Hvar eru kanínurnar?

Hvað hefur orðið um kanínurnar sem ætíð mátti sjá á göngu um Öskjuhlíð? Blaðamaður Kjarnans fór í fjölda rannsóknarleiðangra og leitaði svara hjá borginni og dýraverndarsamtökum.

Villtar kanínur eru varar um sig og forðast hvers kyns ónæði.
Villtar kanínur eru varar um sig og forðast hvers kyns ónæði.
Auglýsing

Svart­ar. Grá­ar. Brún­ar. Mjalla­hvít­ar. Sumar svartar með hvítum depli á bring­unni. Stundum tvær sam­an. Ein­staka sinnum þrjár. Flestar þó einar á hoppi og skoppi. Ýmist kafloðnar eða með snöggan og glans­andi feld.

Í Öskju­hlíð í Reykja­vík hafa kan­ínur verið nokkuð áber­andi frá því á síð­ustu öld. Þær eru villtar og hálf­villt­ar, afkom­endur gælu­dýra sem sleppt var þar lausum fyrir ein­hverjum árum og ára­tug­um. Nokkrir tugir kan­ína hafa lík­lega alla jafna haldið sig í skóg­inum sem orð­inn er nokkuð þéttur og þrosk­aður enda hófst þar skóg­rækt um miðja síð­ustu öld.

Auglýsing

En nú eru þær horfn­ar. Litlu loð­bolt­arnir með blikið í dökkum aug­unum sem hægt var að koma auga á í nán­ast hverri göngu­ferð um skóg­ar­stíg­ana, eru hvergi sjá­an­leg­ir.

Eða það er að minnsta kosti reynsla blaða­manns­ins sem þetta skrif­ar. Blaða­manns sem gengið hefur klukku­stundum saman um Öskju­hlíð­ina síð­ustu tvo ára­tug­ina og þekkir marga þá staði þar sem lík­legt er að sjá kan­ín­ur. Þær eiga það til að sitja graf­kyrrar þegar þær verða varar við manna­ferð­ir. En snúa sér svo til skógar með þessum ein­kenn­andi rassaskvettum sínum og fela sig.

Eftir marga leið­angra um Öskju­hlíð­ina síð­ustu vikur ákvað blaða­maður að spyrj­ast fyr­ir. Hvað hefur orðið um kan­ín­urn­ar?

Engar aðgerðir til fækk­unar

„Við höfum ekki farið í neinar aðgerðir hvað varðar kan­ínur í Öskju­hlíð en höfum heyrt að þær séu ekki mjög margar þessa dag­ana,” segir Þor­kell Heið­ars­son, deild­ar­stjóri Dýra­þjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar. Frek­ari stað­fest­ingu á grun blaða­manns um fækkun kan­ín­anna á svæð­inu hefur hann ekki. Hann rifjar hins vegar upp skæða veiru­sýk­ingu sem kom upp í kan­ínu­stofn­inum í Elliða­ár­dal fyrir nokkrum árum. Sú sýk­ing dró mörg dýr­anna til dauða. Stofn­inn er að ná sér á strik og telur innan við 200 dýr í augna­blik­inu, segir Þor­kell. „Ann­ars erum við að und­ir­búa sam­starfs­verk­efni með félög­unum Dýra­hjálp og Villikan­ínum til þess að bæði fylgj­ast með og stýra stofn­stærð í Öskju­hlíð og í Elliða­ár­dal sem og tryggja vel­ferð þeirra dýra sem þar eru.”

Mosavaxnir steinar og fjölmargar trjátegundir eru ákjósanlegur dvalarstaður fyrir fleiri dýr en menn. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Dýra­vernd­un­ar­sam­tökin Villi­kettir hafa verið í sam­bæri­legu sam­starfi við sveit­ar­fé­lög. Eitt af því sem sam­tökin gera í starfi sinu er að fanga villta högna og láta gelda þá. Þeir fá svo að jafna sig af aðgerð­inni en er að því loknu sleppt aft­ur. Aðferð sem þekk­ist víða um heim og hefur skilað góðum árangri við að stýra stofn­stærð­um. Sumum köttum sem finn­ast er komið fyrir á heim­ilum fólks, m.a. kett­lingum sem fæð­ast úti. Mörg dæmi eru svo um að villi­kett­irnir séu engir villi­kettir heldur heim­il­is­k­ettir sem hafi villst af leið jafn­vel fyrir fleiri árum síð­an.

En aftur að kan­ín­unum í Öskju­hlíð.

Sam­tökin Villikan­ínur hafa ekki fengið ábend­ingar um að kan­ín­unum þar hafi fækk­að. Þau hafa heldur ekki fengið ábend­ingar um að þeim hafi ekki fækk­að. Málið er snúið því eng­inn fylgist nákvæm­lega með stofn­inum þótt von­andi verði breyt­ing þar á með fyrr­greindu sam­starfi sam­tak­anna og borg­ar­inn­ar.

Tals­maður sam­tak­anna, sem blaða­maður var í sam­skiptum við á Face­book, segir mögu­legt að kan­ín­urnar í Öskju­hlíð hafi fært sig um set. Séu ekki lengur á hinum þekktu kan­ínuslóð­um. Það hafi frænkur þeirra í Elliða­ár­dalnum gert. Ónæði hvers konar getur skýrt slíka búferla­flutn­inga.

Framkvæmdir við göngustíga hafa staðið yfir í Öskjuhlíð í sumar og haust. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Og jú, vel getur verið að aukið áreiti í Öskju­hlíð­inni síð­ustu miss­eri hafi orsakað þetta. Nýbygg­ingar hafa risið á áður óbyggðu svæði. Heilu blokk­irnar hafa nú fyllst af fólki við rætur vest­ur­hlíð­anna. Þar er iðandi mann­líf, eins og stundum segir í fast­eigna­aug­lýs­ing­un­um. Það kann að heilla fólk en mjög ólík­lega styggar kan­ín­ur.

Og talandi um fólk á iði. Hróp­andi jafn­vel. Í sumar var komið upp svo­kall­aðri “zip-line”, apar­ólu eins og slík tæki eru stundum kölluð á íslensku, í Öskju­hlíð­inni. Þetta er engin smá róla. Ferða­lagið eftir lín­unni byrjar ofan á Perlunni og endar í skóg­ar­rjóðri neðan við hana. Gestir þjóta eftir lín­unni um 230 metra vega­lengd á allt að 50 kíló­metra hraða.

Þetta er hin mesta skemmtun sem fær adrena­lín ein­hverra til að flæða um lík­amann. En kan­ínum kann að blöskra læt­in.

Í þriðja lagi, hvað aukið áreiti í Öskju­hlíð varð­ar, skal nefnt að breiðir og mal­bik­aðir göngu­stígar hafa verið lagðir um svæðið síð­ustu tvö sum­ur. Þetta er „perlu­fest­in“, kerfi upp­byggðra (og upp­lýstra) stíga sem eykur aðgengi allra (manna) að þessu vin­sæla úti­vist­ar­svæði. Vinnu­vélar hafa því verið að störfum með til­heyr­andi hávaða vikum og mán­uðum sam­an. Það er þó auð­vitað tíma­bundið verk­efni sem er að mestu lokið eftir því sem blaða­maður kemst næst.

(Mynd­bandið hér að ofan var tekið í Öskju­hlíð fyrir rúmu ári).

Allt eru þetta kenn­ingar um hvað veldur hvarfi kan­ín­anna. Þessar tvær svörtu sem nær alltaf mátti sjá á einum mold­ar­stígnum í miðjum skóg­inum hafa ekki sést síðan í vor. Þessi mjalla­hvíta sem stundum sat í mak­indum á göngu­stígnum við Háskól­ann í Reykja­vík ekki held­ur. Svo er það þessi gráa sem átti sér greini­lega fyrst og fremst sama­stað norðan við Perluna. Og loks sú brúna neðar í norð­ur­hlíð­inni. Tekið skal fram að við þessa rann­sókn var hvorki stuðst við loft­myndir né hita­mynda­vél­ar. Aðeins til­vilj­ana­kennda skoðun í göngu­ferðum með tveimur tæp­lega fimm­tíu ára gömlum aug­um. Að hafa séð það sem eitt sinn var og er þar ekki leng­ur.

En svo bar til tíð­inda.

Þegar nýfall­inn snjór huldi jörð einn morg­un­inn á dög­unum ákvað blaða­maður að fara í enn einn rann­sókn­ar­leið­ang­ur­inn. Vopn­aður mynda­vél, spergilkáli og nokkrum íslenskum gul­rót­um.

Slóð eftir kanínu sem hlykkjaðist inn í skóginn í Öskjuhlíð. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Og viti menn (og kan­ín­ur). Á tveimur stöðum í Öskju­hlíð­inni sáust spor í snjónum sem geta vart til­heyrt öðru dýri en einmitt kan­ínu. Löng og hlykkj­ótt slóð ítrek­aðra „þrí­hyrn­inga“.

Það er þá að minnsta kosti ein kan­ína enn á svæð­inu. Frek­ari álykt­anir er erfitt að draga með jafn óvís­inda­legri rann­sókn. Og þó. Spor sáust á tveimur stöð­um. Með tölu­verðri vega­lengd á milli. Það er því með nokk­urri vissu hægt að full­yrða að þær séu tvær á hinum hefð­bundnu kan­ínuslóðum Öskju­hlíð­ar­inn­ar. „Gögn­in“ styðja ekki aðra nið­ur­stöðu að svo komnu máli.

Ef þú, ágæti les­andi, ferð reglu­lega um Öskju­hlíð­ina í hvaða erinda­gjörðum sem er, og hefur séð kan­ínur – eða einmitt alls ekki – þá getur þú lagt þín lóð á vog­ar­skálar þess­arar óform­legu dýra­lífs­rann­sóknar með því að senda frá­sagnir (og auð­vitað myndir og mynd­skeið ef þú átt í fórum þín­um) á net­fangið sunna@kjarn­inn.­is.

Rann­sókn­inni er langt í frá lok­ið. Ef í ljós kemur að aðrir unn­endur Öskju­hlíðar hafa séð í dúsklaga skottið á fjölda kan­ína und­an­farið verður helst hægt að álykta eitt ofar öllu: Að blaða­maður þurfi ný gler­augu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent