Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti

Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.

posturinn_9954270194_o.jpg
Auglýsing

Viða­miklar skipu­lags­breyt­ingar eru framund­an hjá Íslands­pósti, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. Fækkað hefur verið í fram­kvæmda­stjórn félags­ins og fram­kvæmda­stjórum ­fækkað úr fimm í þrjá. Sam­hliða því hafa ýmsar skipu­lags­breyt­ingar verið gerðar inn­an­ ­fyr­ir­tæk­is­ins en sam­kvæmt for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins eru breyt­ing­arnar gerðar til draga úr rekstr­ar­kostn­aði fyr­ir­tæk­is­ins og auka hag­ræð­ingu.

Mikil hag­ræð­ing og kostn­að­arað­hald framundan

Fram­kvæmda­stjórar Íslands­pósts voru fimm en verða í kjöl­far breyt­ing­anna þrír á svið­unum þjón­ustu og mark­að­ur, fjár­mál og dreif­ing. Í til­kynn­ing­unni segir að Helga Sigríður Böðvars­dóttir muni áfram leiða svið fjár­mála, en nú þegar hafi verið ráð­inn nýr fram­kvæmda­stjóri yfir sviði þjón­ustu og ­mark­að­ar, sem áður hét mark­aðs- og sölu­svið, og hefur sá aðili störf í sum­ar. Hörður Jóns­son mun ­leiða dreif­ing­ar­svið, sem er sam­einuð póst­húsa og fram­kvæmda­svið en hann hefur hingað til stýrt póst­húsa­sviði. Sam­hliða þessu verður Sigríður Ind­riða­dóttir nú titluð mannauðs­stjóri en var áð­ur­ fram­kvæmda­stjóri starfsmannasviðs. 

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir að sam­hliða þessum breyt­ing­um verður staf­ræn þjón­usta sett sér­stak­lega í for­gang hjá póst­in­um. Auk þess verða flokkar inn­an­ ­fyr­ir­tæk­is­ins að sér­stökum ein­ing­ar­sviðum sem starfa þvert á rekstr­ar­sviðin undir nýju þróun­ar­sviði sem Birgir Jóns­son, for­stjóri Íslands­pósts, leið­ir. Birgir var ráð­inn for­­stjóri Íslands­­­pósts í lok maí en Ing­i­­­mundur Sig­­­ur­páls­­­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri Íslands­­­­­pósts, sagði starfi sínu lausu sem for­­stjóri þann 15. mars síð­­ast­lið­inn eftir fjórtán ára starf. 

Þá mun skrif­stofa Íslands­pósts flytja frá Stór­höfða yfir í skrif­stof­urými í Höfða­bakka. Í til­kynn­ing­unni segir að til­gang­ur þess­ara breyt­inga á skipu­riti Íslands­póst er að ná fram hag­ræð­ingu í rekstr­in­um, búa til nýjan og öflugan hóp lyk­il­stjórnenda og auka og hraða upp­lýs­inga­flæði innan fyr­ir­tæk­is­ins. Birgir segir að þessar breyt­ingar séu ein­ungis fyrstu skrefin og að framundan sé mikil hag­ræð­ing og kostn­að­arað­hald hjá fyr­ir­tæk­inu.

Skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar um Íslands­póst birt í dag

Í sept­­­em­ber 2018 leit­aði Íslands­­­­­póstur á náðir rík­­­is­ins og fékk 500 millj­­­ónir króna að láni til að bregð­­­­ast við lausa­­­­fjár­­­­skorti eftir að við­­­­skipta­­­­banki þess, Lands­­­­banki Íslands, hafði lokað á frek­­­­ari lán­veit­ing­­­­ar. Nokkrum mán­uðum síð­­­­­­­ar, í des­em­ber, sam­­­­þykkti Alþingi að lána fyr­ir­tæk­inu allt að millj­­­­arð til við­­­­bót­­­­ar.

Í umsögn Rík­­­­­­is­end­­­­­­ur­­­­­­skoð­un­­­­ar, um auka fjár­­­­veit­ingu rík­­­is­ins til Íslands­­­­­­­pósts, sagði að ­­­­­­Rík­­­­­­­is­end­­­­­­­ur­­­­­­­skoðun teldi að það væri óheppi­­­­­­­legt að ekki liggi nákvæm­­­­­­­lega fyrir hvernig fyr­ir­hugað sé að taka á rekstr­­­­­­­ar­­­­­­­vanda Íslands­­­­­­­­­­­­­pósts þannig að til­­­­­­­skil­inn árangur náist áður en tekin er ákvörðun um fram­lög úr rík­­­­­­­is­­­­­­­sjóði til félags­­­­­­­ins. Þá væri orsök fjár­­­­­hags­vand­ans alls ógreind, ekki lægi fyrir hvort hann stafi af sam­keppn­is­­­­­rekstri eða starf­­­­­semi innan einka­rétt­­­­­ar. 

Fjár­­­­laga­­­­nefnd Alþingis sam­­­­þykkti því í jan­úar á þessu ári beiðni til Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­anda um að unnin yrði stjórn­­­­­­­sýslu­út­­­­­­­tekt á starf­­­­semi Íslands­­­­­­­póst­s. Sú skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar verður opin­beruð í dag að loknum sam­eig­in­legum fundi fjár­laga­nefndar og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent