Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti

Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.

posturinn_9954270194_o.jpg
Auglýsing

Viðamiklar skipulagsbreytingar eru framundan hjá Íslandspósti, samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Fækkað hefur verið í framkvæmdastjórn félagsins og framkvæmdastjórum fækkað úr fimm í þrjá. Samhliða því hafa ýmsar skipulagsbreytingar verið gerðar innan fyrirtækisins en samkvæmt forstjóra fyrirtækisins eru breytingarnar gerðar til draga úr rekstrarkostnaði fyrirtækisins og auka hagræðingu.

Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald framundan

Framkvæmdastjórar Íslandspósts voru fimm en verða í kjölfar breytinganna þrír á sviðunum þjónustu og markaður, fjármál og dreifing. Í tilkynningunni segir að Helga Sigríður Böðvarsdóttir muni áfram leiða svið fjármála, en nú þegar hafi verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri yfir sviði þjónustu og markaðar, sem áður hét markaðs- og sölusvið, og hefur sá aðili störf í sumar. Hörður Jónsson mun leiða dreifingarsvið, sem er sameinuð pósthúsa og framkvæmdasvið en hann hefur hingað til stýrt pósthúsasviði. Samhliða þessu verður Sigríður Indriðadóttir nú titluð mannauðsstjóri en var áður framkvæmdastjóri starfsmannasviðs. 

Auglýsing

Í tilkynningunni segir að samhliða þessum breytingum verður stafræn þjónusta sett sérstaklega í forgang hjá póstinum. Auk þess verða flokkar innan fyrirtækisins að sérstökum einingarsviðum sem starfa þvert á rekstrarsviðin undir nýju þróunarsviði sem Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, leiðir. Birgir var ráð­inn for­stjóri Íslands­pósts í lok maí en Ing­i­­mundur Sig­­ur­páls­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Íslands­­­pósts, sagði starfi sínu lausu sem for­stjóri þann 15. mars síð­ast­lið­inn eftir fjórtán ára starf. 

Þá mun skrifstofa Íslandspósts flytja frá Stórhöfða yfir í skrifstofurými í Höfðabakka. Í tilkynningunni segir að tilgangur þessara breytinga á skipuriti Íslandspóst er að ná fram hagræðingu í rekstrinum, búa til nýjan og öflugan hóp lykilstjórnenda og auka og hraða upplýsingaflæði innan fyrirtækisins. Birgir segir að þessar breytingar séu einungis fyrstu skrefin og að framundan sé mikil hagræðing og kostnaðaraðhald hjá fyrirtækinu.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst birt í dag

Í sept­­em­ber 2018 leit­aði Íslands­­­póstur á náðir rík­­is­ins og fékk 500 millj­­ónir króna að láni til að bregð­­­ast við lausa­­­fjár­­­skorti eftir að við­­­skipta­­­banki þess, Lands­­­banki Íslands, hafði lokað á frek­­­ari lán­veit­ing­­­ar. Nokkrum mán­uðum síð­­­­­ar, í des­em­ber, sam­­­þykkti Alþingi að lána fyr­ir­tæk­inu allt að millj­­­arð til við­­­bót­­­ar.

Í umsögn Rík­­­­­is­end­­­­­ur­­­­­skoð­un­­­ar, um auka fjár­­­veit­ingu rík­­is­ins til Íslands­­­­­pósts, sagði að ­­­­­Rík­­­­­­is­end­­­­­­ur­­­­­­skoðun teldi að það væri óheppi­­­­­­legt að ekki liggi nákvæm­­­­­­lega fyrir hvernig fyr­ir­hugað sé að taka á rekstr­­­­­­ar­­­­­­vanda Íslands­­­­­­­­­­­pósts þannig að til­­­­­­skil­inn árangur náist áður en tekin er ákvörðun um fram­lög úr rík­­­­­­is­­­­­­sjóði til félags­­­­­­ins. Þá væri orsök fjár­­­­hags­vand­ans alls ógreind, ekki lægi fyrir hvort hann stafi af sam­keppn­is­­­­rekstri eða starf­­­­semi innan einka­rétt­­­­ar. 

Fjár­­­laga­­­nefnd Alþingis sam­­­þykkti því í jan­úar á þessu ári beiðni til Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­anda um að unnin yrði stjórn­­­­­sýslu­út­­­­­tekt á starf­­­semi Íslands­­­­­pósts. Sú skýrsla Ríkisendurskoðunar verður opinberuð í dag að loknum sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent