Hugmynd innviðaráðherra um hækkun útsvars hefur ekki farið í gegnum ríkisstjórn

Forsætisráðherra segir endanlega útfærslu á tillögu innviðaráðherra um hækkun útsvars en lækkun tekjuskatts ekki liggja fyrir. Formaður Samfylkingar spyr hvort ekki sé kominn tími til að látlausum yfirlýsingum frá ráðherrum Framsóknarflokksins linni?

Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Auglýsing

Til­laga Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar inn­við­ráð­herra um að útsvar verði hækkað um 0,26 pró­sentu­stig en tekju­skattur lækk­aður hefur ekki verið borin undir rík­is­stjórn­ina.

Þetta kom fram í máli Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag þegar Logi Ein­ars­son, for­maður og þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði út í áformin sem inn­við­a­ráð­herra ræddi á fjár­mála­ráð­stefnu sveit­ar­fé­laga í síð­ustu viku.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, sagði í ræðu sinni á ráð­stefn­unni að ljóst væri að umfang þess fjár­­hags­­vanda sem sveit­­ar­­fé­lög lands­ins glíma við vegna auk­ins kostn­aðar í tengslum við mál­efni fatl­aðs fólks sé orðið af þeirri stærð­­argráðu að til­­efni gæti verið til að mæta honum sem fyrst með ráð­­stöf­unum til bráða­birgða, þar til fulln­að­­ar­­upp­­­gjör og grein­ing liggur fyrir af hálfu sér­­stakrar nefndar sem hefur málið til umfjöll­un­­ar.

Auglýsing

Hug­myndin sem Sig­­urður Ingi viðr­aði felst í því að hækka útsvarspró­­sent­una sem sveit­­ar­­fé­lög inn­­heimta um 0,26 pró­­sent­u­­stig til að skila þeirri tekju­aukn­ingu sem til þarf til að brúa bilið í mála­­flokkn­­um. Á móti yrðu öll skatt­­þrep í tekju­skatti rík­­is­ins lækkuð um 0,26 pró­­sent­u­­stig til að allir skatt­greið­endur væru jafn­­­settir eftir sem áður.

Sveit­­ar­­fé­lög lands­ins hafa reiknað sig niður á það að gliðnun tekna og útgjalda í mál­efnum fatl­aðra, sem voru færð frá ríki til sveit­­ar­­fé­laga í byrjun árs 2011, hafi verið orðin níu millj­­arðar árið 2020. Nýverið hefur komið fram af hálfu sveit­­ar­­fé­laga að gliðn­­unin stefni í 12-13 millj­­arða króna á ári. Sveit­­ar­­fé­lögin segj­­ast ekki hafa neina getu til að takast á við þessa gliðnun og því þurfi ríkið að koma til með því að tryggja þeim meira fjár­­­magn.

Útfærslan kemur á óvart

Logi sagði áform inn­við­a­ráð­herra um 5-6 millj­arða inn­spýt­ingu í mála­flokk­inn gleði­lega. Útfærslan, að hækka hámarks­út­svarspró­sentu sveit­ar­fé­laga um 0,26 pró­sentu­stig en lækka á móti tekju­skatt sem ríkið inn­heimtir á móti sem því nem­ur, hafi hins vegar komið á óvart þar sem hún hafi ekki verið rædd áður. „Hvorki í fjár­laga­nefnd eða efna­hags­nefnd og þing­menn stjórn­ar­flokk­anna virt­ust koma af fjöll­u­m,“ sagði Logi á Alþingi í dag.

Hann sagð­ist jafn­framt trúa „svona afger­andi yfir­lýs­ingu frá ráð­herra“ og beindi í fram­hald­inu þremur spurn­ingum að for­sæt­is­ráð­herra.

„Í fyrsta lagi: Hvenær var þetta sam­þykkt í rík­is­stjórn?“

Í öðru lagi: Af hverju birt­ust þessar fyr­ir­ætl­anir ekki strax við fram­lagn­ingu fjár­laga fyrr í haust þar sem þessi vandi hefur blasað við í svo langan tíma?“

„Í þriðja lagi: Þar sem ljóst er að útfærsla sem inn­við­a­ráð­herra til­kynnti mun lækka tekjur rík­is­sjóðs umtals­vert, sér for­sæt­is­ráð­herra fyrir sér nýja tekju­stofna sem munu bæta þetta upp? Á að skila rík­is­sjóði með meiri halla en áður var gert ráð fyrir eða verða útgjöld skorin niður og hver þá?“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Mynd: Bára Huld Beck

Vinna starfs­hóps um mála­flokk­inn hefur dreg­ist á lang­inn

Í svari sínu benti Katrín á að í máli Sig­urðar Inga á fjár­mála­ráð­stefn­unni hefði komið fram að það kæmi til greina að hækka hlut útsvars­ins. Hópur hefur verið að störfum undir for­ystu félags­mála­ráð­herra sem átti að skila af sér frek­ari grein­ingu á þeim kostn­aði sem fellur á sveit­ar­fé­lögin vegna mála­flokks fatl­aðra í haust. Það hefur dreg­ist og mun hóp­ur­inn lík­lega ekki skila af sér fyrr en í febr­ú­ar, að sögn Katrín­ar.

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, for­maður stjórnar Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, sagði í setn­ing­ar­ræðu fjár­mála­ráð­stefnu sveit­ar­fé­lag­anna í síð­ustu viku að van­fjár­mögnun á mála­flokki fatl­aðs fólks væri meg­in­or­sök fjár­hags­vanda margra sveit­ar­fé­laga.

Í yfir­­stand­andi við­ræðum sveit­­ar­­fé­laga og rík­­is­ins leggi sam­­bandið þunga áherslu á að þetta verði leið­rétt og sveit­­ar­­fé­lögum verði gert kleift að veita fötl­uðu fólki fyr­ir­­myndar þjón­­ustu án þess að það ógni sjálf­­bærni fjár­­­mála sveit­­ar­­fé­laga. „Mik­il­vægt er að nið­­ur­­staða við­ræðna liggi fyrir eigi síðar en 1. des­em­ber 2022 og sveit­­ar­­fé­lögum verði strax bætt van­fjár­­­mögnun mála­­flokks­ins,“ sagði Heiða Björg.

Tekju­stofnar séu full­nýttir áður en komi til frek­ari fjár­veit­inga

Katrín sagð­ist, líkt og lík­lega allir þing­menn hafi kynnst í nýlið­inni kjör­dæma­viku, að staða sveit­ar­fé­lag­anna sé þung og að bregð­ast þurfi hratt við. Katrín sagði málin ennþá í vinnslu og þess vegna hafi þessi til­laga ekki verið hluti af fjár­laga­frum­varpi og hafa ekki farið end­an­lega í gegnum rík­is­stjórn.

„Ég leyfi mér hins vegar að segja að það er skiln­ingur hjá öllum for­ystu­mönnum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á að það þurfi að ein­hverju leyti að mæta sveit­ar­fé­lög­unum vegna mála­flokks fatl­aðra,“ sagði Katrín og nefndi Jöfn­un­ar­sjóð sveit­ar­fé­laga í því sam­hengi. Sig­urður Ingi sagði í ræðu sinni á ráð­stefn­unni að öll hækkun útsvarspró­sent­unnar þyrfti að ganga til hækk­unar á hlut­deild Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga í útsvars­tekj­um.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Katrín sagði mik­il­vægt að nýta jöfn­un­ar­sjóð­inn til að tryggja að fjár­mun­irnir nýt­ist þar sem þeirra er þörf. „Einnig þarf að skoða það þegar sveit­ar­fé­lögin eru ekki að full­nýta sína tekju­stofna. Við getum rætt um útsvarspró­sent­ur, við getum líka rætt fast­eigna­gjöld. Við þurfum auð­vitað að taka afstöðu til þess hvort þá sé eðli­legt að auknir fjár­munir renni til þeirra sveit­ar­fé­laga sem hafa kosið að full­nýta ekki sína tekju­stofna. Ég hef skýra sýn á það að mér finnst eðli­legt að þeir tekju­stofnar séu full­nýttir áður en til frek­ari fjár­veit­inga kem­ur,“ sagði Katrín.

Ekki hug­mynd sem „dettur ofan í hausinn“ á inn­við­a­ráð­herra

„Þetta hefur sem sagt ekki verið ákveð­ið,“ sagði Logi, sem bað for­sæt­is­ráð­herra um að tala skýrar þar sem hann hafi ekki „hitt eina mann­eskju sem kom út af fjár­mála­ráð­stefn­unni sem átt­aði sig á því að þetta væri svona ein­hver hug­detta hæst­virts ráð­herra“. Þá spurði Logi hvort það væri ekki kom­inn tími til þeim linni, þessum lát­lausum yfir­lýs­ingum frá ráð­herrum Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem eru ekki hugs­aðar til neins ann­ars en að setja vænt­ingar fólks í hæstu hæð­ir?

Katrín sagði að ekki væri um að ræða hug­mynd sem dettur ofan í haus­inn á inn­við­ráð­herra. „Auð­vitað er það ekki svo. Hann talar ekki með slíkum óábyrgum hætti. Það sem kom fram í máli hans er að þetta er til skoð­un­ar, þetta er ekki að fullu útfært,“ sagði Katrín.

For­sæt­is­ráð­herra sagði fullan skiln­ing á þungri stöðu sveit­ar­fé­lag­anna vegna mála­flokks fatl­aðs fólks en sagði mik­il­vægt að það sé algjör­lega skýrt að end­an­leg útfærsla liggur ekki fyr­ir. „Þess vegna kom þetta ekki fram við fram­lagn­ingu fjár­laga­frum­varps og hefur ekki verið end­an­lega afgreitt úr rík­is­stjórn. Vissu­lega er málið ekki full­búið en ríkur skiln­ingur fyrir hendi á að staðan sé þung og það skiptir máli að við komum til móts við hana.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent