Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti

Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.

posturinn_9954270194_o.jpg
Auglýsing

Viða­miklar skipu­lags­breyt­ingar eru framund­an hjá Íslands­pósti, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu. Fækkað hefur verið í fram­kvæmda­stjórn félags­ins og fram­kvæmda­stjórum ­fækkað úr fimm í þrjá. Sam­hliða því hafa ýmsar skipu­lags­breyt­ingar verið gerðar inn­an­ ­fyr­ir­tæk­is­ins en sam­kvæmt for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins eru breyt­ing­arnar gerðar til draga úr rekstr­ar­kostn­aði fyr­ir­tæk­is­ins og auka hag­ræð­ingu.

Mikil hag­ræð­ing og kostn­að­arað­hald framundan

Fram­kvæmda­stjórar Íslands­pósts voru fimm en verða í kjöl­far breyt­ing­anna þrír á svið­unum þjón­ustu og mark­að­ur, fjár­mál og dreif­ing. Í til­kynn­ing­unni segir að Helga Sigríður Böðvars­dóttir muni áfram leiða svið fjár­mála, en nú þegar hafi verið ráð­inn nýr fram­kvæmda­stjóri yfir sviði þjón­ustu og ­mark­að­ar, sem áður hét mark­aðs- og sölu­svið, og hefur sá aðili störf í sum­ar. Hörður Jóns­son mun ­leiða dreif­ing­ar­svið, sem er sam­einuð póst­húsa og fram­kvæmda­svið en hann hefur hingað til stýrt póst­húsa­sviði. Sam­hliða þessu verður Sigríður Ind­riða­dóttir nú titluð mannauðs­stjóri en var áð­ur­ fram­kvæmda­stjóri starfsmannasviðs. 

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir að sam­hliða þessum breyt­ing­um verður staf­ræn þjón­usta sett sér­stak­lega í for­gang hjá póst­in­um. Auk þess verða flokkar inn­an­ ­fyr­ir­tæk­is­ins að sér­stökum ein­ing­ar­sviðum sem starfa þvert á rekstr­ar­sviðin undir nýju þróun­ar­sviði sem Birgir Jóns­son, for­stjóri Íslands­pósts, leið­ir. Birgir var ráð­inn for­­stjóri Íslands­­­pósts í lok maí en Ing­i­­­mundur Sig­­­ur­páls­­­son, fyrr­ver­andi for­­­stjóri Íslands­­­­­pósts, sagði starfi sínu lausu sem for­­stjóri þann 15. mars síð­­ast­lið­inn eftir fjórtán ára starf. 

Þá mun skrif­stofa Íslands­pósts flytja frá Stór­höfða yfir í skrif­stof­urými í Höfða­bakka. Í til­kynn­ing­unni segir að til­gang­ur þess­ara breyt­inga á skipu­riti Íslands­póst er að ná fram hag­ræð­ingu í rekstr­in­um, búa til nýjan og öflugan hóp lyk­il­stjórnenda og auka og hraða upp­lýs­inga­flæði innan fyr­ir­tæk­is­ins. Birgir segir að þessar breyt­ingar séu ein­ungis fyrstu skrefin og að framundan sé mikil hag­ræð­ing og kostn­að­arað­hald hjá fyr­ir­tæk­inu.

Skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar um Íslands­póst birt í dag

Í sept­­­em­ber 2018 leit­aði Íslands­­­­­póstur á náðir rík­­­is­ins og fékk 500 millj­­­ónir króna að láni til að bregð­­­­ast við lausa­­­­fjár­­­­skorti eftir að við­­­­skipta­­­­banki þess, Lands­­­­banki Íslands, hafði lokað á frek­­­­ari lán­veit­ing­­­­ar. Nokkrum mán­uðum síð­­­­­­­ar, í des­em­ber, sam­­­­þykkti Alþingi að lána fyr­ir­tæk­inu allt að millj­­­­arð til við­­­­bót­­­­ar.

Í umsögn Rík­­­­­­is­end­­­­­­ur­­­­­­skoð­un­­­­ar, um auka fjár­­­­veit­ingu rík­­­is­ins til Íslands­­­­­­­pósts, sagði að ­­­­­­Rík­­­­­­­is­end­­­­­­­ur­­­­­­­skoðun teldi að það væri óheppi­­­­­­­legt að ekki liggi nákvæm­­­­­­­lega fyrir hvernig fyr­ir­hugað sé að taka á rekstr­­­­­­­ar­­­­­­­vanda Íslands­­­­­­­­­­­­­pósts þannig að til­­­­­­­skil­inn árangur náist áður en tekin er ákvörðun um fram­lög úr rík­­­­­­­is­­­­­­­sjóði til félags­­­­­­­ins. Þá væri orsök fjár­­­­­hags­vand­ans alls ógreind, ekki lægi fyrir hvort hann stafi af sam­keppn­is­­­­­rekstri eða starf­­­­­semi innan einka­rétt­­­­­ar. 

Fjár­­­­laga­­­­nefnd Alþingis sam­­­­þykkti því í jan­úar á þessu ári beiðni til Rík­­­­is­end­­­­ur­­­­skoð­anda um að unnin yrði stjórn­­­­­­­sýslu­út­­­­­­­tekt á starf­­­­semi Íslands­­­­­­­póst­s. Sú skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar verður opin­beruð í dag að loknum sam­eig­in­legum fundi fjár­laga­nefndar og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent