Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti

Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.

posturinn_9954270194_o.jpg
Auglýsing

Viðamiklar skipulagsbreytingar eru framundan hjá Íslandspósti, samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Fækkað hefur verið í framkvæmdastjórn félagsins og framkvæmdastjórum fækkað úr fimm í þrjá. Samhliða því hafa ýmsar skipulagsbreytingar verið gerðar innan fyrirtækisins en samkvæmt forstjóra fyrirtækisins eru breytingarnar gerðar til draga úr rekstrarkostnaði fyrirtækisins og auka hagræðingu.

Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald framundan

Framkvæmdastjórar Íslandspósts voru fimm en verða í kjölfar breytinganna þrír á sviðunum þjónustu og markaður, fjármál og dreifing. Í tilkynningunni segir að Helga Sigríður Böðvarsdóttir muni áfram leiða svið fjármála, en nú þegar hafi verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri yfir sviði þjónustu og markaðar, sem áður hét markaðs- og sölusvið, og hefur sá aðili störf í sumar. Hörður Jónsson mun leiða dreifingarsvið, sem er sameinuð pósthúsa og framkvæmdasvið en hann hefur hingað til stýrt pósthúsasviði. Samhliða þessu verður Sigríður Indriðadóttir nú titluð mannauðsstjóri en var áður framkvæmdastjóri starfsmannasviðs. 

Auglýsing

Í tilkynningunni segir að samhliða þessum breytingum verður stafræn þjónusta sett sérstaklega í forgang hjá póstinum. Auk þess verða flokkar innan fyrirtækisins að sérstökum einingarsviðum sem starfa þvert á rekstrarsviðin undir nýju þróunarsviði sem Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, leiðir. Birgir var ráð­inn for­stjóri Íslands­pósts í lok maí en Ing­i­­mundur Sig­­ur­páls­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Íslands­­­pósts, sagði starfi sínu lausu sem for­stjóri þann 15. mars síð­ast­lið­inn eftir fjórtán ára starf. 

Þá mun skrifstofa Íslandspósts flytja frá Stórhöfða yfir í skrifstofurými í Höfðabakka. Í tilkynningunni segir að tilgangur þessara breytinga á skipuriti Íslandspóst er að ná fram hagræðingu í rekstrinum, búa til nýjan og öflugan hóp lykilstjórnenda og auka og hraða upplýsingaflæði innan fyrirtækisins. Birgir segir að þessar breytingar séu einungis fyrstu skrefin og að framundan sé mikil hagræðing og kostnaðaraðhald hjá fyrirtækinu.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst birt í dag

Í sept­­em­ber 2018 leit­aði Íslands­­­póstur á náðir rík­­is­ins og fékk 500 millj­­ónir króna að láni til að bregð­­­ast við lausa­­­fjár­­­skorti eftir að við­­­skipta­­­banki þess, Lands­­­banki Íslands, hafði lokað á frek­­­ari lán­veit­ing­­­ar. Nokkrum mán­uðum síð­­­­­ar, í des­em­ber, sam­­­þykkti Alþingi að lána fyr­ir­tæk­inu allt að millj­­­arð til við­­­bót­­­ar.

Í umsögn Rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoð­un­­­ar, um auka fjár­­­veit­ingu rík­­is­ins til Íslands­­­­­pósts, sagði að ­­­­­Rík­­­­­­is­end­­­­­­ur­­­­­­skoðun teldi að það væri óheppi­­­­­­legt að ekki liggi nákvæm­­­­­­lega fyrir hvernig fyr­ir­hugað sé að taka á rekstr­­­­­­ar­­­­­­vanda Íslands­­­­­­­­­­­pósts þannig að til­­­­­­skil­inn árangur náist áður en tekin er ákvörðun um fram­lög úr rík­­­­­­is­­­­­­sjóði til félags­­­­­­ins. Þá væri orsök fjár­­­­hags­vand­ans alls ógreind, ekki lægi fyrir hvort hann stafi af sam­keppn­is­­­­rekstri eða starf­­­­semi innan einka­rétt­­­­ar. 

Fjár­­­laga­­­nefnd Alþingis sam­­­þykkti því í jan­úar á þessu ári beiðni til Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­anda um að unnin yrði stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tekt á starf­­­semi Íslands­­­­­pósts. Sú skýrsla Ríkisendurskoðunar verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent