­­­ar­­­­­­­vanda Íslands­­­­­­­­­­­­­pósts þannig að til­­­­­­­skil­inn árangur náist áður en tekin er ákvörðun um fram­lög úr rík­­­­­­­is­­­­­­­sjóði til félags­­­­­­­ins. Þá væri orsök fjár­­­­­hags­vand­ans alls ógreind, ekki lægi fyrir hvort hann stafi af sam­keppn­is­­­­­rekstri eða starf­­­­­semi innan einka­rétt­­­­­ar. 

Fjár­­­­laga­­­­nefnd Alþingis sam­­­­þykkti því í jan­úar á þessu ári beiðni til Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­anda um að unnin yrði stjórn­­­­­­­sýslu­út­­­­­­­tekt á starf­­­­semi Íslands­­­­­­­póst­s. Sú skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar verður opin­beruð í dag að loknum sam­eig­in­legum fundi fjár­laga­nefndar og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent