Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti

Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.

posturinn_9954270194_o.jpg
Auglýsing

Viða­miklar skipu­lags­breyt­ingar eru framund­an hjá Íslands­pósti, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. Fækkað hefur verið í fram­kvæmda­stjórn félags­ins og fram­kvæmda­stjórum ­fækkað úr fimm í þrjá. Sam­hliða því hafa ýmsar skipu­lags­breyt­ingar verið gerðar inn­an­ ­fyr­ir­tæk­is­ins en sam­kvæmt for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins eru breyt­ing­arnar gerðar til draga úr rekstr­ar­kostn­aði fyr­ir­tæk­is­ins og auka hag­ræð­ingu.

Mikil hag­ræð­ing og kostn­að­arað­hald framundan

Fram­kvæmda­stjórar Íslands­pósts voru fimm en verða í kjöl­far breyt­ing­anna þrír á svið­unum þjón­ustu og mark­að­ur, fjár­mál og dreif­ing. Í til­kynn­ing­unni segir að Helga Sigríður Böðvars­dóttir muni áfram leiða svið fjár­mála, en nú þegar hafi verið ráð­inn nýr fram­kvæmda­stjóri yfir sviði þjón­ustu og ­mark­að­ar, sem áður hét mark­aðs- og sölu­svið, og hefur sá aðili störf í sum­ar. Hörður Jóns­son mun ­leiða dreif­ing­ar­svið, sem er sam­einuð póst­húsa og fram­kvæmda­svið en hann hefur hingað til stýrt póst­húsa­sviði. Sam­hliða þessu verður Sigríður Ind­riða­dóttir nú titluð mannauðs­stjóri en var áð­ur­ fram­kvæmda­stjóri starfsmannasviðs. 

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir að sam­hliða þessum breyt­ing­um verður staf­ræn þjón­usta sett sér­stak­lega í for­gang hjá póst­in­um. Auk þess verða flokkar inn­an­ ­fyr­ir­tæk­is­ins að sér­stökum ein­ing­ar­sviðum sem starfa þvert á rekstr­ar­sviðin undir nýju þróun­ar­sviði sem Birgir Jóns­son, for­stjóri Íslands­pósts, leið­ir. Birgir var ráð­inn for­­stjóri Íslands­­­pósts í lok maí en Ing­i­­­mundur Sig­­­ur­páls­­­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri Íslands­­­­­pósts, sagði starfi sínu lausu sem for­­stjóri þann 15. mars síð­­ast­lið­inn eftir fjórtán ára starf. 

Þá mun skrif­stofa Íslands­pósts flytja frá Stór­höfða yfir í skrif­stof­urými í Höfða­bakka. Í til­kynn­ing­unni segir að til­gang­ur þess­ara breyt­inga á skipu­riti Íslands­póst er að ná fram hag­ræð­ingu í rekstr­in­um, búa til nýjan og öflugan hóp lyk­il­stjórnenda og auka og hraða upp­lýs­inga­flæði innan fyr­ir­tæk­is­ins. Birgir segir að þessar breyt­ingar séu ein­ungis fyrstu skrefin og að framundan sé mikil hag­ræð­ing og kostn­að­arað­hald hjá fyr­ir­tæk­inu.

Skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar um Íslands­póst birt í dag

Í sept­­­em­ber 2018 leit­aði Íslands­­­­­póstur á náðir rík­­­is­ins og fékk 500 millj­­­ónir króna að láni til að bregð­­­­ast við lausa­­­­fjár­­­­skorti eftir að við­­­­skipta­­­­banki þess, Lands­­­­banki Íslands, hafði lokað á frek­­­­ari lán­veit­ing­­­­ar. Nokkrum mán­uðum síð­­­­­­­ar, í des­em­ber, sam­­­­þykkti Alþingi að lána fyr­ir­tæk­inu allt að millj­­­­arð til við­­­­bót­­­­ar.

Í umsögn Rík­­­­­­is­end­­­­­­ur­­­­­­skoð­un­­­­ar, um auka fjár­­­­veit­ingu rík­­­is­ins til Íslands­­­­­­­pósts, sagði að ­­­­­­Rík­­­­­­­is­end­­­­­­­ur­­­­­­­skoðun teldi að það væri óheppi­­­­­­­legt að ekki liggi nákvæm­­­­­­­lega fyrir hvernig fyr­ir­hugað sé að taka á rekstr­­­­­­­ar­­­­­­­vanda Íslands­­­­­­­­­­­­­pósts þannig að til­­­­­­­skil­inn árangur náist áður en tekin er ákvörðun um fram­lög úr rík­­­­­­­is­­­­­­­sjóði til félags­­­­­­­ins. Þá væri orsök fjár­­­­­hags­vand­ans alls ógreind, ekki lægi fyrir hvort hann stafi af sam­keppn­is­­­­­rekstri eða starf­­­­­semi innan einka­rétt­­­­­ar. 

Fjár­­­­laga­­­­nefnd Alþingis sam­­­­þykkti því í jan­úar á þessu ári beiðni til Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­anda um að unnin yrði stjórn­­­­­­­sýslu­út­­­­­­­tekt á starf­­­­semi Íslands­­­­­­­póst­s. Sú skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar verður opin­beruð í dag að loknum sam­eig­in­legum fundi fjár­laga­nefndar og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent