Hvað er að gerast í Hvíta-Rússlandi?

Atburðir í Hvíta-Rússlandi á síðustu tveimur sólarhringum hafa leitt til þess að Evrópusambandið hefur innleitt viðskiptaþvinganir á þarlend ríkisfyrirtæki og óligarka. Kjarninn tók saman þessa atburði og aðdraganda þeirra.

Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands
Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið sam­þykkti í gær við­skipta­þving­anir sem beindar eru rík­is­fyr­ir­tækjum og ólígörkum í Hvíta-Rúss­landi. Nú mega hví­trúss­nesk flug­fé­lög ekki fljúga um evr­ópska loft­helgi eftir að stjórn­völd þar í landi neyddu Ryanair flug­vél til að lenda vegna falskrar sprengju­hót­un­ar.

Nauð­lend­ing Ryana­ir-flug­vél­ar­innar var liður í aðgerðum hví­trúss­neskra stjórn­valda við að fang­elsa póli­tíska and­stæð­inga Alex­ander Lukashen­ko, for­seta lands­ins til síð­ustu 27 ára.

Blaða­mað­ur, blogg­ari og aktí­visti

Roman Prota­sevich er 26 ára gam­all blaða­mað­ur, blogg­ari og aktí­visti frá Hvíta-Rúss­landi sem átti þátt í að skipu­leggja mót­mælin í kjöl­far síð­ustu for­seta­kosn­inga þar í landi síð­asta sum­ar. Kjarn­inn hefur áður fjallað um mót­mælin, en mörg hund­ruð þús­und mót­mæltu end­ur­kjöri Lukashenko þrátt fyrir að skoð­ana­kann­anir bentu til þess að mót­fram­bjóð­andi hans, Svetl­ana Tik­hanovska­ya, væri með 70-80 pró­senta fylgi. Eftir úrslitin flúði Tik­hanovskaya land og er nú í sjálf­skip­aðri útlegð í Lit­háen.

Auglýsing

Sam­kvæmt BBC var Prota­sevich einn af stofn­endum spjall­rás­ar­innar Nexta á sam­skipta­for­rit­inu Tel­egram, sem tæpar tvær millj­ónir manna fylgdu og var notuð til að skipu­leggja götu­mót­mæli og deila myndefni um lög­reglu­of­beldi í Hvíta-Rúss­landi.

Rík­is­stjórn Lukashenko reyndi að koma í veg fyrir skipu­lagn­ingu mót­mæla með þessum hætti og slökkti á far­síma­kerf­inu og aðgangi að net­inu í 121 dag eftir kosn­ing­arn­ar. Enn er læst fyrir notkun sumra for­rita, líkt og Tel­egram.

Yfir­völd hafa lagt fram ákæru í þremur liðum gagn­vart Prota­sevich vegna mót­mæl­anna, en sam­kvæmt Fin­ancial Times er búist við að hann verði dæmdur til fimmtán ára fang­els­is­vist­ar. Sjálfur hefur Prota­sevich sagt að dauða­refs­ing bíði hans í Hvíta-Rúss­landi.

Hand­taka með falskri sprengju­hótun

Prota­sevich, líkt og Tik­hanovska­ya, hefur haldið sig fyrir utan Hvíta-Rúss­land síð­ustu miss­er­in, en hann er líka með lög­heim­ili í Lit­háen. Hví­trúss­nesk yfir­völd náðu hins vegar að hand­sama hann með því að snúa við Ryanair flug­vél í þeirra loft­helgi með hann inn­an­borðs og neyða hana til að lenda á flug­vell­inum í Minsk, höf­uð­borg Hvíta-Rúss­lands.

Sam­kvæmt rík­is­fjöl­miðlum þar í landi ákváð Lukashenko að snúa vél­inni, sem var á leið til Lit­háen frá Grikk­landi, vegna sprengju­hót­un­ar. Starfs­menn á flug­vell­inum í Minsk hafa síðan stað­fest að sprengju­hót­unin hafi verið fölsk.

Prota­sevich greindi sjálfur frá því á sunnu­dag­inn að með­limur hví­trúss­nesku leyni­þjón­ust­unn­ar, KGB, hafði fylgt honum í flug­vél­ina og reynt að taka myndir af skjöl­unum hans.

Stjórn­völd grunuð um að pynta Prota­sevich

Við lend­ing­una í Minsk var blaða­mað­ur­inn svo hand­tek­inn, ásamt kær­ustu sinni, og settur í varð­hald. Degi síðar birti spjall­rás á Tel­egram sem er hlið­holl Lukashenko mynd­band af Prota­sevich, þar sem hann seg­ist vera í fang­elsi í Minsk.

Blaða­mað­ur­inn er með mar­blett á enn­inu í mynd­band­inu, en segir þó að vel sé farið með hann í fang­els­inu. Hann bætir einnig við að hann sé að fullu sam­vinnu­þýður við hví­trúss­nesk stjórn­völd. Mynd­bandið má sjá hér að neð­an.

Mynd­band af Roman Prota­sevich, blaða­manni sem er í haldi rík­is­stjórnar Hvíta-Rúss­lands.

Áður­nefnd Tik­hanovska­ya, sem er leið­togi hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöðu­hreyf­ing­ar­inn­ar, sagði á blaða­manna­fundi í gær að það væri aug­ljóst út frá mynd­band­inu að Prota­sevich hafi verið pynt­aður í varð­haldi. Sam­kvæmt frétt Reuters um málið hafa hví­trúss­nesk yfir­völd ekki svarað ásök­unum Tik­hanovska­ya, en þau hafa áður neitað því að beita fanga sína ofbeldi.

Vest­ur­lönd for­dæma og beita refsi­að­gerðum

Fjöl­mörg Vest­ur­lönd hafa for­dæmt hand­tök­una á Prota­sevich og atburð­unum í aðdrag­anda henn­ar. Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, kall­aði nauð­lend­ingu Ryanair á Minsk-flug­vell­inum „flugrán“ í Twitt­er-­færslu sem hún sendi frá sér á sunnu­dag­inn, auk þess sem hún kall­aði eftir því að Prota­sevich yrði leystur úr haldi taf­ar­laust. Svipuð yfir­lýs­ing kom frá Guð­laugi Þór Þórð­ars­syni utan­rík­is­ráð­herra á Twitter sama dag, sem sjá má hér að neð­an.

Í gær sam­þykktu aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins svo refsi­að­gerðir í garð Hvíta-Rúss­lands, sem fela meðal ann­ars í sér bann hví­trúss­neska rík­is­flug­fé­lags­ins við að fljúga um loft­helgi sam­bands­ins. Auk þess hvöttu leið­tog­arnir evr­ópsk flug­fé­lög til að forð­ast hví­trúss­neska loft­helgi, en líkt og sjá má á vef­síð­unni Flight Radar virð­ast flest þeirra virða þá ósk, þar sem örfáar flug­vélar fljúga nú yfir land­ið.

Refsi­að­gerðir ESB munu einnig bein­ast að öðrum hví­trúss­neskum rík­is­fyr­ir­tækjum og óli­görkum þar í landi, sem eru sak­aðir um að fjár­magna Lukashen­ko. Sam­kvæmt sam­band­inu væru slíkar aðgerð­ir, sem eru sér­hæfð­ari en almennt við­skipta­bann, lík­legar til að skaða Lukashenko og banda­menn hans án þess að hví­trúss­neska þjóðin hlyti skaða af.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti fagn­aði ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins í opin­berri yfir­lýs­ingu og gaf til kynna að Banda­ríkja­stjórn myndi einnig beita sams­konar aðgerð­um.

Rúss­land gagn­rýnir aðgerðir ESB

Utan­rík­is­ráðu­neyti Hvíta-Rúss­lands varði hins vegar ákvörðun þar­lendra stjórn­valda um að snúa Ryana­ir-flug­vél­inni með Prota­sevich inn­an­borðs við í hví­trúss­neskri loft­helgi. Anatoly Glaz, tals­maður ráðu­neyt­is­ins, sagði í við­tali við Fin­ancial Times að flug­yf­ir­völd þar í landi hafi fylgt settum alþjóða­reglum í einu og öllu og sak­aði Evr­ópu­sam­bandið um að hlaupa á sig með stríðs­yf­ir­lýs­ing­ar.

Stjórn­völd í Rúss­landi taka undir yfir­lýs­ingar Hvíta-Rúss­lands og segj­ast hneyksluð á við­brögðum Evr­ópu­sam­bands­ins. Maria Zak­harova, tals­maður utan­rík­is­ráðu­neytis Rúss­lands sagði það vera „átak­an­legt“ að Vest­ur­lönd brygð­ust svona hart við atvik­inu, sem hefði átt sér stað í hví­trúss­neskri loft­helgií nýlegri Face­book-­færslu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar